Blaður gerir illt.

Sporðdreki: Hegðun þín laðar að sér fólk með þarfir sem eru ekki skilgreindar. Ráðstefnur, fundir og samræður við aðra einkennast af hressileika, bjartsýni og jákvæðni.

Það sem gerist í umræðum/fundum hjá mér, er allt þetta,
og get ég bætt við heiðarleika og þagnargildum.

Gott að fá svona spár sem yfirleitt passa við það sem ég
er að gera.
Þarfir sem eru ekki skilgreindar, eru þær þarfir sem fólk
á erfitt með að koma fram með, eins og þörfin til að segja frá
og eða bara tala um eitthvað sem maður heldur að maður
eigi ekki að tala um, sumir standa nefnilega í þeirri meiningu
að maður eigi að þegja yfir sínum áhyggjum eða bara öllu.
Það er mesti misskilningur, það á að ræða allt sem bætir
líðan fólks.

Um daginn var verið að tala um tungulipurt fólk, ég segi fólk
vegna þess að þið skuluð ekki halda að karlpeningurinn sé
eitthvað skárri en kvennaskörungarnir, nema það að konur
eru rætnari en karlmenn. "STAÐREYND"

Bla bla fólkið getur komið því til leiðar að fólk sem er veikt fyrir
því sem er sagt um það fer hreinlega yfir um á Taugum og
litla sálartetrið er svo sært að lengri tíma tekur að lagfæra það
jafnvel mörg ár.

Þetta veika fólk á kannski börn sem verða fyrir einelti í
skólanum vegna talsmáta foreldra þeirra um viðkomandi
persónu.
Fáum jafnvel engum dettur í hug að viðkomandi þurfi frekar
kærleik inn í sitt líf, frekar en þennan ömurlega kjaftagang
sem hefur einkennt þessa þjóð um aldir.
Og eða að börnin verði fyrir varanlegri skemmd á sínu sálartetri.

Fólk sem gasprar út í loftið um eitthvað sem það þekkir ekki
veit engan sannleika í og hefur ekki leifi til að út tala sig um,
á bara eitthvað afar bágt sjálft.

Mér hefur oft dottið í hug að segja við fólk,
viljið þið ekki líta inn á við og skoða ykkar eigið egó, því að
allt sem við troðum á annað fólk án þess að vita í raun
nokkurn sannleika, ER EGÓ.

Eigið góðan dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín

Frábær færsla og svo mikið sönn.  Það er ótrúlegt hvað fólk lætur frá sér vanhugsað og fólk með illt innræti finnst það hafa "rétt" til að tala um eða tjá sig illa um aðra og smjattar á því. 

Sorglegt en staðreynd, þekki gott dæmi!!! 

Svo alast börnin upp við þessar umræður og stöðugan kjaftagang á heimilinu og endurtaka sama leikinn á sínu heimili þegar komin eru á fullorðins árin.  Kjaftakerlingar og karlar = EGÓ

Knús og kærleik í daginn þinn

Auður Proppé, 5.2.2009 kl. 08:19

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þær eru margar smásálirnar sem finnst gott að láta líta svo út að þær séu betri en aðrir, með lygi ef önnur vopn eru ekki tiltæk.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 13:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Auður mín og Helga þetta er sorgleg staðreynd og er ekki að byrja í dag.
Ég er að sjálfsögðu að tala um eitt sérstakt mál sem er um 20 ára gamalt, svo þið sjáið þetta er ekki að byrja í dag og var heldur ekki að byrja þá.

oft á tíðum spyr ég sjálfan mig: ,,Er virkilega til svona rætið fólk eða er þetta grunnhyggni, að fólk skilji ekki hvað hlýst af svona framkomu?
Ljós til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 15:11

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín takk fyrir brosið vona að það sé ekki til handa pistlinum mínum.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 15:12

6 identicon

Ábyrgð uppalenda er mikil og sorglegt ef þeirra vanlíðan, reiði eða fordómar bitni á börnunum sem eðlilega temja sér sömu siði í samskiptum og hegðun. Þetta er segin saga og sönn, sá sem bendir á aðra er með 1 fingur fram, 1 upp í loft en...3 á sjálfan sig. Margur heldur mig sig. En ég og við getum einungis breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. En getum haft bæði skaðleg og góð áhrif á þá sem standa okkur næst. Frábær skrif hjá þér kæra Milla og takk fyrir mig. Gott að fá svona texta til að brjóta upp daginn. Og ég veit að hann er ekki skrifaður af tilefnislausu. Þarf samt aðeins að pæla í formúlunni hennar Auðar (kjaftakerlingar+karlar = og EGÓ).

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljós til baka Ljúfust mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 5.2.2009 kl. 15:44

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já sammála því að svona biturð og reiði fólks, auk gaspurs eru ótrúleg  og þegar fullorðið fólk er farið að smita börnin sín af alskonar vitleysu með tali um náungann og fleira, þá er ekki allt í lagi. Því að auðvitað trúa börnin foreldrum. Hvað annað.       Reiði og bituð okkar eldri, ef að einhver er ,    eiga ekki að fá að njóta þess að halda áfram með börnum okkar eða barnabörnum......... Það er bara klikkunn   enn alltof algengt.

Knús á þig Milla

Erna Friðriksdóttir, 5.2.2009 kl. 16:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið rétt hjá þér Einar minn engin getur breytt okkur nema við sjálf. Og svo lengi sem við ekki fyrirgefum sjálfum okkur fyrir það sem við látum gerast, getum við ekki haldið áfram að lifa.

Rétt þetta er ekki skrifað af tilefnislausu, en sem betur fer ekki mín reynsla í þetta skiptið.
Knús í Mosó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 19:17

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Sigga mín, við skiljum hvor aðra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt mælt hjá þér Erna mín og ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband