Stórkostlegar fréttir, ekki satt?
19.2.2009 | 14:15
Jú þetta er málið, það var ekki hægt að láta þessa byggingu
eyðileggjast, vitað mál, of dýrt sko að láta það grotna niður.
Einnig búið að bíða of lengi eftir þessu tónlistarhúsi.
Svo tala ég nú ekki um ljótleikann á heila batteríinu, ef um
frestun hefði verið að ræða þá hefði ég nú bara talið að besta
lausnin hefði verið að moka öllu í sjóinn.
Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum. mbl.is/Árni Sæberg
// Innlent | mbl.is | 19.2.2009 | 12:51Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Borgarráð samþykkti samhljóða í morgun að halda byggingu Tónlistarhússins áfram. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til þess að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verði klárað árið 2011. Framkvæmdinni muni því seinka um eitt ár.
Það er nú allt í lagi þó einhver seinnkun verði, allavega verður
vinna á svæðinu.
Sjáið svo hvað þetta verður flott þegar allt er búið.
Tölvuteikninga af Tónlistarhúsinu mbl.is
Gert er ráð fyrir fjármögnun frá Nýja Landsbankanum en kostnaður við þann hluta hússins sem eftir er er áætlaður 13-14 milljarðar króna. Um helmingur af því gæti fallið til á þessu ári. Fjármögnunarþættinum er hins vegar ekki lokið og óljóst hver framkvæmdahraðinn verður.
Félagið Austurhöfn er að meirihluta í eigu ríkisins, eða 54%. Reykjavíkurborg á 46% hlut. Að sögn Stefáns verður samið við Íslenska aðalverktaka á grundvelli fyrri samninga.
Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, síðar í dagBara flott mál, ef fjármögnun tekst, því það kostar peninga
að eyða peningum og það kostar peninga að eyðileggja þá.
Tónlistarhúsið fær grænt ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.