Trúið þið á draugasögur?
5.1.2009 | 19:30
ÞAÐ GERI ÉG.
Fagrihóll.
Ekki alllangt frá Stykkishólmi er hóll sá, er kallaður er
Fagurhóll.
Í honum er sagt, að grafin séu auðæfi hins forna
Helgafellsklausturs.
Einu sinni var reynt að grafa í hólinn, og þegar
graftarmennirnir voru komnir býsna djúpt, sýndist
þeim Helgafellskirkja standa í björtu báli.
Hlupu þeir þangað til að slökkva eldinn.
Síðan var byrjað að grafa í annað sinn.
Þótti þeim þá sem vopnaðir menn kæmu upp úr jörðinni
og ógna sér dauða, ef þeir hættu ekki að grafa.
Eftir það fengust ekki innlendir menn framar til að grafa
í hólinn, svo þá voru fengnir til þess Danir, en sú tilraun
var árangurslaus.Draugasögur .
Jón Árnason.
*************
VoninVeistu
að vonin er til
hún vex
inn í dimmu gili
og eigir þú leið
þar um
þá leitaðu í urðinni
leitaðu á syllunum
og sjáðu
hvar þau sitja
lítil og veikbyggð
vetrarblómin
lítil og veikbyggð eins og vonin.
Þuríður Guðmundsdóttir.*******************************
Ég trúi á draugasögur sem eru í raun engar
draugasögur í mínum huga, trúi einnig á vonina,
en þú verður að láta vita um þá von sem þú býður eftir.
Ekki bíða lengur láttu vita.
Milla.
Góða nótt.
Athugasemdir
Dóra mín ef ég ekki sef vel í nótt þá legg ég mig bara er ég kem heim úr þjálfun.
Elska ykkur allar rosa mikið
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 20:11
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 20:22
Ég trúi ekki á drauga og þar af leiðandi ekki neinum draugasögum. Hins vegar trúi ég á engla, álfa og allar góðar vættir. Og vonina verða allir að eiga hversu smá sem hún er.
Góða nótt elsku Milla mín og ég vona að gigtarfj.... fari að lagast, svo að þú getir farið að losna við viðhaldið og snúa þér að honum Gísla þínum
Lengi væntir vonin.... gæti átt við hann Gísla þinn núna
Erna, 5.1.2009 kl. 20:27
Já, draugar þurfa ekki að vera slæmir. En vona að gigtarandskotinn veiti þér meiri grið þessa nótt en þá síðustu. En hugarfar þitt er áðdáunarvert og sjálfsagt sterkara en sterkasta verkjalyf. Þú ert jákvæðari en andskotinn. Góða nótt mín kæra héðan úr Mosóunum.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:42
Ég sá að þú varst að spyrja Unni um ballið.. Við fórum ekki þannig að það eina sem ég veit er að okkur vantaði og þá auðvitað vantaði mikið Ég var búin að vera með höfuðverk allan dagin en var að vona að hann hyrfi en hann fór ekki fyrr en daginn eftir. Ég hreinlega treysti mér ekki að keyra ein bæði var flug hálka og sú sem ætlaði með mér fór að taka á móti fyrsta barnabarninu sínu um kvöldið. Hver er þessi Þuríður Guðmundsdóttir Milla mín.
Takk fyrir þitt kvittið á síðuna mína. Góða nótt Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:54
Merkilegt Milla, hér sit ég við tölvuna með þennan texta sem þú birtir hér um Vonina og ætla að setja hann inn í kvöld, sérstök tilviljun. Hafðu það gott elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 20:57
Ég trúi svona mátulega á ,,draugasögur" en vonina held ég alltaf í .
Ía Jóhannsdóttir, 5.1.2009 kl. 21:04
Um að gera að halda í vonina hvað sem á gengur. Góða nótt, Milla mín, og vonandi gefur gigtarófétið þér svefnfrið.
Helga Magnúsdóttir, 5.1.2009 kl. 21:22
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 21:38
egvania, 5.1.2009 kl. 23:16
Þú ert nú bara fyndin í kvöld Milla mín, þetta er einn af þeim hólum sem er í mínu landi og ég gæti sagt þér dularfulla sögu sem hefur gerst síðan við eignuðumst landið. Ég var einmitt spurð að því á dögunum af hverju ég passaði hólinn svona vel. Þetta er samt ekki sami hóllinn og ég sagði þér af um daginn.
