Fyrir svefninn.
8.1.2009 | 20:47
Áfram með smá draugalegar þjóðsögur.
Þessi er úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Þúfan.
Á kotbæ einum vestur í Staðarsveit skammt frá Búðum er
fólgið fé í þúfu einni í túninu.
Þúfuna má ekki slá; því ef svo er gjört, stendur þar ólán af.
Kaupmaður einn á Búðum heyrð'i þetta og vildi reyna, hvað
satt væri um þúfuna. Einn góðan veðurdag fer hann til bæjarins
og hafði með sér nokkra menn.
Ætlaði hann að grafa upp þúfuna, og var hann þó beðinn að
gera það ekki. Stakk hann þá sjálfur upp þrjá hnausa, því
enginn vildi gjöra það, en hann hélt að sér mundi ekki verða
slíkt að meini. En í sama bili líður yfir kaupmann, og lá hann
stutta stund í óviti. Þegar hann rankaði við, stakk hann en
upp nokkra hnausa. Fór það á sömu leið, að yfir hann leið,
og lá hann mun lengur í öngvitinu en hið fyrra sinn.
Ekki lét hann þetta á sig bíta, og hvað sem hver sagði,
fór hann enn til í þriðja sinn. Var þá liðið á dag. En þegar
hann var búin að stinga upp þrjá hnausa enn, féll hann í
þriðja sinn í öngvit og var það miklu ógurlegast.
Var hann borinn heim eins og dauður og rankaði eigi við
fyrr en morguninn eftir. Vildi hann þá eigi reyna framar
á þetta, enda voru þá allir fúsastir á að hætta og voru
hnausarnirlagðir niður, og hefur enginn hreyft við hrúgunni
síðan.
***********************
Um ljóð Roberts Creeley
Fólk hnýtur
um óttann
við að falla. Ekki
Gleyma að hafa augun
opin
alltaf og
ganga
áfram. Haltu fast
í vonina um grunum ilminn af
blómi handan
sandanna ---
Árni Ibsen.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Draugasögur og ljóð eru góð fyrir svefninn. Góða nótt, Milla mín.
Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 21:24
Takk fyrir góða kvölddraugasögu Milla mín. Langafi minn var víst prestur í Staðarsveit á sínum tíma, aldrei vita að hann hafi flækst eitthvað þarna fyrir. Eigðu góða Milla. Kveðja að sunna.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:04
Góða nótt Milla mín Guð geymi þig Elskuleg..
Sigríður B Svavarsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:31
Það er eins gott að virða náttúruna og ósýnilega íbúa hennar Milla mín.
Sofðu rótt í alla nótt.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:34
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 02:47
Huld S. Ringsted, 9.1.2009 kl. 09:18
Það væri gaman að vita hvar þessi þúfa er takk fyrir söguna Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:47
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 12:45
Já það er víst eins gott að virða náttúruna því um allt land hafa svona fornar sögur verið ritaðar. þessi saga er eigi meir staðfærð nema bara staðarsveit, en svo eru víða kennileita getið í landshlutabókum.
Kannski getur Einar upplýst okkur ef hann á slíkar bækur svo er nú trúlega hægt að googla á þetta.
Takk fyrir innlitin öll og eigið góða dagrest.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.