Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Já, en fyrir hvað?
15.12.2008 | 07:26
Fæðisgjald jú væri í lagi ef maður notaði sér matinn á
sjúkrahúsinu.
Þeir sem til dæmis þurfa innlögn vegna aðgerða sem
má fara svo heim seinnipart, fá er þeir mega borða
morgunmat, hádegismat, kaffi, eftir því á hvaða tíma
fólk má fá að borða. Yfirleitt er þetta bara ein máltíð.
Síðast er ég þurfti að liggja inni vegna aðgerðar endaði
ég með að liggja í að mig minnir 5 daga. enga máltíð gat
ég borðað og skal ég ekkert tala um ástæðuna fyrir því.
Morgunmatinn borðaði ég, en annan mat var komið með
til mín utan úr bæ, en það eru nú ekki allir sem geta það
og neyðast því til að eta það sem á borðum er.
Ég tek fram svo um engan misskilning sé að ræða,
Starfsfólið er með eindæmum yndislegt hvar sem maður kemur.
Ég bý út á landi og þarf að nýta mér þjónustu á Húsavík
og Akureyri og eru þau sjúkrahús bara yndisleg í alla staði.
En fæðisgjald NEI!!!
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 832539
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Ef það verður rukkað fyrir spítalafæði, þá mundi ég afþakka spítalamatur og fá maturinn annar staðar frá.
Kveðju
Heidi Strand, 15.12.2008 kl. 07:55
Sammála Heidi mín því ég borða hann ekki hvort sem er, nema úti á landi þar er þetta miklu heimilislegra.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 07:57
hef ekkert álit á heilbrigðis ráðherra síðan hann var í stjórn orkuveitunnar þar stóð hann og veitti verðlaun fyrir samkeppni í frágangi á leiðslunni sem liggur í gegnum veginnn í skíðaskálabrekku hann sagði um það sem fékk fyrstu verðlaun sem var bara að skreyta lögnina með gömlu kvæði að það værir algjör snild og marg tafsaði á því eins og þetta hefði bjargað öllum heiminum eins , hvernig haldið þið að reykjavík liti út ef tilaga þessi hefði fengið fyrstu verlaun í reykjavík fyrir 70 árum um hvernig ætti að ganga frá hitaveitulögnum bara skreita ,ég var gáttaður á þessari tilögu og veita fyrstu verlaun fyrir ,kanski ekki svo skrítið maðurinn sem fékk verlaunin var arkitekt.
bpm (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 08:01
já það er langt seilst
Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 08:12
Hvað segir þú bpm verðleun fyrir leiðslu, fór hún kannski í jörð?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 08:18
Auður mín ég hefði nú soltið heilum hungri ef ég hefði haft gott fólk sem færði mér góðan mat.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 08:19
Já Hólmdís of langt.
Kveðja Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 08:21
Þekki þig af því Lady Vallý þú mundir ekki borga fyrir matinn.
Kveðju knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 08:22
Ja hérn þvílíkar hugdettur??? Borga fyrir sjúkrahúsmat, sem að mjög margir hafna, nema kanski morgunmatnum ;) Nú sumir verða að vera fastandi á þá á rukka þá um vökva í æð svo að þeir drepist ekki úr hungri ?? Ég lá fyrir all nokkrum árum á Landsp í ca 3 vikur og langaði fólki til að færa mér eitthvað, það sem ég bað um var MAT he he he sko þegar ég máttti fara að borða, meira að segja man ég eftir að starfsfólkið á deildinni pantaði sér eitt sinn pizzu út í bæ og spurðu mig hvort að ég vildi ekki líka :) þær vissu að ég gat ekki borðað þarna. Ein yndisleg kona bakaði td ástarpunga og kom með handa mér svona prívat, svo að ég yrði ekki hungurmorða :) Maður bara nestar sig upp ef maður þarf á sjúkrahús og veit það með einhverjum tímafresti. hmmmmmmm
Það á aldeilis að fara að kría okkur Landann um pening hvar sem er , svo er bara hafnað af einhverri nefnd að lækka laun þassara hátekjutoppa?? Hví ekki að skella á hátekjuskatti ?? Er þeim ekkert að detta það í hug ?????
