Fyrir svefninn.

kannski ég segi frá deginum í dag.
Í morgun fór ég í þjálfun, fyrst sóttum við Viktoríu Ósk
ókum henni í skólann síðan í þjálfunina með mig, Þjálfarinn
minn var þá búin að tala við lækninn og spyrja og spjalla við
hann um vandræðagepilinn, "MIG"  Þjálfarinn tjáði honum það
sem hann reyndar vissi að mér liði ekki vel með að taka Íbúprofen
hvort það væri ekki eitthvað annað sem hægt væri að prófa
sem virkaði betur á taugaendana, jú það væri hægt að prófa það.
Nú hjá þessum þjálfara starfar sænskur þjálfari sem er sér lærður
í einhverri tækni sem ég man ekki hvað heitir,
hann bauðst til að sjá hvort ég þyldi þessa meðferð og fékk ég tíma
hjá honum á þriðjudaginn.
Símatíma fékk ég hjá lækninum á föstudag svo nú fer þetta vonandi
að ganga, en geri mér fulla grein fyrir því að þessi tæknimeðferð sem
ég vonandi er hæf til að fara í kemur ekki bara sí svona, en ég er
öllu vön og þolinmæði mín er mikil.

Ég lagði mig um miðjan daginn, svaf í 3 tíma nú hér var svo eldaður
pottréttur, grænmetisjukk og pasta fyrir þá sem vildu,
Þau komu í mat Milla, Ingimar og Aþena Marey.
Viktoría Ósk var á skíðum og er hún kom heim var hún svo þreytt að
hún nennti ekki að koma yfir í mat.

Nú er Gísli minn búin að ganga frá í eldhúsinu og sestur í 10 fréttir.
Við förum svo að halla okkur í rúmið, að sofa, nei ég mynntist eigi
á þaðWhistlingHvaða hvaða.

            Í allri Víagra umræðunni var alltaf
            talað um kostina fyrir karlmanninn
.

            Einhverja könnun hér ætti að vinna
            hvort aukningu konurnar beri.
            Það er lítið að gera með stóðhesta stinna
            ef til staðar er engin meri.

            Völvan spáði því að dauðsföll yrðu á
            árinu að völdum Viagra.


            Að lifa með dapurt og lafandi skott
            til lengdar er mikill bagi.
            Og finnist þá ef til vill andskoti gott
            að andast úr reiðarslagi.

Þessar eru eftir hana Ósk og þær eigi af verri endanum.


Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir hlutir gerast víst alltaf hægt, þannig er það bara.  Takk fyrir söguna í enn eitt skiptið.  Svo er ég búinn að grufla þig upp á fésbókinn og senda þér beiðni um vináttu þar.  Þú skalt gjöra svo vel að samþykkja, takk fyrir..  Eigðu svefngóða góða nótt kæra Milla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:14

2 identicon

Vonandi gerir þessi nýja aðferð eitthvað fyrir bakið þitt Milla mín.

En mikið eru þessar vísur góðar sérstaklega sú seinni.

Góða nótt og dreymi þig fallega drauma.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Búkolla mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar sko minn kæri; ,, Er búin að adda þér". hefði ekki látið mig dreyma um annað. Já góðir hlutir gerast hægt og þetta er sko bara þannig að vonandi losna ég við verkina.
Ferð þú ekki inn á 640.is gaman að fylgjast með hvað er að gerast í
Norður-Þingi svo var bóndi einn í Reykjadal að opna afar skemmtilega síðu 123.is/641 skoðaðu það.

Kveðja að norðan 
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín ég er búin að sjá að þetta er að fara rétta leið, um leið og maður getur opnað fyrir stöðnunina sem ríkir í kringum mann þá fer þetta að ganga, það er stundum erfitt að fá einhvern til að skilja að maður hefur eitthvað að segja og að líkaminn segir manni hvað er rétt og rangt fyrir mann.

Hvort sem þessi meðferð gerir mér gott eða ekki þá er ég komin á umræðugrundvöll á réttum stað, þú skilur þetta.

Ljós yfir til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf jafn góðar vísurnar hjá henni Ósk

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:39

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel í þessu Milla mín

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 00:48

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn gott fólk, vaknaði klukkan sex, er með einhverja slæmsku í maganum.
Já hún Ósk er góð og er ég svo lánsöm að þekkja hana persónulega,
Hún er mamma hans Ingimars míns kæra tengdasonar og er bara stórkostleg kona.
Eigið góðan dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 07:22

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.