Fyrir svefninn
13.1.2009 | 19:58
Enn einu sinni kem ég með smá úr
bók Jóns Árnasonar Draugasögur.
Veggjaútburðurinn.
Maður var á reið á ásunum hjáSíðumúla í Hvítársíðu.
Hann vissi ekki fyrri til en útburður kom að honum og
segir:
,,Veggja- Sleggja heiti ég;
á migGeir ogGunna;
á bak mun ég fara
og bráðla ríða ."kunna
Hljóp hann þá upp á lendina á hestinum og sligaði
hann.
Þessa vísu er og sagt að útburður hafikveðið; en ekki
vita menn, hve drög til hennar liggja:
,,Er égskjóttur eins og valur,
undirförull eins og kjói;
Föðurland mitt er Flókadalur,
fæddur er ég á Mói."
,,Þú átt eftir að bíta úr nálinni."
Galdramaður er nefndur, sem Finnur hét; hann var svo
forn og illur í skapi, að allir voru hræddir við hann. Þegar
hann dó, vildi engin, hvorki karl eða kona, verða til þess
að líkklæða hann og sauma utan um hann.
Þá varð kvenmaður einn til þess að reyna það; komst
hún ekki nema hálfa leið og varð svo vitstola.
Þá gaf önnur sig til, og gaf hún sig ekki að því, hvernig
líkið lét. Þegar hún var nærri búin, sagði Finnur:
,, Þú átt eftir að bíta úr nálinni". Hún svaraði:
,, Ég ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður".
Sleit hún síðan nálina frá, braut hana í sundur og stakk
brotunum í iljar líkinu. Er þess ekki getið, að hann gjörði
neinum mein framar.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 20:11
Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:21
Góða nótt Milla mín
Erna, 13.1.2009 kl. 20:22
Góðar kveðjur og góða nótt úr Mosónum. . Draugasögurnar klikka ekki.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:48
Ljúfa drauma
Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:54
Eigðu góða nótt Milla mín
Erna Friðriksdóttir, 13.1.2009 kl. 23:04
Nú náði ég ykkur öllum!!! Er sko löngu vöknuð, þó það komi eigi til af góðu því ég er að fara í þjálfun klukkan átta.
Góðan daginn elskurnar mínar og eigið góðan dag.
Kveðjur úr kuldanum á Húsavík
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.