Nei þá kæmi það við þá sjálfa. Þvílík siðblinda og skömm....
Erna Friðriksdóttir, 15.12.2008 kl. 08:27
Ef þeir taka upp gjald fyrir sjúkrahúsmat, þá spara þeir helling því flestir hætta við, vondur matur yfirleitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 09:53
yfirleitt ef ég fer á sjúkrahús, þá er ég það veik að ég borða hvort eð er ekkert, svo ég borga þá ekkert.
KvBrynja og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 15.12.2008 kl. 11:37
Ég mydni láta senda mér MC Donalds og sleppa sjúkrahúsfæðinu borga ekki fyrir sjúkrahúsfæði
Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:23
Skemmtilegt að heyra þetta Erna mín, starfsfólkið er nefnilega allt að vilja gert til að hjálpa manni.
Knús til þín ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 13:03
Sparnaðurinn myndi hverfa í auknu matareftirliti sem þarf að hafa með heimatilbúnu nesti sjúklinga, geri ég ráð fyrir. Verður það næsta að sjúklingar þurfa að láta þvo af sér sjálfir og koma með sín eigin rúm. Hef aldrei skilið af hverju rekstrarmódel sjúkrahúsa þarf að vera öðruvísi en annarra fyrirtækja.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:04
Ásdís kannski mundi maður ekki hafa neitt val eins og með afnotagjöldin.
Knús í krús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 13:06
Brynja mín það kemur út á eitt maður borðar hvort eð er ekkert.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 13:07
Guðborg mín MC Donalds oj oj borða þá aldrei, sko mundi fá mér eitthvað betra en það.
Knús í krús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 13:09
Kannski ekki sín eigin rúm Einar en örugglega hitt allt.
Ekki hefur verið haft svo mikið eftirlit hingað til með mat til sjúklinga þeir fara nú varla að taka upp á því núna í kreppunni.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 13:12
Það er mjög mikið eftirlit með mat sem sendur er til sjúklinga á LSH amk og mikið af fólki sem leggur sig fram um að gera þar góðan mat. Getur verið að við mættum tala aðeins varlegar um störf um 1000 íslendinga sem vinna í eldhúsum á sjúkarhúsum og heilbrigðisstofnunum. Oft á lágum launum og fá svo ýmindarvitnleysuna yfir sig að það er alveg sama hvað þau elda þetta er allt vont ? það er ekki mjög hvetjandi en þrátt fyrir það veit ég að margir eru að gera alveg glimprandi góðan íslenskan heimilismat..
þar fyrir utan er ég ekki sammála þessari tillögu og finnst fráleitt að rukka fæðisgjald sérstaklega.
Heiða (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:44
Heiða, ég er ekki hrædd um að maturinn sé eitraður á LSH og efast ekkert um gott eftirlit í eldhúsinu :) Það er bara þannig að þó að fólk vilji leggja sig mikið fram og er ekki slæmur starfskraftur þá búar bara sumir til vondan mat ....... Aðrir mjög GÓÐAN.. Launin segja ekki til um hvernig maturinn heppnast , það er á hreinu en oft er verið held ég að reyna að kaupa sem ódýrast inn og svo já bara elda sumir VONDAN mat, það er bara þannnig :)
Erna Friðriksdóttir, 15.12.2008 kl. 14:12
Fyrirgefðu góða heiða við erum ekki að stinga upp á þessari vitleysu og svo þar fyrir utan þá er maturinn bara vondur á stóru sjúkrahúsunum, ég hef margreynt það sjálf og get sagt margar sögur af því og þá er ég ekki að setja út á þá sem vinna þessa vinnu þau vinna bara úr því srm þau fá og er sagt.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 14:45
Takk Erna þú talar eins og út úr mínum munni.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 14:46
Ég veit ekki hvort þetta er svo slæm hugmynd Milla mín með að láta fólk borga fyrir matinn. Það eru margir sem vilja ekki sjúkrahúsmatinn samt er hann alltaf sendur til fólks sem vill svo kannski ekki matinn og þá er honum hent.
