Fyrir svefninn.

Það hringdi í mig lítill ljósálfur í dag og bauð ömmu á tónleika
upp í skóla, hún er að læra á þverflautu og er mjög efnileg.
Svo er afar gaman að fylgjast með hvað þeim fer fram ár frá ári.
Á þessum tónleikum voru bara spiluð jólalög.
Var að koma heim, það er frekar slæmt veður núna og færðin
farin að þyngjast hér á hólnum, en Gísli ók mér niður í skóla
svo fékk ég far með þeim heim.

Litla ljósið sem var með okkur vildi nú endilega syngja með,
og voru það nú fleiri en hún, en sem betur fer þá slapp það til
þau sem voru að spila yrðu fyrir truflun.

Núna er ég að bíða eftir því að rúgbrauðið klárist í ofninum
það er klukkan  tíu og þá skríður maður bara upp í rúm og
lætur fara vel um sig.

Læt hér fylgja ljóð eftir Bjarna M. Gíslason
sem hann nefnir Hringekjan. Það er ort 1971.

         Hópar á hlaupum
         og allir elta alla
         án sjálfstjáningar
         og áhuga fyrir öðru
         en hlutdeild í gróða.
         Þeir eru á hlaupum,
         menn tuttugustu aldarinnar.
         Sigur þeirra er hraði
         hringekjunnar.

        Allir eru á spani
        og þykjast jafnan vita,
        hvert ferðinni er heitið.
        Örari hjartsláttur,
        meira bensín.
        Það verður að dúkleggja
        fyrirheitna landið.

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Milla. Takk fyrir ljóðið.  Á svo sannarlega við um hringekjuleikrit fjármálanna á Íslandi í dag.  Sem segir manni kannski að tímarnir breytist en mennirnir EKKI með.  Þegar hlutdeild í gróða er annars vegar.  Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt það passar vel í dag þótt ort hafi verið fyrir 37 árum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott ljóð. Hann hefur verið framsýnn þessi.

Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kærleikur og ljós til þín Elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:41

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum desemberkvöldi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elskan, já og góðan daginn. Fékk smá sting þegar þú skrifar "upp í skóla" langaði að hverfa langt aftur í tímann, barnaskólinn var svotil nýr þegar ég byrjaði mína skólagöngu árið 1962, þvílíkt flottur skóli og góð aðstaða sem við börnin bjuggum við þar. Margar góðar minningar flæða um huga minn. Eigðu ljúfan dag, hér er algjör stilla og snjór yfir öllu, yndislegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 06:31

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góðan dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 07:33

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir, í dag er betra veður en í gær, en á samt að versna með deginum.

Ásdís mín þó ég hafi nú aldrei setið þennan skóla finnst mér ósköp gott að sita á sal og hlusta og horfa á það sem fram fer þar og það er nú ekkert smá skal ég segja þér það eru tónleikar á hverju kvöldi núna og
svo eru þau að spila út um allan bæ fyrir okkur sem förum í bæinn.
Ég veit að þú saknar þessa tíma vinkona mín og reyndu bara að upplifa hann það er svo gott fyrir sálina.

Já hann var framsýnn hann Bjarni, þessa ljóðabók gaf hann pabba mínum og fékk ég hana í minn hlut er hann fór handan við glæruna.

Ljós í daginn ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.