Mikil vonbrigði.

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað séra Gunnar Björnsson,
sóknarprest á Selfossi, af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn
barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum í október
í fyrra og mars sl.

 Það er alveg greinilegt að það er ekki sama Jón og séra Jón.

Ekki get ég dæmt um þessa atburði þar sem ég var eigi með nefið
á milli þar á bæ, en eru sögur sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina
frá konum á öllum aldri á þeim stöðum sem þessi maður hefur þjónað
á allar bara hugarburður þeirra og tær lýi?
nei og aftur nei þær eru það ekki.

Er aldrei hugsað hvað konur upplifa mikla höfnun og lítilsvirðingu við
svona dóm, þær vita alveg hvað hefur gerst, en nei það passar eigi
alveg við og er eigi nógu alvarlegt brot til þess að refsing sé talin
réttmæt, manni verður nú bara illt.
Svei þessu dómskerfi Íslands.

Sendi öllum konum sem lent hafa í svona málum baráttukveðjur.
Látið ekki buga ykkur.



mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Ekki dæma klerkinn eftir sögusögnum einum saman.  Málið sem upp kom á Selfossi er meira en lítið einkennilegt og eins og dómurinn gefur til kynna er prestur saklaus af ákærunum.  Það sem gera ætti næst í málinu er að rannsókn fari fram á því hvernig þetta mál varð til og hver ber ábyrgðina á því að það fór fyrir héraðsdóminn.  Illindi innan kirkjunnar nærast á meiri viðbjóði en nokkur önnur illndi og sé spilling á Íslandi ætti að byrja á að hreinsa út níðrotturnar úr kirkjunni og þá væri fínt að byrja á Selfossi þar sem málið er ferskt.

Hafi Gunnar verið að kássast í kerlingum í öðrum sóknum sínum eiga þær auðvitað að standa fram og kæra líka.  Að sitja á eldhæúskollum og rægja og níða er ekki vel til fundið að bæta samfélagið.

Dunni, 3.12.2008 kl. 07:24

2 identicon

Ég vil benda Dunna á að í fréttinni kemur ekki fram að vitnisbuður stúlknanna sé talin rangur heldur er framkoma hans ekki talin kynferðisafbrot að mati dómara. Sá er sakar stúlkurnar um lýgi er einnig sekur um að bera róg, þær hafa ekki heilt kirkjuveldi að baki sér sem stunðning!!!!

Linda (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dunni nú tel ég þig hafa gengið of langt, þú hefur ekki kynnt þér þessi mál yfirhöfuð og viðhefur miður skemmtileg orð um kvennþjóðina,
Hvað á nú þetta að þýða?
Mundir þú vilja láta koma svona fram við þína konu eða dóttur ef þú átt hana.
Hugsaðu nú aðeins Dunni heldur þú að kirkjan okkar fái til liðs við sig ungar stúlkur til að ljúga upp á einhvern prest, HALLÓ! Til hvess.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Linda mín
Ljós til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er hlutlaus þar sem þetta er í minni heimabyggð, vel að ræða þetta ekki á þessum vettvangi.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég held að hann sé sekur.

Kær kveðja Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:24

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað tókust kökurnar elskan hlakka til að fá þig í frí þá verður eitthvað bakað á þessum bæ.
Knúsíknúsa mín.
Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín maður er ekki hlutlaus þó svo að það gerist í manns heimabyggð, hvað ef þetta hefði verið dóttir eða barnabarn þitt?
En ég virði það fullkomlega ef þú vilt ekki ræða þetta á þessum grunni enda er ég ekki að fara fram á það við neinn að ræða mál sem það vill ekki ræða.
Ég kem oft inn á síður sem ég vill ekki kommenta um málefnið sem er til umræðu, og þá bara sleppi ég því bara.

Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:32

9 Smámynd: Hilmar Einarsson

"hvað ef þetta hefði verið dóttir eða barnabarn þitt?"

Ég var staddur á hinni bráðskemmtilegu "fiskiátíð" á Dalvík núna síðsumars.  Á föstudagskvödinu var þar hvatt til allsherjar kinferðisáreitisorgíu, þ.e.a.s. að "Knúsa" sem flesta.  

Það er búið að úrskurða með fjölskipuðum héraðsdómi að faðmlag hins ákærða í málinsu verði ekki talið kynferðislegt áreiti.  

