Fyrir svefninn.

Hér er búið að snjóa yndislegum jólasnjó í allan dag.
fyrst í morgun var 11 stiga frost og hrikalega kalt, ég fór
ekki út, en við vorum að koma heim frá Millu minni og besta
tengdasyni sem til er og hann sagði að það hefði verið kalt
að fara á sjóinn í morgunn. Honum trúi ég ætíð.
Við fengum pastarétt að borða fullan af grænmeti og smátt
skornum pulsum síðan er ostasósu hellt yfir allt saman.

Nú það var rafmagnslaust af og til í allan dag fram í Laugum
þau rétt gátu steikt hammara og franskar síðan fór það aftur
og vonandi er það endanlega komið á.

              *****************************

     Núna fáið þið viðbót við Fátæka munkinn frá Skörum.

             þó var ég ei fullseldur myrkranna makt,
             því mikið gott oss í brjóst er lagt.
             Ég var eins og bátarnir á vandsigldri leið,
             sem velktist í stormi og sjávarneyð,
             og aldan lokksins að landi ber,
             er lemstrað hafa klettar og sker,
             en sérhver brest og baga
             má bæta samt og laga.

             Þá settu þeir mig í svartnættisskrá ,
             og síðan þeir hröktu mig til og frá,
             sem vargar, er bráð vilja bíta
             og bryðja og naga og slíta
             þá dafnaði hatur og dauðasynd,
             minn drykkur og matur varð heiftug blind.
             Mér var sem ég þyldi dauða  og dóm,
             sem djöfullinn nísti mig heljarklóm,
             mér var sem ég væri í Gehenna,
             ég vildi myrða og brenna.
             En dynur í fossi og skrjáf í skóg
             og skín, sem ársól á fjöllin sló,
             og haust regn, sem harmþungt flæddi,
             í hjarta mér kærleikann gladdi.

             Við daggir og læki og lóukvak
             og léttstíga hinda fótatak,
             við blómin og íkornans gleði á grein
             mig gróandans von í hjartað skein.
             Í sjálfum  mér sæmd mín glæddist
             Um sannindi ný ég fræddist.

             Það er ekki satt sem ég ætlaði fyr,
             að úthýst sé neinum við himins dyr,
             því athvarf hlýtur þar hver og einn,
             þar hafnar er engum né sauður neinn.
             Sá góði er ekki svo hreinn sem hann
             í hroka sínum ætla kann
             Sá illi er því góða ávallt nær
             en ætlar hann sjálfur, er kvölin slær.
             né lasta og fella dóma.

                                  Þetta er eftir Gustaf Fröding.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú átt sko góðan tengdason sem er af góðu fólki kominn, þar er ég 100% sammála þér.  Kær kveðja til þeirra sem þekkja mig ennþá.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skila því Ásdís mín, já veistu það er leitun af svona góðum dreng og fólkið á hann gott.
KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 21:48

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín þú átt yndisleg börn tengdabörn og ég tali ekki um barnabörn .

En á  ég að trúa því að þú vitir ekki hver Allý er

Kveðja og knús Ollý og viðhengið:-)

Ólöf Karlsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Auður Proppé

Ástarþakkir fyrir daginn í dag Millan mín, þú ert yndisleg.

Góða nótt og sofðu rótt í all nótt

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 22:05

5 identicon

Takk fyrir öll samskiptin og fróðlegu og skemmtilegu kommentin. Er búinn að ná þessu með folann. Glæddist von að það væri ég en fattaði fljótt að ég er ekk hestur. Kær kveðja í kuldann norður og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Erna

Þú ert nú barasta frábær, knús og góða nótt elsku Milla mín

Erna, 11.2.2009 kl. 00:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn datt þér í hug sem snöggvast að þú værir hestur?
Ætla nú bara að vona að þú sért ekki orðin veruleikafyrtur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 07:34

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús og kærleik til þín elsku Erna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 07:34

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín það er sem sagt orðið Allý að kenna?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband