Sterkar hugleiðingar.

Sporðdreki: Það er svo sem gott og blessað að æfa skrokkinn
og reyna að halda honum í sem bestu formi. Dragðu djúpt
andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera
.

Yes Yes!!! Auðveldara getur það ekki verið, bara að draga
djúpt andann og velta því fyrir sér hvað maður vill gera.

Ekki lengi að því:,, Koma landinu á réttan kjöl, allir hafi
atvinnu, komið því þannig fyrir að sem fæstir þurfi aðstoð,
ekkert einelti sé í gangi í þjóðfélaginu, allir séu jafnir,
sem sagt engin stéttarskipting."

Mundi vilja að allir myndu það að það er ekki sjálfgefið
að eiga peninga og að allir mundu fara vel með.

Mér er hugsað til Gámafólksins,
það á ekki að þurfa að vera þannig hér á landi.

Nú veit ég vel að mér verður ekki að ósk minni því spáin
á bara við mig, þess vegna segi ég.

það verður að kippa fjármálum Samhjálpar í lag og ég skal
ekki trúa því fyrr en á reynir að það verði ekki gert og það
helst í gær.

52% styðja ríkisstjórnina, ekkert einkennilegt við það, flestir
vilja gefa henni tækifæri, humm bíðum og sjáum til.

Eitt sem ég urlast hreinlega yfir það eru uppsagnir þúsunda
manna og þetta fólk þarf að ganga í gegnum andstyggðar ástand
áður en það getur farið á bætur, ekki nenni ég að telja það upp hér
hvaða afleyðingar þetta allt hefur á líf  fólks, það vita það allir.
Ráðamenn þessara þjóðar sem eru á traustum grunni fjárhagslega,
sem sagt er alla veganna skulu fjandast til að setja vinnu í gang
landið um kring, vegavinnu brúarvinnu og bara allt það sem tilbúið er
í útboð því það er margt, bara fátt eitt  talið upp hér.

Má til með að nefna Obama hann er flottur, viðurkennir mistök
og lofar að þetta komi ekki fyrir aftur.
Það mættu allir taka sér þessi orð til fyrirmyndar.

Hætt þessu tuði í bili, það er hvort sem er engin sem á að hlusta
sem hlustar, enda er ég að þessu til að létta á sjálfri mér.
Eigið góðan dag í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Ég held þetta sé margra ára vinna sem þú ert að tala um hér.  Það tekur alltaf styttri tíma að rífa niður en að byggja upp

Enda er stjörnuspáin þín eins og þú segir fyrir sjálfa þig og mér finnst hún henta þér ansi vel   Hugsaðu vel um skrokkinn mín kæra

Auður Proppé, 4.2.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætla að reyna það elskan, en hitt er svo annað mál að atvinnuleysi er hægt að uppræta að mestu með framkvæmdum sem á hvort eð er að gera. það kostar peninga að afla peninga.
Knús í hús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Tiger

  Sammála þér Millan mín, bara að maður gæti tekið völdin í sínar hendur og breytt ástandinu sí svona.

Endalaust ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er nánast eða alveg á götunni í þessu "velferðaríki" framsóknar. Nei, ég er sammála þér - það ætti ekki að þurfa að vera til Gámafólk hér heima, við eigum að geta ráðið við slíkar aðstæður til að svo sé ekki. Hugsa sér allan þann pening sem pólitíkusar hafa verið að ausa í alls skyns vitleysur í gegnum tíðina sem hefðu betur farið í góð málefni. Ussuss ... maður verður reiður þegar maður hugsar um það hve valdagræðgi getur eyðilagt margt sem hefði mátt komast hjá.

Knús á þig Millan mín og dúðaðu þig vel í kuldanum!

Tiger, 4.2.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: egvania

Milla mín við vitum alveg hvað gerist " fleiri jarðafarir "  ekki spurning því miður.

Hjónaskilnaðir og ofbeldi.

Sorglegt ástand.

egvania, 4.2.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn góður að vanda og yfirleitt erum við sammála.
Dúða mig, hvað er það, ég sit hérna í kvartbuxum og hlýrabol, engum kemur það á óvart sem þekkja mig.
Stundum á kvöldin fæ ég svona giktarkulda hann kemur innanfrá þá fer ég í legghlífar, sef síðan í ullarsokkum en að öðru leiti afar léttklædd.
Skrítin er ég er það ekki.?
Knús í krús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 18:34

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það verður mikið um það því miður, ekki nema að þeir setji allt í gang með vinnu í öllum landshlutum.
Æ ég veit að ég er bjartsýn.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 18:36

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Við erum svona rétt farin að sjá í trýnið á kreppunni. Ástandið á örugglega eftir að versna allsvakalega áður en það fer að snúast til betri vegar.

Helga Magnúsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:17

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það má vera Helga mín, en ég vona samt það besta.
Ef við höfum ekki vonina þá höfum við ekki neitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband