Fyrir svefninn.

Þar sem ég veit að ekki margir lesa Bændablaðið, þá
meina ég ekki margir á stórreykjavíkursvæðinu finnst
mér gaman að birta ýmislegt úr því ágæta blaði.

Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir rekur fyrirtækið Hrefnuber
og jurtir þar sem hún útbýr gæða sultur úr austfirskum
berjum.

Er þetta ekki frábært af konu sem ekkert eiginlega hafði
hugað að þeim verðmætum sem við hliðina á henni voru,
var á gangi í Hallormstaðarskógi er henni datt þetta í hug
2007 . Ásamt því að gera gæðasultur þá býr hún til
líkjörssultur og kryddblöndur.
Óska ég henni hjartanlega til hamingju með þetta frábæra
hugarfóstur, eins og hún kallar það sjálf.

Vona ég bara að við sjáum þessa gæðavöru í búðum okkar.

Í mælt af munni fram, yrkir Kristbergur Pétursson um túnslátt
upp á gamla móðinn:

                   Bóndi stóð og beitti ljá,
                   bar hann sig að leggja strá.
                   Tjásur grasa til og frá
                   tuskaði hann í æði.

                   Reif þær upp með rótunum
                   og rótaði í grjótunum,
                   hafði loks í hótunum
                   við helvítið í bræði.

Síðan segir Kristbergur: ,, Ég ber virðingu fyrir bændum landsins
okkar eins og öllu vinnandi fólki til sjávar og sveita.
Enda sjálfur kominn af verkafólki, sjómönnum og bændum í allar
ættir. Hér er virðing mín fyrir bændum, sér í lagi eldra fólki,
þó að lýsingin sé kannski hráslagaleg:

                 Lotinn bóndi, lúið bak.
                 larfatreyja, buxnaflak.
                 Bóndi gamall, bogið hrak
                 bjargar sér að vanda.
                 Stoltur forðum sté í fót,
                 stoltur enn þó blási mót.
                 les af vörum lygahót
                 og leyfir sér enn að standa.

Umsjón með þessum þætti hefur
Hjálmar Jónsson.

                      Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sá frétt um þessa sultugerðarkonu í sjónvarpinu um daginn. Hún er með  þurrkaða sveppi og fleira góðmeti og mér skilst að markaðssetning sé hafin

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:22

2 identicon

Algjörlega frábært hjá þér að venju Milla mín. Takk kærlega fyrir vísubrotið um mig. Engum dottið það í nema þér. Já, hér er ég að hressast vel en litla ljónið er illa hóstandi ennþá. Fer með kauða til læknis í fyrramálið. Hann á þannig sögu greyið að við höfum allan varann á. Þekki Hrafnhili ekki neitt en ég veit að að um landið er til fullt af fólki af svipuðu kaliberi. Svona iðnað á að styrkja. Við sendum okkar allra bestu kveðjur til þín norður og takk fyrir góð orð í dag og vinahug. Það ylur. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit ég vel að gott fólk er um allt en vantar kannski smá spark í afturendann til að byrja á einhverju. Ég þekki heldur ekki Hrafnhildi neitt, en fannst svo frábært að lesa um þetta, svo ég skellti því bara inn.

Já auðvitað farið þið með litla ljónið til læknis aldrei of varlega farið.

Mátti sko til að henda fram vísunni
Þakka þér sömuleiðis fyrir mig
Góðar kveðjur í Mosó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt Millan mín

Auður Proppé, 15.2.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sá einmitt frétt um sultugerðarkonuna

Hólmdís Hjartardóttir, 16.2.2009 kl. 00:17

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Vá hvað þetta er góð vísa ,og svo langar mig í svona góða sultu ,með tekexi hehe .Góða nótt Milla mín ,kveðjuknús Óla og Vala :-)

Ólöf Karlsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur þið getið fengið sultu hjá mér ef þið komið í heimsókn.
Gísli minn fór í ber og hér var sultað.
Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband