Hugleiðingar dagsins.
12.12.2008 | 07:31
Svona dómar hneyksla mig stórum.
Einn fékk 18 mánaða dóm fyrir að misnota fatlaða stúlku
kynferðislega, en hann var bílstjóri hjá ferðaþjónustu
fatlaðra. Viðurstyggilegt.
Annar fékk 2 ára dóm fyrir að misnota aðstöðu sína er heim kom
um nótt, ölvaður, og í staðin fyrir að greiða barnapíunni strax svo
hún gæti farið heim þá lét hann hana setjast í sófa og afklæddi hana
stúlkan fraus síðan reyndi hann að hafa við hana kynmök.
Hann braut að sjálfsögðu á sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi
stúlkunnar og friðhelgi líkama hennar.
Svo var tekið tillit til að hann hefði jafnvel ekki vitað að hún var
ekki orðin 15 ára er hann braut gegn henni. og hann fær bara tveggja
ára dóm og greiðir stúlkunni 750 þúsund krónur í miskabætur,
fæ nú upp í kok er ég heyri um þessar miskabætur eins og
peningar geti læknað þann skaða sem orðin er.
Nú ökukennari var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn drengjum um
daginn.
Það er að sjálfsögðu gott að þessir menn náist og fái dóm, en við
þurfum bara endilega að vita hverjir þetta eru.
því svo sleppa þeir út þessir aumingjar og halda sinni fyrri iðju áfram
þessir menn hætta aldrei.
*********************************
Skondið er að það á ekki að hækka áfengið strax, NEI það á
að leifa mönnum að hamstra vel fyrir jólin, enda heppilegur
tími til þess, hamstursvínið verður svo allt uppurið fyrir jól og
þá þarf að kaupa meira, auðvitað, það er gert til þess að ríkið
fái meir í kassann.
Það verður þá nóg að gera í kvennaathvarfinu og hjá löggu
strákunum okkar.
***********************************
Fréttin um nýsköpunarsetur í Topphúsinu í Elliðaárdal eru flottar
það mun sóma sér vel þar, í þessu gamla og fallega umhverfi.
Eitt er það sem ég mundi óska, og það er að dalurinn með öllu
sem í honum er fengi að halda sér. þetta eru fornminjar að mínu
mati lék mér þarna iðulega er ég var barn og unglingur.
*************************************
Toppfréttin er að engin slasaðist í óveðrinu í gærkveldi og ætla ég
svo sannarlega að vona að veðrið haldi sér til friðs á þessum
umbrotatímum, það er alveg nóg að öðru sem íþyngir fólki þó
veðrið og slysin fari nú ekki að láta á sér kræla.
Farið varlega
Milla
Athugasemdir
Góður morgunpistill hjá þér Millan mín, nú roðar sólin skýin og hér er einstaklega fallegt eftir nóttina, veðrið varð aldrei mjög slæmt hjá mér, enda sléttubúi. Kærleikskveðja til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:06
Það hefur aldrei verið tekið á kynferðismálum eins og á að gera á þessu blessaða landi því miður.
En við vitum líka að þar sem kærleikurinn er
lætur guð rósina spretta
Góðan dag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 11:51
Enn og aftur kemur í ljós að dómar yfir kynferðisglæpamönnum á Íslandi eru í engu samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er ekki prenthæft það sem mer finnst um bílstjórann hjá ferðaþjónustu fatlaðra. En mér finnst lágmark að svona menn séu vanðir. Þeir eru hættulegir umhverfi sínu sem svona hegða sér.
Dunni, 12.12.2008 kl. 12:37
Ljós til þín Ásdís mín
Milla
Gott og yndislegt Auður mín já ætla svo sannarlega að vona að fólk fari að sjá að það er eigi nauðsynlegt að drekka þegar allir eru samankomnir á jólum.
Ljós og gleði til þín
Milla.
Anna Ragna mín það er rétt, það er gert lítið úr þessum málum og sumir fá aldrei dóm.
sem betur fer höfum við trúna.
ljós og gleði til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 12:41
Bara að láta þig vita að mér þykir væntum um þig elsku Milla mín og alls ekki búinn að gleyma þér, bara svolítið upptekinn
Erna, 12.12.2008 kl. 12:49
Ég botna ekkert í þessum dómum bara svona yfirleitt og að maður skuli vera sýknaður í undirrétti en síðan dæmdur í hæstarétti þegar málinu var áfríað þangað. Hvernig er þetta hægt?
Hafðu það gott í dag sem alla daga.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:50
Ég lenti í umræðu um daginn þar sem við fórum að ræða hvað ætti að gera við þessa menn og konur sem væru að framkvæma svona hluti og þar var ein ennþá harðari en þú Dóra "bara í rafmagnsstólinn með þá" ódýrast og best. Ég er nú ekki sammála því en það þarf að gera eitthvað í þessum málum svo mikið er víst það er algjört ófremdarástand í þessum málum hér á landi og sennilega allstaðar.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:03
Held ég sé bara sammála þér Dunni minn, þú skalt bara ekkert prenta það sem þú hugsar um þessa menn því ég veit alveg hvaða orð það eru.
Kveðja til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 15:27
Erna mín kæra dettur ekki í hug að þú gleymir mér við erum búnar að þekkjast of lengi til þess að það gerist.
Við erum öll að hugsa um að koma á Eyrina fyrir jól, vonandi sjáumst við aðeins þá.
Ljós í lífið þitt stelpan mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 15:30
Ég skil það ekki heldur, maður er víst svo skrítin.
Það er á tæru að það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum.
Ég fer aldrei ofan af því að ef almenningur vissi hverjir þessir menn væru þá mundi þessum glæpum fækka, því þeim verður ekki vært.
Jónína mín er eiginlega bara sammála Dunna og Dóru eða vinkonu þinni
svona næstum. Hvernig á annars að stoppa þessa menn.
Ljós í daginn ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 15:36
Jakk jakk ÓGEÐSLEGT.
Knús á þig Milla mín inní góða helgi
Helga skjol, 12.12.2008 kl. 16:28
Viðuðurstygg
Góða helgi Milla mín
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:27
Góða helgi til þín sömuleiðis Helga mín
Ljós og gleði
Milla
Knús í krús til þín Magga mín
milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.