Fyrir svefninn
6.1.2009 | 19:28
Ég hef líklegast verið um 11 ára, átti 3 yngri bræður,
Mamma og pabbi áttu sumarbústað við Elliðaárvatn og
einhverju sinni fóru mamma og pabbi af bæ, ég var að
passa bræður mína og hundurinn okkar hann Bambi
var hjá okkur, hann var Scheffer hundur alveg yndislegur.
Nú þeir voru sofnaðir bræður mínir, þetta var seinniparts
sumars svo það var komið myrkur en við vorum með rosa
flottan Alladín olíulampa sem logaði glatt á.
Allt í einu byrjaði Bambi að verða órólegur og stuttu síðar
heyrði ég svona högg utan í veggin sem sneri fram. Anddyrið
var býslag fyrir miðju húsinu og myndaðist svolítið skot sitt hvoru
megin við það, þaðan kom hljóðið.
Það ágerðist og Bambi varð órólegri og byrjaði að gelta, bræður
mínir vöknuðu og allt varð hringlandi vitlaust.
Eftir smá tíma hætti hljóðið og bambi hljóp um allt hús og kíkti út
um gluggana, kom til baka lagðist niður sallarólegur, við líka.
Þegar mamma og pabbi komu heim tjáði ég þeim þessa hræðilegu
draugasögu, en þau hlógu bara og knúsuðu mig, mamma sagði, er
við pabbi þinn komum heim var hestur inn á lóðinni, hann er komin
útfyrir núna svo ég fór bara róleg að sofa með Bamba mér við hlið.
Með öllu sem þú átt.
Ég fleygði steini í ljótan
vegg. Veggurinn brosti.
Ég fleygði steininum aftur og
fastar.
Næst kastaði ég steininum
af öllu afli með öllu
sem ég átti.
Þá hrundi veggurinn og
ég sá sólina og víðáttumikil
engi.
Ásgeir Hvítaskáld.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Húff, þú hefur verið kaldur krakki. Ég hugsa að ég hefði sko orðið alveg skíthrædd á þessum aldri.
Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 19:48
Helga mín auðvitap var ég það, en ég var elst og varð að vera dugleg.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2009 kl. 20:32
Mitt litla hjarta hefði sprungið, held ég
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 20:56
Þú hefur aldeilis verið dugleg Milla mín en það hefur örugglega hjálpað þér mikið að hafa hundinn, ekkert smá öryggi í því.
Núna veit ég hvar býlið Vatnsendi stóð eða stendur, en það er beint á móti Elliðavatni (býlinu). Elliðavatn er austan megin við vatnið en Vatnsendabýlið er á tanganum beint á móti. Sá þetta á skiltinu um daginn þegar ég labbaði upp að Elliðavatni.
Góða nótt Milla mín og sofðu rótt.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:09
Orða tiltæki segir.Það sem æg hræddist,kom fyrir mig.
Ekki í þessu tilfelli dugleg stelpa Milla.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.1.2009 kl. 21:22
Ímyndunarafl barnshugans er ótakmarkað Milla mín. Skemmtileg saga sem hefur fengið litla hjartað þitt að þeim tíma að slá ört. Farðu vel með þig og kveðja úr mígandi rigningu og gjósti úr Mosó.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:29
Ég var skelfilega myrkfælin sem barn....ég hefði ekki verið svona mikil hetja!
Kveðja til Húsavíkur
Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 00:07
Púff seigji eins og nafna mín, ég hefði orðið skíthrædd.
Knús á þig Milla mín
Helga skjol, 7.1.2009 kl. 07:43
Milla mín það hefur mörg draugasagan orðið til af minna tilefni skal ég segja þér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.