Svo eiga foreldrar að vera rólegir.
21.11.2008 | 06:45
Manni verður nú bara illt, hvað er eiginlega að hjá börnum sem
framkvæma svona ofbeldi? Það hlýtur að vera mikið, hljóta að
kveljast af vanlíðan, einhver er ástæðan fyrir því að þau koma
svona fram.
kannski hafa þau bara fengið að komast upp með hvað sem er
frá því að þau fæddust, þar byrjar þetta nefnilega. Það er svo
auðvelt að láta allt eftir þeim er þau eru pínu pons og svo sæt
þessi kríli, en er það heldur áfram og engin agi er viðhafður
þá er voðin vís.
Börn þurfa aga, ást og umhyggju, en ég tel að börn sem fara út í
svona vonsku fái það ekki því miður.
Alla vega er eitthvað mikið að.
Ég er ekki að ásaka hvorki einn eða neinn, það er eigi í mínu
valdi að gera það, þetta bara gerist hjá foreldrum og þeir
ekki einu sinni uppgötva hvað er að,
allir þurfa að vinna mikið, síðan er það heimilið er heim kemur og
það sem er mikilvægast (börnin) hefur ekki forgang vegna tímaleysis.
Vona bara að það verði tekið rétt á þessu máli það er svo mikilvægt
fyrir framtíð þessara barna.
Eigið góðan dag.
Milla
Gerðu myndband af líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég var einmitt að blogga um þetta. held að frasinn " þorpið sem elur okkur upp" eigi sök þarna í öllu tilliti. við leggjum meiri vinnu í hlýðninámskeið hunda en stuðning við barnafjöldskyldur.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:32
Bara hryllingur og svo sorglegt að svona skuli þetta vera.
Knús á þig Milla mín, sé þig hressa og káta á morgun
Helga skjol, 21.11.2008 kl. 09:07
Góðan daginn Milla mín
Mér finnst þetta bara sorglegt, þessi mikla grimmd hjá þeim, það er eitthvað mikið að, þeim getur ekki verið að líða vel
Erna, 21.11.2008 kl. 09:31
Þú hittir naglann á höfuðið Langbrókin mín.
Knús kveðjur
Milla
Já Helga mín sjáumst hressar og kátar á morgun
Knús kveðjur
Milla.
Já þessi grimmd er bara vond hugsaðu þér að byrja lífið í svona vanlíðan, síðan fer þetta í barnaverndarnefnd.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 10:25
þetta er skelfilegt mál............ég las komment á þessa frétt þar sem skrifarinn segir að það eigi að aflima gerendurnar og hótar að keyra á ef hún nær í þá, ef þetta eru skilaboð sem foreldrar senda börnum sínum þá er ekki von á góðu frá börnunum.. við þurfum að hugsa vel um börnin okkar
Margrét M, 21.11.2008 kl. 10:29
Veit ekki hvort er verra sá sem tók myndina eða drengirnir sem frömdu ofbeldið. Óhugnanlegt allt saman. Vonandi fá þessir krakkar frið í sálina. Það þarf að taka sálfræðilega á svona málum, ef við eigum ekki að horfa upp á ennþá verri glæpi af þeirra hendi í framtíðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 11:17
Þetta myndi ég halda að væri áhrif frá sjónvarpsglápi og tölvuleikjum, börnin eru svo veruleikafirrt út af þessu að það nær engri átt. Ég sé bara á mínu elsta barnabarni sem er sex ára að sonur minnir leyfir (leyfði) honum að vera í tölvuleikjum sem voru bannaðir innan 18 eða 20 og honum fannst allt í lagi að barnið væri í þessum leik. Jú það voru þarna nokkur atriði sem voru ekki góð sagði hann þegar mamma (amma) hélt reiðilestur yfir honum. Þannig held ég einmitt að fleiri ungir foreldrar hugsi þetta er nú ekki svo slæmt, en þetta hefur áhrif við vitum það.
Hafðu það gott Milla mín í allan dag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:48
Óhugnanlegt. En landið hefur ekkert verið fjölskylduvæt í öllu góðærinu. Fólk hefur þurft að vinna út í eitt. Og það bitnar á börnunum.´
Kveðja norður
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 12:06
Þetta er svo ljótt, hvað veldur, það getur verið svo margt. Eins og Jónína seigir, tölfuleikir sem eru bannaðir börnum eru stórhættulegir smábörnum, það elur af sér ofbeldi, það er margsannað mál.