Í staðinn þá yrði það þannig að þeir sem vildu kaupa sinn mat sjálfir eða fengju hann sendan frá ættingjum þeir myndu láta vita að þeir vildu ekki fá sendan mat frá eldhúsi sjúkrahússins þar með kæmi mikill sparnaður og það þyrfti ekki að henda öllum þeim mat sem hent er vegna þess að fólk vill ekki borða þennan mat.
Það væri allavega mikill sparnaður í því ef fólk sem vill ekki borða sjúkrahúsmatinn léti vita af því þannig að það færi ekki matarkort með nafninu þeirri í eldhúsið. Það er svo oft sem mat er hent vegna þess að fólk vill ekki borða það sem í boði er. Ég ætla ekki að ræða þennan blessaða sjúkrahúsmat hér en það mætti vera meira um eldaðann mat og minna af því sem er tekið beint upp úr pakka og hitaði í ofni eða í potti.
En sá matur sem er eldaður er oft mjög góður svo sem súpurnar og grautarnir sem ég hef ekki fengið síðan mamma var að elda fyrir mig. Brauðsúpa sem mjög margir elska, kakósúpa, makkarónusúpa, fjallagrasmjólk sem hefur því miður ekki sést lengi en mikið var það góður grautur. Jæja nú er ég hætt, gæti skrifað dálítið mikið um þetta mál.
Knús til þín elskuleg.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:22
Já gæti verið sammál henni Jónínu með að maður fengi þá bara svona matarkort, hvort maður vildi td morgunmat, hádegismat og kvöldmat,,,,,, sko ef maður hefði rænu á því þegar að á sjúkrahús er komið.......
Mér sannarlega hefur verið þvílíkt óglatt af þessum mat á LSH að mér finst hann ekki bjóðandi skepnum , það á líka við um önnur sjúkrahús svosem... og svosem sammála henni um þennan helv pakkamat
Erna Friðriksdóttir, 15.12.2008 kl. 16:00
Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:03
Ef taka á upp fæðisgjald, sem mér finnst fráleitt, verður það að vera valkvætt, maður ákveði hvort maður borði spítalajukkið eða fái sent utan úr bæ.
Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 19:36
Jónína mín það er auðvitað alveg rétt hjá þér og veist þú nú vel um þetta sem vinnur á sjúkrastofnun. Mér finnst allt í lagi að sjúklingar þurfi að ákveða hvort þeir vilji mat eða ekki, kannski bara morgunmat, en hinir eiga ekki að þurfa að borga að mínu mati.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 20:25
Erna mín er svo sammála ykkur Jónínu með pakkamatinn þoli ekki svoleiðis mat.
Svo er það með þessi matarkort ég hef nú þurft að liggja á spítala og
þar er byrjað á að spyrja mann hvað viltu borða og ertu með ofnæmi fyrir einhverju maður segir frá því, en aldrei hefur verið farið eftir því sem ég hef tiltekið, ég æli til dæmis ef ég borða ýsu, en get borðað allan annan fisk alltaf fæ ég ýsu og þá get ég ekki borðað.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 20:30
Ljós og kærleik til þín Linda mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 20:32
Helga við hljótum að vona það, en hver veit hvað þeir hugsa þessir menn.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 20:33
Það er algjört skilyrði að þetta sé ætt ef á að rukka fyrir trakteringarnar. Hvaðan skyldu þessar trakteringar koma? ÓÆTT.
Ingi Jóhann Valgeirsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.