Fyrir svefninn.

Sporðdreki:
Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir
allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig.
Að eiga of mikið er bara fúlt - drasl að bera, koma fyrir og viðhalda.

Mér líkar vel þessi stjörnuspá, hún á vel við mig, hvað það snertir
að eiga ekki of mikið.
Í  mörg á hef ég verið í því að hreinsa út, gamlar minningar og
særindi í sálartetrinu það hefur tekist afar vel.
Er búin að henda og eða aðallega gefa allt gamalt dót sem ekkert
er við að gera, nema til að viðhalda því gamla.
þið vitið hvað þetta gamla getur verið gamalt og frekar ógeðfellt
í minningunni svo best að losa sig við draslið.

Vitið þið að þegar þið takið til í skápunum og hendið úr þeim því
sem þið hafið ekki notað í eitt til tvö ár eða jafnvel lengur,
eruð þið að hreinsa sálina.

Síðast liðið haust var ég að taka utan af púðum sem ég á og hendi
ekki, þvoði verin sem er handavinna eftir mig og mömmu, en
nota bene er ég ætlaði að setja koddana í verin þá gaus upp
einhver vond lykt, kannaðist við hana og henti koddunum út í tunnu
létti stórum.

Ég er nú bara að tala um þetta til að segja ykkur hvað þetta er
yndisleg tilfinning.
Þið sem hafið ekkert að hreinsa út haldið auðvitað í ykkar gamla
samansafn af dóti.

Stelpur takið eftir þetta er tileinkað okkur.

Sjáið! hvar líður falleg vera framhjá,
í fylgd með vorinu hún brosir,
og varir hennar varpa þýðum söng til fuglanna,
á meðan vindurinn mjúklega leikur við hár hennar,
ljóst, brúnt, rautt, svart,
fegurðin er í andartakinu og andartakið í fegurðinni.

Augun geisla af dulúð og visku,
undir fölbleikum kjólnum dansa brjóst hennar af lífi,
bogalínur líkama hennar ljóma af mýkt og hlýju.

Hljóðlega nettum skrefum fagrir fótleggir tígurlega líða um,
líkt og hörputónar engils á ljósrauðu skýi.

Hún er ástin, hún er dóttirin, hún er móðirin,
hún er lífið, -- HÚN ER KONAN.

                     Arnoddur Magnús Valdimarsson.

Góða nótt.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 31.1.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til baka Huld mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 20:25

3 identicon

Búinn að koma þessu skilaboðum til konunnar, vona að hún skilji snúðinn. Hreinsa sálina. Flottir punktar. Er búinn að gera það sama eftir stjórnmálafréttir dagsins. Og er stórlétt. 83 dagar eftir. Og sálarfriður að kíkja inn til þín og lesa "fyrir svefninn". Góða nótt mín kæra og kveðja til ykkar allra frá okkur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín elsku Vallý mín og takk fyrir að vera þú.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá ykkur, en þú veist að maður safnar ætíð drasli, sem ber að hreinsa út annað slagið.
Knús til ykkar fallega fjölskylda
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 21:16

6 identicon

Góð áminning Milla mín að hreinsa bæði til í sálartetrinu og í skápunum. Það skiptir víst miklu að vera að ekki að safna ekki hlutum sem maður notar ekki eða hefur ekki gaman að lengur.

Ljós inn í nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú þarna Jónína mín, og hvar ertu stödd í Ameríku eða hér heima?

Þetta kom svona upp í hugann er ég las þessa spá undir kvöld í mogganum.
Ljós til þín elsku Jónína
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 21:37

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég er sproðdreki og veit hvað þu ert að tala um hér. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.1.2009 kl. 21:44

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Enda flott kona Ía mín.

Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 21:49

10 Smámynd: Anna Guðný

Anna Guðný , 31.1.2009 kl. 21:58

11 identicon

Nei mín bara vakandi ennþá! Ég er ekki farin ennþá til Ameríku en það styttist óðum, það verður gott að komast í burtu frá þessu argaþrasi í stjórnmálunum. Gott að þeir í Ameríku eru bara með fréttir frá sínu landi annars er Obama í því að skamma bankadúddana fyrir eyðslusemina.

Góða næturblund.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:23

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Knús og kram inn í nóttina Milla mín Kveðja flökkukindin

Ólöf Karlsdóttir, 1.2.2009 kl. 00:11

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:24

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli veiti nokkuð af að skamma þá Obama tekur örugglega á því sem þarf.
Vona að þú hafir sofið vel í nótt.
Milla

Anna Guðný  mín knús til þín

Knús til þín Ólöf mín

Sigrún mín knús til þín mæta kona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband