Hugleiðing á föstudegi.

Það gerist margt og mikið bæði hérlendis og erlendis.

Hugsið ykkur, gott að vita að það sé bara gott að láta sig hverfa
í Dubai, ekki er staðurinn allavega neitt slor.
Hann Stein Bagger lét sig hverfa með nokkur hundruð miljónir sem
hann var búin að svíkja út úr viðskiptavinum danska upplýsinga-
fyrirtækinu IT-Factory. hann finnst nú örugglega aldrei það er svo
auðvelt að láta sig hverfa ef maður á peninga.

Já loforð eða hótun hvað er eiginlega DO að meina heldur hann
að alþjóð titri eða pirrist eitthvað þótt hann sé með svona
yfirlýsingar? Nei þetta kætir mig bara til hláturs, hann gæti til dæmis
bara verið að undirbúa skrif á grínbók.

Barnapía bjó til klámmyndband með 2ja ára stúlkubarni sem hann
tók að sér að passa, bara til þess eins að gera myndbandið.
Löngum hef ég nú vitað að heimurinn væri sýktur, en ég meina það.

Maður var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að kynferðisbrot gegn 5 ára
stúlku sem svaf við hliðina á ömmu sinni, þær vöknuðu og ráku
manninn út, áður hafði hann komist inn í hús og borið litla stúlku út
frá heimili sínu um miðjan vetur, einnig fengið dóm fyrir kynferðisbrot
gegn konu, líkamsárás og ítrekuð húsbrot.
Þetta er ljótt að lesa og vitið þið af hverju, jú að því að þjóðfélagið
hefur brugðist þessum manni, hann er búin að taka þunglyndislyf í
9 ár og drukkið ofan í þau.
Maður sem hefur brotið þetta af sér og er í svona vandræðum á hann
ekki heima á viðeigandi stofnun og undir eftirliti bara honum og öðrum
til öryggis. Jú það á hann, en því miður þá er svoleiðis ekki til hér á landi
nema í afar litlu mæli.

Og þeim er bara alveg sama þessum ráðamönnum þessa lands eins
og til að mynda er geðsjúklingar koma á geðdeildina þá er þeim
bara sagt að koma daginn eftir og ætla ég eigi að fara út í þá sálma
því þá verð ég svo reið og sár.

Við sem erum á gólfinu ætlum að njóta aðventunnar með okkar fólki
eins og kærleikurinn býður okkur.
Og ég er alveg viss um að þeir sem eru uppi á lofti muni njóta hennar líka
því þeir kunna bara að njóta hennar á einn hátt, sem uppskafningar.

Kæru vinir eigið góðan dag í dag.
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús inn í góðan dag Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GÓÐAN DAG MILLA MÍN

Hólmdís Hjartardóttir, 5.12.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir góðar kveðjur Milla mín og eigðu góðan dag í dag.

Anna Guðný , 5.12.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru daprar fréttir, því er ég sammála, en njóttu dagsins elsku Milla mín.  Kær kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það er eins og sumum sé ekki ætluð hjálp.Sorglegt en satt.

Ljós til þín mín Elskuleg...

Sigríður B Svavarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:40

6 identicon

Já það er margt í henni veröld sem er ekki fallegt.

Ljós og gleði inn í daginn þinn elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Ásgerður

Knús á þig frænka

Ásgerður , 5.12.2008 kl. 12:40

8 identicon

Pæli í því daglega núna hvað við erum skammt á veg komin mannkynið...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:43

9 identicon

Já maður grætur oft veröldina eins og hún er og oft finnst mér betra að lesa ekki um svona lagað til að sálartetrinu mínu líði betur.  Góða helgi.

Hindin (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar mapur verður að lesa og hugsa um svona fréttir, fjandans pólitókin getur átt sig en það er komin tími til að hugsa um hvort annað.
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband