Fyrir svefninn.

Er bara orðlaus í dag svo ég sendi ykkur bara kvæði
eftir Bo Bergmann í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.

            Liljan í Paradís

Í Skarfafirði, á Flandraraeyri,
við flónsku, drósir og skipalýð
og fleira, er bezt mun að fáir heyri,
bjó fiski-Lína á sinni tíð.

Hún lifði á jörðinni svona og svona,
við siðagæslunnar refsihrís.
En syndablómið, hin seka kona,
er samt orðin lilja í Paradís.

Því meira aldrei var syndin svarta
en sót á rúðu, er hún grét á brott.
En fyrir innan, í hennar hjarta,
var hreynt og fallegt og bjart og gott.

Það bjó þar smástelpa altaf inni,
sem aldrei gleymdist, hve ljúf það var
að vakna heima með sól í sinni,
er sængurkaffið hún mamma bar,

við kisu í búrinu og kýr í haga
og kvak í fuglum um tjörn og skóg,
til léttra stunda um langa daga
við leik í heyi og á berjamó.

Þótt saurgað allt væri og svívirt annað,
var sópað þar inni og prýtt sem fyr,
og bæði grönnum og gestum bannað,
að ganga um harðlæstar klefans dyr.

Þó henti, er myrkrið hvern geisla gleypti
og gamlar minningar brunnu á kinn,
að sjálfkrafa opnaðist hurð og hleypti
þar hrjáðri smásystur snöggvast inn.

En fyrst, er Lína á fletinu auða
sem flík á sorphaugi gömul lá.
hrökk allt á gátt, og í dimmu og dauða
frá dýrð þess herbergis ljósi brá.

Og út var telpan af engli hafin,
sem upp til skýja í dansi steig.
En hin, sem ekki var hún, var grafin
í hjúpi og kistu með grenisveig.

Góða nótt kæru vinir og megi gleði og kærleikur
fylgja ykkur inn í nýtt ár.
Milla
.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Góða og dásamlega nótt til þín og þinna.
Vona að góðir draumar leiti til þín í nótt.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Ásgerður

Gleði og kærleikur á þig

Ásgerður , 2.1.2009 kl. 07:50

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan og blessaðan daginn Milla mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.1.2009 kl. 08:29

5 Smámynd: Erna

Kveðja inn í daginn elsku Milla mín og ég vona að heilsan þín sé betri, hlakka til að hitta þig og faðma á nýju ári

Erna, 2.1.2009 kl. 12:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir hlý og góð orð kæru vinkonur.
Eigið góðan dag í dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband