Stöðugt detta kjálkarnir niður, sko á mér.
26.1.2009 | 06:36
Það var nú komin tími á að seðlabankinn væri tekinn
fyrir. Óhætt að tendra elda þar og vel við hæfi.
Voru ekki ávallt tendraðir eldar hér á öldum áður
fyrir utan virki og seðlabankinn, sem er nú það ljótasta
hús sem reist hefur verið, er bara eitt stórt virki.
Haldið ykkur við seðlabankann þar til sigur vinnst.
Þeir eiga nefnilega ekki neitt, ekki einu sinni sláturkepp
að henda út til ykkar,
eins og norðanmenn í Borgarvirki gerðu fyrir margt löngu,
við sunnanmenn, sunnanmenn hörfuðu töldu norðanmenn
eiga nægan mat til að þrauka, en þetta var síðasti keppurinn.
Björgvin sagði af sér í gær eins og landsmenn vita.
Tel hann bara vera að vinna að eigin hagsmunum,
enda bráðgreindur maður á ferð.
Við fáum víst niðurstöðu í dag. Mér er spurn í hverju?
Jú eigi er ég svo vitlaus að ég skilji það ekki að samfylkingin vill
fá allt eins og ég áður hef álitið, en hægan er það það sem fólkið
er að biðja um, verðum við sátt við þá niðurstöðu að hún muni
alfarið ráða fram að kosningum?
Trúlega hlæja nú einhverjir úti í hinum stóra heimi er þeir sjá
myndir að mótmælum frá höfuðstöðum Baugsveldisins,
og trúlega segja að þetta sé ekki rétt mynd, því hverjum dettur í
hug að höfuðstöðvarnar séu svona litlar, hlýlegar og húsin svona
en ekki einhverjar glerhallir, hef ætíð dáðst að þessum húsum,
Svo er það rúsínan í pulsuendanum kynlíf í þrívídd, hlakkar til að sjá
það, OMG hlýtur að vera magnað.
Eigið Góðan dag í dag.
Milla
Athugasemdir
Auðvitað vissu þau meira en þau sögðu í gær Ingibjörg og Geir. Þetta skýrist í dag. Og líka kynlíf í þrívídd! Ertu hissa á því? Sumir sjá allt himinhvolfið!
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 07:01
Fáum að vita allt sem þau vilja að við vitum, í dag, en er það það sem þjóðin er að fara fram á?
HiminhvolfiðAthuga það í sumar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2009 kl. 08:58
ISG er búin að þrá að setjast í forsætisráðherrastólinn lengi. E.t.v. fær hún ósk sína uppfyllta en er þetta rétti timinn? En þetta kemur ,,allt" í ljós seinna í dag.
Ía Jóhannsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:26
Góðan daginn Milla mín
Auður Proppé, 26.1.2009 kl. 10:05
Rétt hjá þér Ía mín, ef hún fær það þá sérðu rétta svipinn á henni,
þú veist.
verður spennandi að fylgjast með fréttum í dag.
Ljós yfir til ykkar
Milla.
Ljós til þín Auður mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2009 kl. 10:11
Góðan og blessaðan daginn... hér er hann sko fallegur bleikt og blátt í norður og sól í suðri.. Eigðu daginn góðan ljúfust mín.
Ljós inn i daginn þinn
Sigríður B Svavarsdóttir, 26.1.2009 kl. 11:21
Sama hér Sigga mín alveg yndislegt út að líta.
Eigðu góðan dag og megi hann vera ljósum prýddur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2009 kl. 11:46
Ég hélt að þú værir alltaf að missa sviðakjammana
Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 12:38
Ég taldi mig nú eigi með sviðakjamma, en kannski lít ég þannig út?
Kveðja til þín Ásdís
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2009 kl. 16:07
Það gerist allt svo hratt núna að þær fréttir sem maður bloggar um verða orðnar úreltar eftir klukkutíma.
Knús inn í nóttina.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.