Fyrir svefninn
4.2.2009 | 19:36
Góð minning.
Sumarið 1998 fórum við með mömmu mína í ferðalag.
Henni langaði að koma til Eskifjarðar, nú við tókum
Sumarhús á leigu rétt fyrir utan Egilsstaði.
Dóra mín kom með og að sjálfsögðu tvíburarnir okkar.
Við ákváðum að það væri best að mamma mundi fljúga
til Egilsstaða.
Við fórum frá Ísafirði á miðvikudegi og ókum til Húsavíkur
Gistum eina nótt hjá Millu og Ingimar, síðan kom Milla á
sínum bíl með okkur á föstudeginum tókum við bústaðnum
komum okkur fyrir og fórum að versla.
Daginn eftir kom mamma og það var mikil gleði því tvíburarnir
elska langömmu sína og það er gagnkvæmt.
Mamma hafði ekki komið til Eskifjarðar síðan hún flutti þaðan með
sinni fjölskyldu að mig minnir 1933. svo það voru 66 ár.
Jæja við fórum með hana í Landsbankann þar sem pabbi hennar
var útibústjóri og því miður var búið að rífa gamla húsið, en vel var
tekið á móti henni í nýja bankanum farið með okkur upp á loft og
þar fékk hún að sjá myndir og við fengum kaffi.
En svo fór í verra daginn eftir þá fórum við til Seyðisfjarðar og hún
var stíf alla leiðina niður, hún er nefnilega mikið bílhrædd, eða bara
óhemja í bíl. Við borðuðum og skoðuðum okkur um síðan á uppleið
ákváðum við að skoða fossana og ókum út af veginum og á bílaplan
sem þar var, en er maður er að aka inn þá er svona kantur þannig
að þú sérð bara upp í himininn smá-stund.
Guð minn góður, mamma trylltist af hræðslu og gargaði á Gísla minn
tvíburarnir 8 ára, fóru að gráta úr hræðslu, það þarf ekki að taka það
fram að hún fór ekki út úr bílnum og ætluðu tvíburarnir ekki heldur
mamma þeirra tók þær bara út úr bílnum og léku þær sér þarna
góða stund, það var yndislegt þarna uppi.
Ég var ekki á hækju þá bara eldhress.
Við ætluðum á Borgarfjörð eystri, en hjálpi mér allir heilagir, nei!
svo það sem eftir var af tímanum vorum við í söfnum, kaffihúsum
og öllu því gramseríi sem við fundum.
Síðan var spilað, litað og gerðar hannyrðir á kvöldin.
Skildum mömmu síðan eftir á Akureyri hjá frænku minni þar
síðan flaug sú gamla þaðan til Ísafjarðar og var hún hjá okkur í
vikutíma.
Það var ekki farið með hana í neinar fjallaferðir þar.
Nú er hún elsku mamma mín ekki fær um að fara út úr sínum bæ
sem er Skógarbær í mjódd.
Hún klæðist í stól og horfir á sjónvarpið allan daginn.
hún er með allar rásir sem hægt er að hafa og elskar að skipta
um rásir. Við erum oft á tíðum fyrir henni ef við stoppum of lengi.
Svona er þetta, en ef hún hringir þá er mín í stuði og það kjaftar á
henni hver tuska.
Takk elsku mamma mín fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér
í veganesti út í lífið.
Góða nótt kæru vinir.
Athugasemdir
Þetta hefur verið eftirminnilegt ferðalag. Aumingja mamma þín að vera svona bílhrædd. Þó kostur að hún virðist ekki vera flughrædd.
Helga Magnúsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:39
Það er örugglega ekki gott að vera svona bílhrædd það er svo sem ekkert skrítið að eldri kynslóðin vilji fara varlega þar sem þau eru ekki vön þeim hraða og látum sem við þekkjum.
Góða nótt Milla mín og sofðu rótt.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:30
Nei veistu Helga hún elskar flugvélar og svo held ég nú oft að hún sé svolítil drama lady. ferðalagið var bara gott og sérstaklega fyrir tvíburana þær sátu þrjár og lituðu á kvöldin og þær eiga meira að segja þessar litabækur það er engu hent á þeim bæ.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 20:34
Jónína mín hefði skilið ef það hefði verið ég við stýrið, en það var sko Gísli hann ekur ekki hratt, en það getur engin gert að því þótt hann sé hræddur við eitthvað.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 20:36
Þessar sögur þínar eru alveg brilljant. Auðvelt að sjá myndirnar fyrir sér. Skil vel að gamla konan hafi verið bílhrædd á heiðunum fyrir austan. Hélt að minn betri helmingur væri að "missa það" þegar hún fór í fyrsta skiptið yfir Oddskarðið að sumri til í sól og blíðu. Lofthrædd. Svo venst þetta eins og allt. Verður að fyrirgefa en lýsingin þín á mömmu þinni núna minnti mig svo mikið á ömmuna í myndinni Hafið. Með heyrnartólin og allar rásir til taks. Allan sólarhringinn. En geri ekki ráð fyrir að þín gamla sé að staupa sig eins. Góða nótt kæra og farðu vel með þig.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:04
Ég skil vel að þið hafið ekki hætt ykkur út í Borgarfjörð Eystra. Í það eina skipti sem ég kom þangað var ég stjörf alla leið og er þó ýmsu vön frá fjallvegum vestra.
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:15
Já Sigrún hef heyrt að það sé verra að aka til borgarfjarðar eystri en vestur,annars er maður orðin svo vanur vegunum fyrir vestan að maður ekur þetta af gömlum vana.
Knús á þig væna kona
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 21:29
Nei Einar minn mamma hefur aldrei drukkið vín, hér áður og fyrr er vín þótti afar fínt þá var hún með í glasi en það var alltaf jafn fullt.
Hún hefur heldur aldrei reykt, en eins og með vínið var hún með og þá voru það sérstakar cotail síkarettur sem voru í pastel-litum og ég er ekki að skrökva, þetta púaði hún út í loftið, þótti fínt.
Hún er nefnilega hefðarkona hún mamma mín og skilur ekkert í klæðaburði kvenna í dagSko hann elsku pápi minn drakk bara fyrir þau bæði og gott betur en það.
USS ætla ekki að fara að setja niður aðra ritgerð þó á minni síðu sé.
Knús í mosó
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 21:37
Úffffff skil vel að hún hafi verið bílhrædd á vegunum þarna fyrir austan eins hrykalegir og þeir eru oft. Sérstaklega ef maður er bílhræddur og lofthræddur.
Gott að eiga svona góðar minningar
Dísa Dóra, 4.2.2009 kl. 22:08
Mamma er alltaf mamma. Knús og góða nótt Milla mín
Erna, 4.2.2009 kl. 23:05
Dísa Dóra mín ég er nú ekki að gera lítið úr bílhræðslu mömmu minnar en frá Egilsstöðum og til Seiðisfjarðar er allt malbikað og fínt það er ekki eins og við höfum verið að fara einhvern eldgamlan malarveg, en þessi ferð er góð minning því hún fór ósköp lítið eftir þetta, en kom samt til Húsavíkur er Viktoría Ósk var skýrð.
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 07:43
Erna mín það segir þú satt, mamma er ætíð mamma.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 07:44
Já Vallý mín ég er rík að hafa átt þessa mömmu, enda valdi ég hana sjálf. Hún kenndi mér svo mikið, en í dag er hún bara skar, en eins og ég segi þá er rosa gaman að tala við hana ef hún er í stuði.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.