Fyrir svefninn.

Húsavík

Jæja hér kemur falleg mynd af Húsavík þar sem sést yfir hluta
hafnarinnar og upp á bakka.

 Húsavíkurkirkja var vígð 2. júní 1907.
Önnur hús sem bygð voru á sama tíma voru Jaðar, Hvarf,
( brann 1909)
Bjarg sem er horfið, barnaskólinn sem var vígður 1908
íbúðarhús Bjarna Benediktssonar og einnig verslunarhús hans.
vertshuset (gamli Baukur í dag) tel að það hafi verið bygt um 1900
er ekki viss. finn ekki meira um þetta núna en á örugglega eftir að
grubla í þessu bara eftir áramót.

Var að vinna í dag sem er nú ekki í frásögu færandi því allir eru að
vinna nema ég vinn bara einn dag part í viku, en það er bara fínt að
hafa smá til að gefa af sér nú er jólaföndrið að verða búið og þá fer
maður bara í frí og ég held að ég fari ekkert meir í þetta þó að mér
finnist voða gaman eins og ég hef sagt áður.

                    Heimsók úr öræfum.

          Þú komst úr Íslenskum hversdagsleik,
          og hvernig sem á því stendur,
          þú kveiktir ljós á þeim lampakveik,
          sem löngu var orðin brenndur.

          Og nú sit ég hljóður og hugsa um það,
          sem hendir á sumarkvöldum,
          að útþráin leiðir oss heim í hlað
          eftir hlakkandi dans á öldum.

          Svo mundu, þótt bak við hinn blikandi sæ
          öll blóm virðist ljúflega anga,
          að hamingjan býr í þeim hugljúfa blæ,
          sem heima strauk þér um vanga.

                                      Bjarni M. Gíslason.

Góða nótt
HeartSleepingHeart       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt, elsku Milla!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:00

2 identicon

Flott mynd Milla mín  Eigðu góða viku!

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín. Þú hlýtur að sofa vel í þessu fallega umvhverfi.

Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 21:28

4 identicon

Húsavíkurkirkja er ein af fallegustu kirkjum landsins,hann afi minn heitinn á mörg hamarslögin í henni.Hann var bóndi og þúsundþjalasmiður í Aðaldal. Mig langar að spyrja þig, úr hvaða bók er þetta ljóð eftir Bjarna M Gíslason.?

Númi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:33

5 identicon

Æðislegt Milla og takk kærlega fyrir upplýsingarnar um húsin.  Myndin af Húsavíkinni er algjörlega frábær.  Bjó sjálfur fyrstu árin í svo kölluðu Formannshúsi sem var og er gamalt en varla svona gamalt.  Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Vá ... falleg mynd.  Góða ferð í draumalandið fagra Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hurðarhúnninn á kirkjunni er eins og  það er alveg satt ladyVally.

Góða nótt.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 22:43

9 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Góða nótt og dreymi þig vel kv Brynja og Emma sem sefur.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:46

10 identicon

Glæsileg mynd af þessum fallega stað, ekki smá flott þarna hefur sko verið beðið eftir rétta augnablikinu.

Góða nótt elskuleg og dreymi þig fallega drauma.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:54

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg mynd frá fallegasta bæ á Íslandi, afi minni og amma byggðu Bjarg sem stendur enn ská á móti Hlyn eða hvað sem það hús heitir í dag, er allavega við Garðarsbraut, næsta sunnan við ? Bjarmaland minnir mig .

Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 00:08

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós í daginn þinn nafna mín
Milla

Sömuleiðis Unnur María mín
Milla

Sigga mín svaf nú eigi svo vel, er að fyllast af kvefi
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 06:31

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín sef afar vel alla jafna.
Ljós í daginn þinn
Milla


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 06:33

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Númi ljóðið er úr ljóðabók hans Bjarna Af fjarri strönd / 1971.
Frá hvaða bæ í Aðaldal var hann afi þinn, bara gaman að vita það.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 06:36

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar ég gleymdi í gær að nefna Aðalsteinshús, síðar Pálshús, 1903.
en dóttir mín á hæð og ris í því húsi núna, það stendur við Héðinsbraut i beint á móti N1 sem nefnist hér í bæ Naustagil, einnig Hlöðufell sé ekki hvenær það var byggt. En hvar stendur Formannshúsið finn ekki í fljótu bragði neitt um það.
Kveðjur til þín inn í góðan dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 06:55

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það gat nú verið Lady Vallý, kirkjuhúnninn eins og hvað?
Ekki vantar nú hugsunarháttinn frekar en vant er ruglan mín á
Suðurnesjum
Ljós til þín
Ruglan á Húsavík

Ljós í daginn þinn Sigrún mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 06:58

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós í daginn þinn Sigga mín
kemur þú ekkert fyrir jól?
Milla

Dóra mín ljós og gleði í daginn þinn
Mamma

Hólmdís verð víst bara að fara að skoða þennan hurðahún, oft hef ég í kirkjuna komið, en aldrei tekið eftir þessu.
Er ég þá treg?
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 07:02

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín og Emmu snúllan mín
Milla

Ljós í daginn þinn Jónína mín og já þessi mynd er yndisleg,
Milla

Ásdís mín Bjarg er skáhallt á móti Hlyn veit ekkert hvað það heitir í dag, bara Garðarsbraut eitthvað, en ég kalla það bara Hlyn.
Þú verður nú bara að koma næsta sumar og sjá dýrðina þína.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 07:08

19 identicon

Sælar,þú spyrð hvaðan afi minn sé.Það mun vera Skriðusel.

Númi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:45

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Númi gaman að þessu dóttir mín er nefnilega ættuð að hluta frá Grímshúsum, svo þess vegna var ég að spyrja.
Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.