Fyrir svefninn.
23.1.2009 | 21:33
Eina ferðina enn er maður búin að eta yfir sig af heimsins
bestu pitsum, sem Milla mín gerði. Það er ekki til það sem
ekki er sett á þær og eru þær vel sterkar, síðan kaffi á eftir
og spjall.
Tvíburarnir komu í dag og urðu þær eftir voru að horfa á
eitthvað með ljósunum, koma seinna heim.
Ég sagði þeim að sjálfsögðu að þær ættu að passa sig á því
að detta ekki á heimleiðinni, sko að því að það er svo mikil
hálka og það væri alveg bannað að labba niður í bæ
Þær eru að verða 18 ára. það var nú bara hlegið að mér,
mér finnst það nú ekkert fyndið.
Nú ég var að tala um að setja inn myndir af fleiri barnabörnum,
og hér koma þær.
Þetta eru þau Kamilla Sól og Viktor Máni þau eru Fúsa og Sollu
börn. Fúsi er sonur minn.
Svo kemur sko aðal gæinn, hann heitir Sölvi Steinn og það er ekki
seinna vænna að gera hann að púllara, er hann ekki flottur.
Hann er einnig Fúsa og sollu barn.
Þetta er Bára Dís, hún á bróðir sem heitir Hróbjartur en ég á
enga mynd af honum nema svo gamla.
Þessi fimm eiga heima fyrir sunnan svo ég sé þau ekki svo oft.
Perludjásn.
Börnin eru perludjásn,
þegar þau hjala
tala þau við Guð
og hann svarar þeim
með blessun.
Eggert E. Laxdal.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Falleg barnabörn sem þú átt Milla mín, þú ert rík
Huld S. Ringsted, 23.1.2009 kl. 21:55
Sammála Huld Milla mín. Glæsileg barnabörn.
Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 22:01
Knús til ykkar elskurnar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 22:03
Yndislega falleg barnabörn sem þú átt Milla mín.
Góða nótt og ljós
Auður Proppé, 23.1.2009 kl. 22:09
Forrík Milla mín. Takk fyrir að deila þessu með okkur. Púllarinn er einstaklega glæsilegur, verð að segja það. Það á að koma mikilvægum atriðum snemma að í uppeldinu. Hafðu það svo sem allra best kæra vinkona á Húsavíkinni og góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:11
Sigríður B Svavarsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:30
Flottur hópur, knús til þín.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 24.1.2009 kl. 00:47
Yndislegar myndir Milla mín Ekkert sem toppar öll ömmugullin sín Góðan daginn og hafðu ljúfan Laugardag Elskuleg
Brynja skordal, 24.1.2009 kl. 10:30
Auður mín alveg er ég viss um að þín verða ekki síðri er þú færð þau.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 10:56
Hafðu það sömuleiðis gott já og uppeldisgildin eru í hávegum höfð í þessari fjölskyldu.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 10:58
Sigga mín ljós til þín
Milla
Dóra mín auðvitað knúsa ég þau, ertu með fráhvarfseinkenni strax
elskum þig
Mamma og C/O
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 11:01
Vallý henni hefði alveg verið trúandi til þess, en ég bara veit það ekki.
Hún gaf Millu stelpu bol til að vera í er hún horfir á leikina.
því það er viðhöfð sérstök stemning þegar leikir eru.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 11:04
Silla mín þakkaðu þeim alveg sérstaklega fyrir kveðjurnar þær yljuðu mér um hjartaræturnar.
Ljós í Heiðarbæinn frá okkur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 11:06
Dúna mín þinn er það einnig við erum allar eins og stoltar hænuömmur.
Ljós í bæinn þinn
Milla
Það segir þú satt Brynja mín og við kunnum að njóta þeirra.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 11:08
Sæt og fín barnabörnin þín ,Milla ,það verður etthvað úr þeim þegar þau stækka meira.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.