Hef nú eigi heyrt annað eins.
14.1.2009 | 13:53
Graham Stringer, þingmaður breska Verkamannaflokksins hefur lýst því yfir að hann telji lesblindu vera tilbúning sem menntakerfið hafi fundið upp til að breiða yfir lélegan árangur í lestar- og skriftarkennslu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Er ekki maðurinn með öllu mjalla, finna upp til að afsaka
lélegan árangur, það væri nú ljóta ásökunin á blessuð börnin
sem í hans huga eru ekki með lesblindu.
Í grein sem birt er í blaðinu Manchester Confidental segir Stringer að eyða eigi lesblinduiðnaðinum með því galdravopni að kenna börnum lestur og skrift með aðferð sem byggir á greiningu hljóða. Þá segir hann að lesblindu hafi þegar verið útrýnt í Vestur Dunbartonshire þar sem ólæsi hafi verið eytt með umræddri aðferð.
Hann ætti kannski að senda fólk út um allt til að kenna þessa
nýu tækni og mikið væri nú gott ef satt væri, en því miður trúi
ég þessu ekki, þetta væri þá löngu komið.
Sé lesblinda raunveruleg þá væri ekki mögulegt að ná fram allt að 100% læsi í löndum sem eru jafn ólík hvort öðru og Níkaragua og Suður-Kórea," segir hann. Það getur ekki verið nein rökfræðileg skýring á því hvers vegna slíkt heilkenni sé jafn algengt í Bretlandi og haldið er fram en ekki í Suður-Kóreu og Níkaragua."
Eru nokkuð þau börn í skóla í Níkaragua eða Suður Kóreu sem
eru með lesblindu?
Veit hann ekkert um þessi lönd?
Stinger segir jafnframt að menntakerfið hvetji til slælegs árangurs í lestri og skrift, m.a. með því að veita slíkum nemendum meiri tíma í prófum en öðrum nemendum. Þá segist hann ekki geta sætt sig við að samfélagið líti á ólæsi sem eðlilegan hlut.
Það er eins og ég taldi maðurinn er ekki með á öllum.
Hver sættir sig við ólæsi,engin.
það er bara eigi svo langt síðan var farið að taka á þessum
málum, þeir sem ekki gátu lesið voru bara tossar, en sem
betur fer þá er komin skilningur fyrir þessu núna, en samt
eigum við langt í land.
Þarna fer hann nú alveg með það þessi spjátrungur, það
kæmist enginn svo langt í skóla sem að verða tannlæknar,
kennarar, verkfræðingar eða lögreglumenn nema að kunna að
lesa og skrifa.
Er það ekki annars rétt hjá mér???
Segir lesblindu afsökun menntakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var að blogga um þetta. Maðurinn er idiot!
Ía Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:02
Sammála þér algjört idiot! Allavega afar grunnhygginn að sletta svona fullyrðingum fram.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 15:57
Og svona fávíti er kosinn á þingi. Ekki skrítið að allt er að fara til
Heidi Strand, 14.1.2009 kl. 17:36
Heidi hann er örugglega lord, eða eitthvað þá fara þeir á þing alveg sama hvað þeir eru heimskir.
Þetta eru bretarnir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 17:41
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 19:32
Auðvita er hann ekki í lagi karl anginn
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.