En þakka þér fyrir söguna ég var nefnilega búin að gleyma þessu öllu nema því sem sneri að kirkjunni á Helgafelli. Já og ekki vissi ég að þetta ættu að vera auðæfi Helgafellsklausturs, nú verð ég sennilega að fara að vakta hólinn.
Ég hef heyrt um að það væru þrjár gullkistur en ég veit nú samt ekki hvernig þeir áttu að sjá að Helgafellskirkja væri að brenna því það sést ekki heim að Helgafelli á þessum hól, en það er samt þannig að óvenjulegir hlutir hafa gerst þarna, en það er ekki vegna þess að ég hafi farið með skóflu og haka til þess að grafa eftir gullinu.
Knús og meira knús og ljós inn í nóttina og sofðu nú eins og engill í alla nótt.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:31
Ætlaði að segja þér að þetta voru akkúrat upplýsingar sem mig vantaði fyrir nákvæmlega sex dögum, en þá var ég spurð að því hvað það væri sem hefði gerst með þennan hól þ.e.a.s samkvæmt þjóðsögunum. Segið svo að það sé ekki hugskeyta flutingur á milli okkar.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:41
Knús til þín Huld mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:39
Ljós til þín Ásdís mín góð ljóð eru aldrei of oft sett inn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:41
Erna mín það er svo skrítið að það sem fólk kallar drauga eru kannski bara álfarnir í kringum okkur.
Gísli verður bara að bíða, enda sefur hann ekkert frekar en ég, með allt mitt brölt
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:43
Það hlaut að vera að þið hefðuð ekki farið því annars hefði ég hlerað það einhversstaðar.
Þuríður Guðmundsdóttir er mér alveg ókunnug, hún er með þetta ljóð um vonina í ljóðabók sem SÍBS gaf út fyrir margt löngu og heitir
Lífið sjálft.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:47
Einar minn jákvæðni hefur bjargað mér í gegnum tíðina og veistu það sem bjargar mér án verkjalyfja er að ég æli þeim bara, líkaminn er skynsamur.
Ljós í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:49
Ía mín ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:50
Auður mín skrímslin taka á sig ótrúlegar myndir og ber manni að varast þau. Vonina eigum við alltaf
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:52
Helga mín eigi svaf ég vel í nótt en vonandi fer þetta að lagast.
Ljós til þín og þinna
Milla
Ljós til þín Sigrún mín
Milla.
Vallý mín þetta fer að koma.
Ljós til þín ljúfust
Ásgerður mín ljós til þín
Milla
Silla mín þar sem draugarnir eru álfar
Ljós til þín
Milla.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 06:55
Ég fann þetta um leið og ég las söguna, vissi að ég mundi fá
viðbrögð
En það var skrítið ég stóð á hækjunni fyrir framan bókaskápinn í tölvuherberginu og hugsaði: ,, Hvað á ég nú að rita í kvöld?, sá þá þjóðsögurnar, ok best að setja inn draugasögu opnaði bókina og það blasti þessi frásögn við mér.
Nú verður þú bara að vakta hólana vel því maður veit aldrei hvað gerist,
Ég á eftir að koma og setjast á þessa hóla einhvern tímann og já það er hugsanaflutningur á milli okkar.
Hvar varst þú í nótt?
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 07:04
Já ég er búin að senda söguna í tölvupósti til þess sem var að spyrja mig hvernig sagan væri. Ég fór að hugsa þetta með eldinn í Helgafellskirkju að þeir hljóta að hafa séð þetta með alveg eins og þeir sáu hermennina.
Ætli ég þurfi nokkuð að vakta hólinn Milla mín hermennirnir hljóta að sjá um þetta ennþá. En ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að bardúsa í nótt. Veit bara að ég ætlaði aldrei að sofna í gærkvöldi, ég var svo hátt uppi eftir hugleiðsluna.
Ljós til þín elskuleg.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:12
Rétt til getið að sjálfsögðu Mín kæra og ég held ekki að það þurfi að hafa áhyggur af þeim hól, bara þeim sem má eigi slá með vélum.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.