Alvel frábært og bráðnauðsynlegt.

Kristján Sturluson , framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

Kristján Sturluson , framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

//

Rauði krossinn opnar miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum.

Miðstöð, þar sem aðstoð verður veitt í samræmi við neyðarvarnaskipulag Rauða krossins, verður sett á laggirnar á næstu vikum af Rauða krossinum  á Íslandi til að bregðast við þörf sem hefur skapast í samfélaginu í kjölfar efnahagsástandsins.

Boðið verður upp á sálrænan stuðning, ráðgjöf og námskeið til að takast á við breyttar aðstæður fólks í landinu. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Rauða krossins í gærkvöldi.

Rauði krossinn flýtti einnig árlegum formannafundi sínum um tvo mánuði til að sameina viðbrögð allra 50 deilda félagsins vegna efnahagsástandsins. Á fundinum sem lauk fyrir stundu var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing:

„Yfir samfélaginu hvílir skuggi alvarlegustu efnahagskreppu sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir um áratugaskeið eða í meira en hálfa öld . Afleiðingar hennar eru ekki með öllu fyrirséðar en þó er ljóst að fjöldi einstaklinga og fjölskyldna standa á tímamótum, horfa fram á atvinnumissi og erfiðleika. Þörfin fyrir framlag Rauða kross Íslands hefur sjaldan verið meiri

Það er rétt og þykir mér frábært að lesa hvað þeir ætli
að gera fyrir fólkið okkar sem býr við neyð og það eru margir
og þeim á eftir að fjölga.

 Rauði krossinn er viðbragðsaðili í neyð og hefur byggt upp kerfi þar að lútandi, veitt fjöldahjálp og sálrænan stuðning. Félagið mun við þessar aðstæður stíga fram og veita fólki aðstoð til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu.

Ætla ég bara að vona að allir þeir sem þurfa á þessari
hjálp að halda, nýti sér hana og telji sér ekki trú um
að það sé skömm að þiggja hjálp.
Ég hef nefnilega heyrt það hjá fólki og einnig heyrt fólk tala
neikvætt um þá sem þiggja hjálp svoleiðis hugsunarháttur
er til skammar.
Fólk veit aldrei hvenær kemur að því.


Mikilvægi þeirrar starfsemi sem nú þegar er sinnt í deildum félagsins á eftir að aukast verulega á næstunni. Starfið er víðfeðmt og fjölbreytt og nær nú þegar til margra hópa sem standa höllum fæti. Sjálfboðaliðar Rauða krossins búa yfir mikilli reynslu sem mikilvægt er að nýta til hins ítrasta við núverandi aðstæður. Deildir félagsins um allt land eru tilbúnar til samstarfs við stjórnvöld og félagasamtök í þessu sambandi og hefur fjórðungur deildanna þegar hafið slíka samvinnu," að því er segir í tilkynningu

Takk fyrir Rauða krossinn og þá sem vinna þar.

Eigið góðan dag og verið bjartsýn
.Smile
mbl.is Miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Frábært framtak. Knús í daginn þinn Milla mín

Auður Proppé, 2.2.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Veitir ekkert af samtakamætti þessa dagana. Gott að við eigum svona góð samtök sem kalla til gott fólk sem er tilbúið að rétta hjálparhönd, ekki veitir af!

Bjartsýnisgleraugun sitja sem fastast!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.2.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Auður mín, ég var að vakna, skreið upp í rúm um hádegið setti Vilhjálm í diskaspilarann (sko ekki hann sjálfann heldur diskinn)
og steinsofnaði.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún vona bara að fólk leiti til en sitji ekki heima, og þó að fólki vanti ekki vinnu eða eitthvað þá bara að spjalla, það hefur kannski einhverjar áhyggjur sem það getur létt á sér með.

Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit ég vel að þau sitja sem fastast á þér kæra vinkona.
Það er gott að eiga gott fólk út um allt.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 14:56

7 Smámynd: Tiger

Ég er ánægður með þetta framtak líka. Það er nauðsynlegt að fólk hafi fastan punkt einhvers staðar til að leita á ef erfiðleikarnir eru að buga tilveruna. Nú er bara að vona að fólk noti sér þetta frekar en að það byrgi allt inni þar til það springur ..

Kisskiss Millan mín ..

Tiger, 2.2.2009 kl. 14:56

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn það er gaman að segja frá því að þetta er búið að vera hér á Húsavík síðan fyrir jól og það á vegum Atvinnuþróunarfélagsins og
Stéttarfélagana á Húsavík og er það frábært framtak.
Nú tekur Rauði Krossinn örugglega við þessu starfi.
Knús í krús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 15:08

9 identicon

við eigum fullt af frábæru fólki. Og sumir vinna verk sín utan sviðsljósin.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:36

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið rétt langbrókin mín og það er bara gott.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.