Ekki hægt að gleyma, en fyrirgefa.
11.2.2009 | 07:31
ÉG MUN ALLTAF MUNA
Ég felldi tár af því að þetta minnti mig á hversu illa mér leið á þessu tímabili," segir hin 16 ára gamla Kristín Rán Júlíusdóttir. Þannig lýsir hún líðan sinni þegar hún bjó sig undir málþing þar sem hún lýsti reynslu sinni af rafrænu einelti. Málþingið var haldið á vegum SAFT í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar. Móðir Kristínar, Guðný Kristjánsdóttir, lýsti einnig reynslu sinni af sama tilefni.
Auðvitað mun hún ætíð muna þessi unga stúlka, það
gleymir engin því sem gert er á hluta mans.
Svona einelti er eins og köld rennandi blaut tuska í
andlitið.
Upphaf málsins er að þegar Kristín Rán var í 7. bekk hélt hún úti bloggsíðu og inn á þá síðu voru rituð ummæli, sem ekki verða höfð eftir hér, að beiðni mæðgnanna. Kristín Rán fæddist með fötlun sem lýsir sér þannig að hún er með skerta hreyfigetu í vinstri helmingi líkamans. Hún hefur ætíð átt erfitt með að sætta sig við fötlun sína og hefur reynt að haga lífi sínu þannig að hún hamli henni á engan hátt. Þetta var það persónulegt að fötlunin var nefnd," segir Kristín Rán um eðli þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu. Ég á ennþá erfitt með að sætta mig við að ég sé fötluð en ég er að læra að lifa með þessu," segir hún.
Ummælin sem færð voru inn á bloggsíðu Kristínar voru afar særandi og þó að Kristín Rán hafi nú lokið námi í 10. bekk og hafið nám í fjölbraut sárnar henni enn að tala um þetta. Þetta var það góð vinkona mín að þegar ég komst að því hver gerði þetta átti ég ekki orð," segir hún.
Auðvitað varst þú undrandi, tuskan sem ég talaði um áðan
virkar eins og; ,, Sjokk, undrun á, hef ég gert eitthvað,
hvers á ég að gjalda, reiði og síðan sorgin sem þú þarft að
glíma við, hvernig gat hún gert mér þetta mín góða vinkona
og af hverju?
Kristín Rán og foreldrar hennar hafa fyrirgefið stúlkunni skrif hennar og Kristín og stúlkan hafa verið samstiga í skóla alla tíð, eru núna báðar í fjölbraut. Við erum ekki beint vinkonur í dag en ég hef mætt í afmælin hennar og hún í afmælin mín," segir Kristín. Ég mun samt aldrei gleyma þessu, ég mun alltaf muna eftir því sem hún gerði. Ég er bara þannig manneskja að ég finn það í hjarta mínu að fyrirgefa," segir Kristín og bætir svo við að vinkonan hafi greinilega séð eftir þessu þegar upp komst og henni liðið illa.
Að henni leið illa í einlægni, bendir til að hún sá eftir og var
ekki að hugsa þessa hugsun til enda og að þú gast fyrirgefið
henni gerði gæfumuninn fyrir ykkur báðar og þó sér í lagi fyrir þig.
Það er nefnilega þannig að ef maður er með heift þá fær maður
heift á móti.
Kristín Rán segir að reynslan hafi styrkt hana og gert hana betri. Ég myndi aldrei leggjast svo lágt að gera nokkuð í líkingu við þetta," segir hún. Ég er mjög ánægð að vera ekki svona manneskja."
Þú mátt vera ánægð með að vera svona manneskja eins
og þú segir og elsku stelpa fötlun þín á ekki að hafa nein
áhrif nema þau sem þú leifir þeim að vera, en þar held ég
að þú sért á réttri braut með og vonandi verður þú sú
sem hjálpar bæði þolendum og gerendum í framtíðinni.