Kærleikur Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:36
Þetta er óhugna lekt komment Margrét og eigi sæmandi nokkru foreldri að rita svo þó svo ógnunin sé búin að vera viðvarandi lengi og engin hefur í raun tekið rétt á málum, ( tilgáta)
Við þurfum að hugsa vel um börnin okkar og ala þau upp í hvað er rétt og rangt einnig að bera virðingu fyrir sjálfum sér.
takk fyrir þitt innlit Margrét mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 16:23
Ásthildur mín kæra þú mælir rétt, það þarf að hjálpa gerendum í svona málum.
Ljós og kærleik vestur til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 16:25
Þetta hefur áhrif, allt sem viðkemur uppeldi elsku barnanna okkar og gott hjá ykkur að lesa honum pistilinn, þetta hefur nú bara verið smá meinloka í stráknum þínum.
Ljós og kærleik til þín Jónína mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 16:28
Hólmdís mín það er rétt að þjóðfélagið hefur ekki verið fjölskylduvænt, en það breytir ekki því að foreldrarnir forgangsraða eigi ætíð rétt,
það þarf að gefa börnunum meiri tíma og það er á þeirra valdi að gera það.
Ljós og kærleik til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 16:31
Vallý mín ég veit um afar erfið dæmi ekki bara hjá ykkur heldur víða,
einelti og ofbeldi verður að stoppa.
Ljós og kærleik til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 16:33
Stína mín það kennir allavega börnum að gera eigi skil á réttu og röngu.
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 16:35
Ég sá eki myndbandið en fréttin slær mann.
Ég held að börn og unglingar almennt þurfi að gera sér fyrir afleiðingum og af hverju þeir eru að þessu.Þarna þurfa fullorðnir að grípa inn í og leiðrétta og leiðbeina.
En það getur verið erfitt að fylgast með hverju fótspori unga fólksins þannig að það borgar sig að byrja strax að kenna þeim að auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er ekki lögmál sem vert er að fara eftir í þessum efnum.
Solla Guðjóns, 21.11.2008 kl. 18:24
Já ansi margt hefur breyst síðan ég var að alast upp og síðan ég var að ala upp mínar dætur sem eru á aldrinum 25-35 ára. Þá voru ekki tölvur, þegar ég var krakki var ekki sjónvarp (kanasjónvarp var sumstaðar)Núna eru ofbeldisleikir sem krakkar ná í á of mörgum stöðum. Ég starfa sem stuðningsfulltrúi og leiðbeinandi(ómenntaður kennari) og ég sé ýmislegt þótt ekki sé hér fámennur skóli.
Það er hræðilegt að svona eigi sér stað á Íslandi.
Kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.11.2008 kl. 19:05
þetta átti að vera þótt hér sé FÁMENNUR skóli. Kveðja Dúna rugludallur
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.11.2008 kl. 19:10
Það er nú einhvernvegin þannig Solla mín að ef börnin eru alin upp í réttum gildum, þá er minni hætta á að þau geri svona lagað, nema að þeim sé ógnað til þess, þori ekki öðru en að fylgja forsprakkanum.
Ljós og kærleik Austur fyrir fjall.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 19:13
Já Dúna mín við munum aðra tíma, það var ósköp indælt að vita bara af krökkunum sínum fara upp í heiði að leika sér og maður sá til þeirra, svo var hlaupið heim í kaffi og mat eða jafnvel farið með nesti ef gott var veðrið.
Ljós og kærleik á skerið
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 19:16
Vonandi verður þetta endirinn á afbrotaferli þessara ungmenna.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 21:11
Svo hreint ætla ég að vona það, og eðlilega fer það eftir því hvernig er tekið á málum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 21:22
Mér var hugsað til barnabarna minna og fékk hnút í magan ,sem betur fer sá ég ekki þetta myndband Kveðja Óla
Ólöf Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:35
Óla mín ég ákvað að horfa ekki á myndbandið, manni verður nægilega illt
við svona frétti þó maður sé ekki að horfa á viðbjóðinn.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.