Fyrir svefninn.
29.1.2009 | 19:27
Jæja góða kvöldið eruð þið ekki hress eftir daginn,? ég er það einnig
þrátt fyrir það að ég er búin að fá hundleið á þessu þófi í mönnum
sko þeim sem eiga að vinna að nýrri stjórn.
Hvað er þetta eiginlega halda menn að þetta megi bíða endalaust.?
Það hýrnaði heldur yfir minni er Gísli minn kom með bændablaðið,
Það er nú skemmtilegasta blað sem ég les.
Í kvöld fáið þið nokkrar vísur, mælt af munni fram úr Bændablaðinu.
Lyfjafræðingurinn og ljóðaþýðandinn, Helgi Hálfdánarson lést 20 janúar
sl. Þar kvaddi sterkur málsvari Íslenskrar tungu og góðra gilda.
Helgi var lengi apótekari á Húsavík. Eitt sinn sem oftar kom Steingrímur
Baldvinsson bóndi í Nesi þangað inn að sækja lyf. Þá stóð svo á að hann
hafði eigi handbært fé en mundi senda honum það við fyrstu hentugleika.
Helgi sagði að það yrði að vera með "vöxtum"
Steingrímur skildi alveg hvað hann meinti með vöxtum og sendi honum
greiðsluna með þessum vöxtum:
Lyfið reyndist-- ljótt er að frétta--
læknismætti öllu sneitt.
Það öðlast kannski ekki rétta
eðlið fyrr en það er greitt.
Af ástandi
Að lokum ein vísa sem kviknaði
af ástandinu í landinu:
Ástand og vandamál illa ég skil
og úræði síður þó fletti ég
blöðum.
Hvort munu orð á Íslandi til
um allt sem er hugsað á
Bessastöðum.
Hjálmars Jónssonar hefur umsjón með pistli þessum
í bændablaðinu.
Færi ég honum þakkir fyrir góðan pistil.
Efri hæð og ris í þessu húsi á hún Dóra dóttir mín.
Þetta er 106 ára gamalt hús með mikla sál.
Þetta er Gamli Baukur þar er rekið veitingahús afar vinsælt,
fallegt hús ekki satt?
Þarna eru seldir miðar í Hvalaskoðun og ýmislegt annað og
veittar þær upplýsingar sem fólk þarf. Kinnafjöllin í baksýn.
Lengst til hægri á þessari mynd sést í minni Flateyjardals.
Og eru þetta fyrir þá sem ekki vita Kinnafjöll þau eru svo fögur
aldrei eins hvorki í litum eða útliti, ég elska þessi fjöll.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Ég er nú ekkert hress Milla mín ef það nýjasta sem maður er að heyra er rétt. "Björgun heimilanna" stefnan á bara að vera fyrir þá sem yfirskuldsettu sig með því að taka allt of háa prósentu lán, á meðan þeir sem fóru varlega og tóku lán sem þeir gátu vel ráðið við sitja áfram með afborganir af sínum lánum þrátt fyrir að vextirnir hafi hækkað þær afborgarnir gífurlega. Annað hvort á að hjálpa öllum eða engum.
Takk fyrir myndirnar Milla mín, gaman að skoða þær
Auður Proppé, 29.1.2009 kl. 19:39
Frábærar myndir Milla mín frá fæðingarstaðnum. Mættir kannski smella einnig af formannshúsinu, geri það kannski bara sjálfur þegar ég mæti norður. Æi hvað ég er sammála þér með "málþófið". Bíða allir orðið með öndina í hálsinum. Væntingar yfirspenntar. Svo kannski pínu vonbrigði. Vill vera þannig. Kíkkaðu kannski á kvöldfærsluna mína, áskotnaðist gömul mynd sem ég birti og skrifaði heila ritgerð í kringum. "Í stuttu máli"..á ekki alveg við mig. Góða nótt og hafðu það gott.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:25
Auður mín það er rétt hjá þér, svarið sem við fengum í bankanum var, þið eruð ekki vanskilafólk, hefur þú heyrt annað eins?
Við erum öll í sömu sporum og mér finnist að það ætti að hjálpa öllum.
Njóttu myndanna elskan hér er yndislega fallegt.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 20:39
Þetta á að vera mér fyndist að það ætti að hjálpa öllum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 20:40
Takk Búkolla mín já húsið er æði.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 20:41
Einar minn hann Gísli minn fór með myndavélina út í dag ég bið hann næst að taka mynd af formannshúsinu.
Mun líta á kvöldfærsluna þína.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 20:43
Ég er svo pollróleg hérna. Hef ekkert um þetta að segja er bara bjartsýn, eins og venjulega. Verð að viðurkenna að það kemur mér ekki á óvart að það eigi bara að aðstoða þá sem kunnu sér ekki hóf, það heyrist jú mest í þeim. Ef rétt er þ.e.a.s.
Sofðu vel Milla mín, knúsaðu Gísla frá mér
Anna Guðný , 29.1.2009 kl. 21:56
Anna Guðný mín ég knúsa Gísla frá þér, en það eru ekki allir sem fóru óvarlega, þeim var bara boðið þetta sem kostaboð sem sagt myntkörfulán, sem fólk tók til að kaupa bílinn eða húsið og nú er allt í steik hjá þessu unga fólki, það eru svo aftur kannski sumir sem fóru of geyst, en ég þekki hvorugt því ég er bara með Íslensk lán sem hafa hækkað afar mikið. Þú veist nú hvernig stendur á þeim kæra vinkona
Sjáumst vonandi fljótt
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 22:10
Góða nótt, Milla mín. Svakalega eru þetta fallegar myndir og húsið hennar dóttur þinnar alger draumur.
Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 22:27
Fínar myndir. Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 30.1.2009 kl. 07:01
góðan dag !
Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 08:59
Knús til þín Helga mín já það er fallegt þetta hús.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 09:45
Þetta reddast Dóra mín og ef það gerir það ekki þá bara verður að hafa það. Elska þig og góða ferð til Akureyrar.
Mamma
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 09:47
Ljós í daginn þinn Dúna mín
Milla
Heyrðu Ladý Vallý er eitthvað að þú bara vöknuð
Knús í daginn þinn
Milla.
Knús til þín Solla mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 09:50
Fallegar myndir hjá þér myndir Milla mín þú ert snillingur
egvania, 30.1.2009 kl. 12:09
Knús til ykkar í höfuðborginni, njótið þess að fara á kaffihús í leiðinni.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 13:07
Ásgerður mín hann Gísli minn tók þessar myndir og mun ég segja honum hvað þú sagðir um myndirnar, hann knúsar þig næst er við hittumst.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.