Fyrir svefninn
21.11.2008 | 21:20
Magnað hvernig allt er orðið, það er búið að óskapast og
troðast með fréttir af hinu og þessu, aðallega þessu sem
maður skilur ekkert í, eins og þið vitið er það svo margt og
engum er treystandi, hvorki í verki eða orði.
Nú á maður víst að kaupa jólagjafirnar sem fyrst því þær
hækka í hverri ferð, en hvaða ferð,þar sem lítill sem enginn
innflutningur á sér stað og talað er um vöruþurrð allavega
eftir áramót og svo er útsölurnar verða búnar eftir jól þá
verður ekkert til í búðunum. gaman, gaman.
Annars ætla ég eigi að hafa svo miklar áhyggjur af þessum
jólagjöfum, einhverjar verða þær.
Búið er að fá allan jólamatinn sem verður í ár að gömlum
Íslenskum sið rjúpur, hangikjöt jú og svo verður
hamborgarahringurinn að fylgja með.
Það sem er mest um vert er að eiga góðar stundir saman
borða góðan mat, eiga vel til af smákökum og góðu brauði
til að hafa með afgöngunum sem ætíð eru afar miklir.
Jæja er að fara til Akureyrar á morgun, förum snemma í fyrramálið,
verslum og borðum förum síðan og hittum bloggvini á kaffi Karólínu
í Listagilinu, það verður nú fjör í því.
Steinn Steinar orti 1934.
Svo legg ég glaður frá mér bók og blað
og birti ei framar spádóms heimsins lýði.
En samt er ég viss um eitt, og það er það,
að Þjóðstjórnin okkar tapar sínu stríði.
Góða nótt
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér Milla að það er mest um vert að eiga góðar stundir saman og borða góðan mat um jólin. Samveran, spila spil, liggja í leti, spjalla saman. Mín fjölskylda um jólin samanstendur af okkur hjónunum, syni okkar og tengdadóttur, stjúp(fóstur)syni mínum og núna væntanlegu nýasta barnabarni (mitt fyrsta). Við höfum allaf haft það svo sannarlega gott um jólin, bara gleði. Góða ferð á morgun og góða nótt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:34
PS. Steinn Steinar hefur alltaf verið mitt uppáhalds skáld.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:35
Sjáumst á morgun
Anna Guðný , 21.11.2008 kl. 21:57
Góða nótt elsku Milla, bíð spennt eftir indælum gestum
Erna, 21.11.2008 kl. 22:21
Góða skemmtun á morgun Milla mín og góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:41
Góða nótt Milla mín ruglan á Húsavík Góða skemtun hjá ykkur öllum á morgun Knús Óla ruglan í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:18
Góða skemmtun á morgun, og góða nótt.
Verð hjá ykkur í anda.
Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:47
Góðan daginn skjóðurnar mínar og takk fyrir hlýjan hug til mín inn í daginn, mun skila kveðju til allra frá ykkur.
Dóra bara að láta þig vita að ég sef aldrei yfir mig
Ljós og bjartsýni í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2008 kl. 06:03
Góða nótt ruglan mín á Húsavík Ruglan í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:29
góða helgi
Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 01:55
Ussuss .. svo er fólk að fara á fætur þegar ég er að fara að sofa.
Ég er alveg sammála þér Millan mín. Það sem mestu skiptir nú á tímum er samveran með sínum nánustu. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það góðu stundirnar með fjölskyldunni sem ætíð ættu að standa uppúr.
Ég ólst upp við að borða Hangikjöt á jólunum - og ég hef haldið fast í þann sið og myndi ekki geta haldið nein jól án Hangikjöts. Eða það væru allavega undarleg jól í það minnsta!
Jólagjafir kaupi ég eina og eina út allt árið, enda á ég sex systkyn og flest þau eiga fjögur börn - og ég á nokkur systkynabarnabörn - svo það er eins gott að eyða ekki öllum Desembermánuði í að strunsa á milli búða í leit af smá pakka handa öllum þessum hóp.
En, knús á þig Millan mín og hafðu ljúfan Sunnudaginn - sendi þér hlýja strauma og ljós!
Tiger, 23.11.2008 kl. 03:30
Við erum sammála með samveruna, enda er það lífið að gleðjast með sínum.
Auðvitað ætti maður að kaupa jólagjafirnar allt árið, en þar sem ég hef ætíð gefið bækur þá bíður maður eftir þeim nýju, en í ár bregður út af vananum ég ætla að gefa eina fjölskyldubók á heimili, bók sem er yndisleg að lesa og mamman eða pabbinn lesa fyrir hina.
Knús til þín Tiger míó míó
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.