Fyrir svefninn.
11.12.2008 | 21:03
Mamma mín fæddist 31 desember 1923 og verður því
áttatíu og fimm ára í ár, en hún er orðin svo lasburða að
ekki verður haldið upp á afmælið hennar nema með kaffi
í Skógarbæ þar sem hún dvelur.
En er ég var stelpuskott man ég vel eftir veislunum sem
haldnar voru á þessum degi.
heima á laugarteignum var það þannig að langur og breiður
gangur var inn af stigaganginum á honum voru tröppur sem
hægt var að draga niður af háaloftin, yfirleitt voru þær niðri á
gamlárskvöld því ýmislegt var geymt þarna uppi sem þurfa
þurfti að grípa til.
Ætíð var matur og fljótandi vín með klukkan 6 á þessu kvöldi og
voru konurnar í síðkjólum og herrarnir í kjól og hvítt.
Það sem mér fanst mest spennandi var að liggja í tröppunum
og þá sá ég inn eftir ganginum og inn í stofu, síðan var dansað
frammi á stóra ganginum.
nú yfirleitt var það nú þannig að ég var löngu sofnuð áður en
fólkið fór heim.
Nokkrum árum seinna fór mér nú að finnast þetta svolítið
bagalegt því það tíðkaðist nú ekki að huga mikið að okkur á þessu
kvöldi, við máttum að sjálfsögðu vera með og tala við fólkið eins og
við vildum, en það var bara ekkert gaman lengur.
Ég er ekki að setja út á foreldra mína þó það hafi ekki verið gaman
þetta var bara svona, öllum fannst voða gaman.
kannski var ég bara öðruvísi.
Það sem mér þótti skemmtilegt var er fólk tók að syngja og dansinn
dunaði oft eftir laginu,
Það var kátt hérna eitt laugardagskvöldið á Gili
og það dunaði öll sveitin af dansi og spili
það var hopp það var hæ, það var hí.
Svona var þetta er ég var að alast upp.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt Elskuleg..Ljúfa drauma..
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:42
Alltaf yndislegt að lesa færslurnar þínar Milla. Ég svaraði aldrei seinni spurningunni þinni. Móðurættin mín er langt aftur í aldir úr Aðaldalnum. Mamma (Áslaug Valdemarsdóttir) fæddist og ólst upp í húsinu Uppsalir við Garðarsbraut sem afi minn byggði (úps, vona ég fari örugglega rétt með staðreyndir). Já, það væri gaman að koma norður. Við familian erum alltaf á leiðinni. Gerum það pottþétt á næsta ári. Góða nótt á móti.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:47
Veistu það Milla að ég hef aldrei getað hugsað mér að heilsa nýju ári nema edrú. Þú ert nú aðeins að byrja að vita hversu extra skrítin ég er.
Knús og góða nótt, já ég veit ég er kvöld og næturgaufari veit ekki einu sinni hvað klukkan er, en finnst hún bara vera átta en veit að hún er miklu meira.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:52
Þannig að það hefur alltaf verið líf og fjör á þínu heimili, á þessu kvöldi. - Var þá dansað við lögin í útvarpinu ?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.12.2008 kl. 00:33
Ljós til þín Sigga mín
Milla
Já Einar þið verðið að gera það Uppsalir standa enn og ef ég fer með rétt mál þá er búið að lyfta þakinu og setja glugga á það.
er við fluttum hingað þá vorum við örugglega að skoða þetta hús, en það var svo brattur stigi að það gekk ekki upp mín vegna.
Kveðjur til þín og þinna
Milla.
Ljós í daginn þinn elskan mín
Mamma
Jú Jónína mín ég fer nú nokkuð nærri um það hversu skrítin þú ert,
en ég er þá jafn skrítin. Ég hef aldrei þolað vín á jólum og áramótum
það hefur komið fyrir að við erum saman um áramót öll fjölskyldan og þá hafa karlmennirnir verið með léttvín og kaffi og koníak, en ég á afar erfitt með að þola það, en get nú lítið sagt er ekki heima hjá mér
er.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Já Lilja það var dansað eftir útvarpinu og svo var til svona grammófón og einnig söng fólk mikið.
Ljós í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.