Guðný, móðir Kristínar Ránar, segir að þeim foreldrunum hafi fundist skrifin á blogginu svo ljót að þau hafi ákveðið að gera eitthvað í málinu. Hún átti á brattann að sækja frá því hún hóf nám í grunnskóla," lýsir Guðný. Þetta rafræna einelti setti í okkar huga eiginlega punktinn yfir i-ið." Foreldrarnir ákváðu að fá að fara inn á heimili þeirra sem hugsanlega höfðu ritað orðin til að finna ip-töluna en það tókst ekki. Guðný tekur sérstaklega fram að foreldrar bekkjarsystkina Kristínar hafi tekið þeim afar vel. Fyrst ekki tókst að finna gerandann á þennan hátt var ákveðið að leita til lögreglunnar með málið og sú tilkynning var gefin út. Það varð til þess að gerandinn gaf sig fram.
Guðný hnykkir á að þetta mál hafi farið vel og þau telji sér hafa tekist að koma í veg fyrir frekara einelti í gegnum netið með því að bregðast svona við. Þetta bar árangur og það er það sem situr eftir. Viðbrögð okkar og dóttur okkar."
Kristín Rán átti sitt besta ár í 10. bekk grunnskóla og núna blómstrar hún í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við viljum segja frá þessu núna til að koma því á framfæri hvernig við brugðumst við þessuÞetta voru frábær viðbrögð og hárrétt, ég held að alltof fáir
taki rétt á svona málum í dag, en þetta fer batnandi.
Eigðu farsælt líf unga stúlka.
Ljós til allra inn í yndislegan dag
Milla
„Ég mun alltaf muna“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn Milla mín
Frábær færsla hjá þér, því miður er svona einelti allt of algengt í dag
Knús í daginn þinn
Auður Proppé, 11.2.2009 kl. 10:07
Já Auður mín og er ég lít til baka og hugsa um litlu skinnin sem gengu leið heim úr skólanum og maður spurði er ekki allt í lagi elskan?
Jú jú kom snöktandi, maður þurrkaði tár og síðan fór barnið heim.
Þú skilur.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 10:10
Bara að láta vita af mér. Er á lífi hehe. Ljós til þín..
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:20
Gott að heyra Sigga mín, heyri seinna hvar þú varst.
Ljós í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 11:31
Rafrænt einelti er skelfilega erfitt og það versta er að það takmarkast ekki bara við börn, ég geri þessu einhver skil á bloggi mínu í dag.
Þessi stúlka er hetja. Ég deili hennar lífsýn með fyrirgefninguna, hún er allra meina bót.
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 14:04
Ragga mín það geri ég líka og mikil ósköp það eru ekki bara börn sem verða fyrir þessu, maður hefur nú orðið var við það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 14:25
Æ já þetta er vont og sárt ,sem betur fer kom ég ósköduð út úr svona ,eða kannski fannst mér það bara svona stórt þá .
En knús á þig Olla bolla og Valla fjörudætur
Ólöf Karlsdóttir, 11.2.2009 kl. 14:46
Ég held að engin gleymi því að lenda í einelti og sá skuggi lifir með því fólki nema það geti einhvernvegin sem ekki er auðvelt unnið sig út úr því. Þetta er ekki betra í dag því að nú eru því miður tölvurnar notaðar , einmitt á margan hátt í dag til eineltis, við verðum að vera vakandi. Knús á þig Milla mín, góð og þurfandi færsla
Erna Friðriksdóttir, 11.2.2009 kl. 15:13
Óla mín þið farið að breytast í hafmeyjar.
Þú ert bara nokkuð góð elskan
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 15:25
Nei held ekki Erna mín og það versta er að það er hægt að nota svo marga miðla í dag.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 15:27
knús knús og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2009 kl. 16:41
Sömuleiðis Linda mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2009 kl. 19:09
Milla mín við erum á siglingu til þín .
Ólöf Karlsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.