Það er hins vegar umhugsunarefni að í þessu máli var um að ræða rígfullorðinn sóknarprest og stúlkur á viðkvæmasta aldurskeiði sem kallar á hættu á mistúlkun í öllum slíkum samskiptum.  

Dómurinn telur í þessu máli framburð málsaðilanna allra trúverðugann.  

Ég vil að lokum draga fram eina setningu úr framburði annarar stúlkunnar sem ég set stórt spurninga merki við, ég sé allavega ekki þenna mann fyrir mér nota akkúrat slíkr orðalag? „Ég er rosalega skotinn í þér, þú er rosalega sæt stelpa“ og að hún væri „geðveikt falleg“

Það eina sem dómstóll hefur í slíkum málum  er að vaga og meta framburð málsaðila.  Í þessu maí er hann greinilega nokkuð trúverðugur og samstíga. 

Eins og almannarómur hefur ætíð talað um séra Gunnar verður að telja fremur langsótt að hann hafi ætlað nokkrum illt með "knúsi" sínu.  En það er orðið vandlifað í þessum heimi þegar að samskiptum við menn og málefni kemur.  Gætið þess bara öll að meiða engan hvorki með framgöngu eða orðum.  

Hilmar Einarsson, 3.12.2008 kl. 13:41

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Á Dalvík þar sem fólk var að sýna hlýju voru flestir sem spurðu hvort þeir mættu knúsa mann, fyrirgefðu ert þú að líkja þessu saman?

Kæri Hilmar það er engin að meiða neinn þeir meiða sig sjálfir sem í svona löguðu lenda, gæti tekið mörg dæmi úr hinu daglega lífi.

Prestar knúsa ekki fólk.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 14:14

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín katla mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 14:15

12 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þetta er sorgleg frétt Milla mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:16

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlit Auður mín og ég hef það bara ágæt, þrauka og læt ekki eftir mér neitt væa.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 19:20

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín já þetta er sorglegt og
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 19:21

15 identicon

Nei Milla mín það hefur aldrei verið sama Jón og séra Jón og allra síst í dómskerfinu okkar, eða þeirra. Skil ekki hvað prestur er að strjúka fermingabörnum á bakinu og bara yfirleitt að snerta þau. Presturinn sem fermdi mig tók í höndina á mér og sagði komdu sæl og vertu sæl það var eina snertingin við hann og þannig á það líka að vera. Þetta hefur ekkert með knús á Dalvík að gera það er ótrúlegt að líkja þessu saman. Ég hef reyndar sagt mig úr þjóðkirkjunni og er mikið ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun.

Ljós og kærleikur til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:26

16 Smámynd: Dunni

Kæra Milla.

Ég held að ég hafi ekkert gengið of langt þegar ég bendi á að dómurinn hafi hreinsað prestinn af kynferðislegri áreitni.

Ástæða þess að mér finnst að ætti að rannsaka þetta mál miklu betur er að það er sprottið upp úr illindum í söfnuðinum og meðal starfsfólks hans. Það er líka sorglegt að vitnisburður þriggja stúlkna, gegn prestinum,  var felldur niður.  Af hverju??

Þetta er einstaklega ljótt mál þar sem allir aðilar koma særðir frá atinu. Og verst er það fyrir stúlkurnar sem ekki voru teknar trúanlegar.  Það er grátlegt.  

Dunni, 4.12.2008 kl. 07:13

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Jónína mín, mun tala við þig síðar.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 09:04

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir


Hafi Gunnar verið að kássast í kerlingum í öðrum sóknum sínum eiga þær auðvitað að standa fram og kæra líka.  Að sitja á eldhúskollum og rægja og níða er ekki vel til fundið að bæta samfélagið.

Þetta ritar þú meðal annars Dunni minn, það sem ég meina er sko,
kássast í kerlingum þá eigi þær að kæra að sjálfsögðu áttu þær að gera það, en gerðu ekki og svo endilega ekki kalla konur kerlingar á
eldhúskollum rægja og níða, ert þú alin upp við slíkt?
Ekki ég. Berðu nú virðingu fyrir okkur konum Dunni minn því við erum jú einu sinni það sem þið getið eigi verið án

lestu það sem Auður ritar hér að ofan.
Kveðja
Milla






Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.