Hanna Birna ætti að verða formaður.

Að mínu viti þá á sjálfsstæðisflokkurinn að koma með
nýtt og óspillt blóð  í formanninn.
Hanna Birna er það að mínu mikla viti.
Bjarni Benediktsson þingmaður er örugglega hinn vænsti maður,
en litaður af gamla andanum í flokknum, því miður.
Gamli andinn ól upp sín börn í því að ekkert annað væri til en
blái liturinn og þeir sem fylgdu honum væru hátt yfir aðra komnir.

Hanna Birna er alin upp í bláum lit, en með það að leiðarljósi að
öll manngildi séu jöfn og að allir eigi skilið mannkærleikann.
Kannski vill hún ekki í þennan slag eins og sakir standa og skil
ég það vel.
það þarf nefnilega að vekja bláa fólkið upp úr meðvirkninni.
Samt er ég viss um að hún mundi velgja þeim vel undir uggum.

Eigið góðan dag
Milla.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú segir nokkuð Milla mín. Ef minnið er ekki alvega að fara með mig þá veit ég ekki betur en hin ágæta Hanna Birna sé alinn upp á krataheimili í Hafnarfirði.  Upp við jöfnuð og réttlæti eins og þar segir. Gerðist blá við aukin þroska og vitund á lífið og tilveruna. En það gerir konuna kannski enn áhugaverðari. Já þú segir nokkuð. Þetta gæti verið mjög svo áhugavert. Ætli hún sé að pæla í því.  Eig þú líka góðan dag kæra. Sem verður sögulegur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er nú bara nokkuð sammála þér Milla

Huld S. Ringsted, 1.2.2009 kl. 12:14

3 identicon

Það eru margir sem hafa nefnt að þeir vilji sjá Hönnu Birnu sem formann en hver á þá að stjórna borginni? Það hefur að minnst kosti verið nokkuð friðsamlegt síðan hún tók við því embætti.

Ljós inn í daginn þinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Ásgerður

Ætla ekki að tjá mig um Sjálfstæðismenn , verður bara íllt við tilhugsunina.

En óska þér góðs dags

Ásgerður , 1.2.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar ef ég man svona vitlaust þá verður þú að fyrirgefa mér, man ekki eftir því að pabbi hennar hafi verið krati (En Kiddi minn þú kemur bara inn og leiðréttir mig ef ég man svona vitlaust)
Held að mamma hennar sé nú alin upp við sjálfstæðið bara rétt eins og frændi hennar Steingrímur J. Sigfússon, allavega Steingrímur.
Nei Einar hún er örugglega ekki að pæla í því , en það hefði verið viturlegt og þó kannski ekki strax hennar vegna.
Kveðja og og knús í þinn dag og að hvaða leiti verður minn sögulegur.munu þau gerast?
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það vissi ég Huld mín, ég uni öllum flokkum allt það besta, en þú veist mína skoðun

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:36

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín hennar tími er líklegast ekki kominn en hún er frábær og vel fylgin sér.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:38

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður frænka mín þú þarft ekki að tjá þig um flokkinn, en maður getur haft skoðanir á því hverja maður vill í forystu.
Ljós til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:40

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðrún Emilía

Hanna Birna hefur staðið sig afar vel sem Borgarstjóri. Hins vegar var hún í hópi borgarfulltrúa sem hélt afar illa á spilunum og það ekki fyrir alls löngu. Hanna Birna hefur starfað fyrir flokkinn og ef þér finnst flokkurinn hafa mótað þessa einstaklinga, þá þykir Bjarni bæði vera umburðarlyndari og jafnframt eiga auðveldara að vinna með stjórnmálamönnum úr öðrum flokkum.    

Sigurður Þorsteinsson, 1.2.2009 kl. 20:56

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eins og ég sagði Sigurður þá er Bjarni örugglega hinn vænsti maður,
en litaður er hann þessi ungi maður.
Að geta unnið með öllum kallast að vera diplómatískur og er það góður kostur að mínu mati og tel ég að Hanna Birna hafi sannað að hún er diplómatísk, allavega er búin að vera sátt um hana síðan hún tók við
sem borgarstjóri.
það má einnig nefna að engin er fullkominn, en gott er fólk veit um sína ófullkomnun og sneiðir fram hjá henni í sinni vinnu.
Takk fyrir þitt innlit

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband