Hugleiðingar mínar fyrri part dags.
6.1.2009 | 06:37
Vertakar sem hafa verið að vinna að uppbyggingu tónlistarhús
í Reykjavík undanfarna mánuði hafa lagt niður vinni, hafa eigi
fengið greitt í 3 mánuði. Skondið því ef við mundum eigi borga
okkar skuldir þá væri sótt að okkur, eða er það ekki.
Eitt er á tæru þó að dýrt sé að byggja þetta hús þá liggur
ýmislegt undir skemmdum þarna ef hætt verður nú.
Það þarf allavega að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.
***********************
Kaupþing búið að taka ákvörðun um að hefja málsókn á Breta,
Mikið var, eigi var tíminn orðin langur til stefnunnar, við skulum
vona að þeir klúðri þessu ekki.
Við bíðum bara róleg.
***********************
Ný lög um matvæli og þá þar með má fara að flytja inn hrátt kjöt
og annan varning frá útlandinu.
Höfum við efni á því núna á síðustu og verstu tímum að grafa
undan vorum bændum?
Allavega mun ég kaupa Íslenskt.
*************************
Fullt umboð til að verja auðlindir þessa lands, hvað er í gangi,
er ég að heyra rétt?
Hvaða auðlindir ætla þeir að verja kannski það sem þeir telja
sínar eigin eða jafnvel komið þeim undir sína vini
***************************
Spyr sá sem ekkert veit, en verð stundum svolítið undrandi.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:13
Góðan daginn Milla. Já þettta eru nú ýmsar vangavelltur eðlilega eins og maður er með. Mér finst búið að klúðra svo mörgu hér í þessu þjóðfélagi, fólkið sem að við kusum til að vinna fyrir okkur , finst mér ekki vera að standa sig þe Ríkisstjórnin,,,, og margt getur maður nú talið upp sem maður er að vellta vöngum yfir.........
Erna Friðriksdóttir, 6.1.2009 kl. 12:41
Góðan daginn frú mín góð. Maður getur endalaust velt sér upp úr þessari þvælu sem viðgengst hérna þessa dagana. Maður hugsar bara um að fara að setja upp heyrnarhlífar og hauspoka.
Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 14:55
Og veit líklegast eigi sá sem svara á. Ég er hættur að vera undrandi á einu né neinu og læt það alla vega ekki trufla þennan dag. Tek ekki lengri ákvörðun í einu. Vona að þú eigir góðan dag í góðu jafnvægi. Lít til þín í kvöld, á kvöldsöguna.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:50
Hæ hæ Milla, takk fyrir afmælishveðjuna, já ég er alveg sammála Helgu að fá sér heyrnahlífar og hauspoka , eigðu góðan dag
Svandís Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 16:17
Það er nú eiginlega það sem ég hef verið með síðan löngu fyrir jól, en stundum verður maður að velta málum fyrir sér.
Þvæla er þetta að sjálfsögðu og ég vill hana burt og nýtt fólk inn.
Kveðja til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 16:38
Ég tek undir allt sem þú segir hér Milla mín og ítreka..Ef einhverntíman er hætta á einhverskonar smiti þá er það einmitt í gegnum hrátt kjöt. Ég skil ekki sjávarútvegs, og landbúnaðarráðherrann okkar. Ég held að hann komi ekki að vestan heldur utan úr geimnum.. Hlý kveðja á Húsavík
Sigríður B Svavarsdóttir, 6.1.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.