Mikilvægi leikskóla á umbrotatímum.

Las grein með þessu nafni í fréttablaðinu í gær, og þar
talaði Sverrir Sverrisson leikskólakennari um mikilvægi
þess að styðja vel við bakið á leikskólum landsins á
þessum erfiðu tímum sem eru og munu verða í einhvern
tíma.

Ég er svo hjartanlega sammála honum í þessu því það er
víst alveg nóg að foreldrar missi vinnunna annað eða bæði
þó börnin þurfi ekki að vera heima vegna peningaleysis.

Á heimilum sem svona ástand skapast verður oft/ætíð
togstreita um mikilvæg vandamál sem þarf að leysa og eru
oft á tíðum hjón eigi sammála um hvað þurfi að hafa forgang
eða þau bara hreinlega vita ekki hvernig á að leysa þetta allt.
Og ég þarf nú eiginlega ekki að tala um það að fólk á að leita
sér hjálpar hjá sínum þjónustufulltrúum.

En stóra málið er að fólk vilji takast á við að hafa minna til að spila
úr eða vill það láta allt rúlla.
Sumir reyna að þrauka, aðrir geta það bara alls ekki, en aðalatriðið
er að muna af hverju þau byrjuðu að vera saman muna eftir
kærleikanum og vinna út frá því.

Þá komum við að því sem hann Sverrir telur svo nauðsynlegt það eru
leikskólarnir. Að foreldrarnir finni að þau eiga skjól fyrir börnin sín þar.

Ég segi að leikskólinn og sú regla sem þau fá þar sé bara hornsteinn
barna á svona umbrotatímum. Þessar elskur þurfa regluna, agann
og kærleikann, en þá þarf líka að hlú vel að leikskólum landsins
og þá meina ég sérstaklega þeim sem þar vinna.

Má til að tala um það aftur að ég sú gamla sem engin á börnin heima
lengur, en hef samt óþrjótandi áhuga á öllu sem snertir velferð barna
fór á erindi  hjá Láru Ómars hér á dögunum, var það haldið í
Þekkingarsetri Norðurþings á Húsavík.
Þetta erindi ættu allir að fara og hlusta á og alveg hiklaust fólk
sem á í vandræðum. Lára er einnig með sín Kreppuráð á síðunni sinni á
facebokk og hún hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi.
Lára er bara frábær og talar Íslensku svo skilst.


En kæru vinir umfram allt látið ekki þau börn sem eigi skilja hvað
um er að vera vita af einhverjum vandræðum hin er hægt að tala
við og nauðsynlegt að gera það. það er einnig nauðsynlegt að gera
börnunum grein fyrir, að þó það séu litlir peningar til eins og er,
Þá eru þau ekkert minni fyrir það. Allir eru jafnir.
Er nefnilega hrædd um gjánna sem hefur þegar myndast að hún stækki
til muna þarna er ég að tala um heimsku fólks em telur að það sé fínna að
vera ofar en neðar, eins og það telur það vera.



Svo skora ég á bæjarfélög að koma til móts við þær fjölskyldur sem eigi
geta borgað leikskóla fyrir börnin sín, svo þau geti verið með bara rétt
eins og hin börnin
.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú þekkir þetta skjóðan mín, kynnist mörgu í þínu starfi og þú gerir það vegna þess að þú ert svo góð við þau.
Mamma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hvað fengum við Milla mín, það var öryggið í móður faðmi. Þá voru ekki barnaheimili... Það þurfa allir öryggi, virðingu og hlýju.

Eigðu daginn góðan Elskuleg

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er í leikskólanefnd hér í bæ og þar er engin pólitík í gangi aðeins einskær umhyggja um börn. Annars hef ég alltaf ofurtrú á heimilinu, yngsti minn var aldrei á leikskóla. Hann var öðruvísi en hin börnin þegar hann byrjaði í skóla en hann var ekki verri svo mikið var víst. En ég mæli með samvistum við önnur börn og mikilli örvun það er nauðsýn.  Krúttkveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín það er rétt við fengum öryggið í móðurfaðmi og ég var svo lánsöm að geta verið heima með mín börn, en það er bara ekki svoleiðis í dag.
Ljós til þín
milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það eru þeir sem vinna á leikskólum sem þurfa að vera með umhyggjuna
í lagi. Það er málið Ásdís mín foreldrar þurfa að hafa tíma til að sinna
börnunum og kenna þeim á menningalegan hátt að takast á við lífið.
Knús til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er nú allt satt og rétt hjá ykkur.Það er nauðsyn að raska ró barna sem minnst.

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Solla mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 17:50

8 identicon

Vel mælt og góð áminning Milla. Ég finn það á mínum krökkum að þetta fer ekki framhjá þeim.  Pabbi, hvað er gjaldþrot?  Spurning sem ég hef reynt að svara og ekki endilega auðvelt svo þau fái ekki ranghugmyndir.  Konan mín vinnur á leikskóla og ég veit að þar er starfsfólk meðvitað.  Hafðir þú tíma að grufla upp hvaða stóru hús voru byggð á svipuðum tíma og Húsavíkurkirkja?  Bara forvitinn. Takk.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:26

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Einar já ég þykist alveg vita að fólk sem vinnur við þetta sé vel meðvitað, en það þarf einnig að hlú að þeim sem vinna þessi störf, eigi eru launin til að hrópa húrra fyrir.
Tengdadóttir mín er líka leikskólakennari og ekki eru launin mikil.
Kveðja Milla.

Ps mun svara þér bara á eftir með húsin sem voru bygð á sama tíma og kirkjan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 19:49

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Leikskólar eru nauðsynlegar stofnanir. Eldri strákurinn minn fór aldrei á leikskóla því hann var alltaf í pössun hjá mömmu minni og ekki hafði hann slæmt af því. En árin hans Úlfars á Steinahlíð voru ómetanleg, enda lítill skóli með gríðarmiklu landflæmi í kring. Þar var ræktað grænmeti og kartöflur fyrir skólann og svo var uppskeruhátíð á hverju ári. Frábær skóli. Og ekki má gleyma fóstrunum sem voru hver annarri  yndislegri.

Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:38

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvoru tveggja er bara gott og ég tel ekki verra að börnin séu heima hjá mömmu eða í pössun hjá ömmu, Barnabörnin mín tvíburarnir voru eiginlega ætíð hjá mér og eins höfum við passað litla ljósið mitt
Ljósálfurinn var meira hjá Ódu ömmu og ekki tel ég að þær hafi haft miður af því síður en svo.
Knús kveðjur helga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband