Fyrir svefninn.

Í gærkveldi fór ég upp í rúm um 10 leitið, var ekki búin að hátta mig,
en komin í náttbolinn, dauðþreytt á að geta ekki sofið heila nótt án
þess að vakna oft yfir nóttina  fyrir verkjum.
Fór að huga að yndislegum spilum sem ein góð vinkona mín gaf mér,
Var búin að skoða þau og lesa og dáðist ætíð meirr og meir af
fegurð þessara spila, leið ótrúlega vel og mér fannst ég vera verkjalaus

lagði spilin frá mér og ætlaði svo að fara fram úr og hátta mig, en viti menn

vissi ekki af mér fyrr en ég vaknaði í öllum fötunum í morgunn, var þá
enn þá svo þreytt að ég bar Gísla að ná mér í hjartameðölin, sofnaði aftur
og svaf til 10, fyrsta nóttin síðan fyrir jól sem ég sef svona vel.
Nú hef ég trú á því að þetta sé að koma, kannski losna ég við hækjuna
innan tíðar.

Var að segja frá því í gærkveldi er ég var að passa bræður mína og
sumum fannst ég hafa verið huguð eða dugleg.
Er ég var 10 ára þá er árið 1952 svo þið sjáið það var eigi mikið að
óttast á þeim tíma þó þetta hafi nú verið smá draugalegt.
Það voru líka bússtaðir allt í kring og í þeim fólk sem ég þekkti vel.

Svo var ég yfirleitt ekki hrædd við neitt Whistling


                    
Hver dagur.

Hver dagur
þér færi
gleði og gæfu
geislandi morgunsól.

Hver dagur
þér færi
farsæld og frið
fegurstu kvöldsól.

Úr ljóðabókinni ljóðblik, 1993
Kristjana Emilía Guðmundsdóttir
.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þú hafir náð góðri hvíld Milla mína og haldið því áfram.  Góðar kveðjur norður og eigðu rólega nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært að þú svafst svona vel. Það er fátt jafnerfitt og svefnleysi, sérstaklega ef það er langvarandi.

Helga Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Guð gefi þér góða nótt  og framtíðar drauma þína.

Sigríður B Svavarsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:31

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:32

5 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla, vona að nóttin verði þér jafn góð og sú síðasta

Erna, 8.1.2009 kl. 01:24

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar mínar held að ég sé öll að koma til og vona bara að þið eigið góðan dag í dag.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2009 kl. 07:52

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2009 kl. 08:25

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vonandi er þetta að lagast Milla mín.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:20

9 identicon

kærar kveðjur og knús, dúlla

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:24

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gott Milla mín að þú hafðir góða nótt :)    Ég er oft illa þjökuð af því að geta ekki sofið :(        sem er ömurlegt

Erna Friðriksdóttir, 8.1.2009 kl. 11:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Milla mín mikið held ég að þú hafir haft gott af þessum svefni.  Þetta er örugglega allt að koma fyrst þú gast slakað svona vel á.  Knús og kærleikskveðja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 11:51

12 identicon

Það er nú gott Milla mín að þú gast átt góða svefnnótt þessa nótt og vonandi þá í nótt líka. Það er ekkert eins erfitt eins og að geta ekki sofið.

Knús og ljós til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband