Fyrir svefninn.
22.2.2009 | 21:08
Elskurnar mínar er ekki búið að vera gaman hjá ykkur
í dag, yndislegt hjá mér.
Vaknaði að vanda snemma og fór í morgunsnarlið mitt
og síðan í tölvuna er ég var búin að fara yfir allt þar tók
facebokk við.
Á endanum þurfti ég nú að fara í sjæningu. þá var Gísli
minn búinn að sjæna sig. nú er ég var búin var mér boðið
upp á kaffi og smurt brauð.
Hann gaf okkur heilsusúpu í Hádegismat, þá datt mér í
hug að sauma nýtt kófer á pullurnar á eldhússtólunum,
hafði nú ætlað að vera löngu búin að því.
Var með efni og sneyð það niður, fór aðeins í tölvuna ,
en viti menn koma ekki tvær vinkonur mínar í heimsókn
önnur þeirra býr hér en hin á Ísafirði og var hún með
dóttur sína með sér.
Það var mikið spjallað og hlegið.
Nú þegar þær fóru saumaði ég kóferin og það er allt
annað að sjá stólanna, það var nefnilega orðið lélegt
áklæðið.
Síðan var matur hjá Ingimar og Millu. það vað gormet
lambalæri, bakaðir kartöflubátar+ sætar með dassi af
osti yfir, gljáð grænmeti og sósa að hætti Ingimars það
gerir enginn sósur eins og hann.
Á eftir fengum við franska súkkulaðiköku með jarðaberjum
og rjóma og var hún bara dásamlegur draumur.
Takk fyrir okkur elskurnar mínar.
Smá úr Íslenskri fyndni:
Þekktur lögfræðingur í Reykjavik, vildi koma konu sinni
og dætrum að óvörum á aðfangadag.
Hann læddist óséður heim til sín og inn í svefnherbergi.
Þegar konan og dæturnar tvær voru sestar inn í stofu,
birtist hann með fangið fullt af gjöfum í jólasveinabúningi
og kyssti konu sína rembingskoss.
Yngri dóttirin horfði undrandi á og sagði svo: "Það er aldeilis,
fyrst var það rafvirkinn, svo málarinn og núna jólasveinninn."
Mamman reyndi að segja uss, en hún sá það ekki.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Skemmtileg færsla og góður brandari...góða nótt og eigðu góða drauma Milla mín. knús...
TARA, 22.2.2009 kl. 23:09
Gott að þú áttir ljúfan konudag Milla mín. Ég var nú bara í vinnunni minni...en fékk samt blómvönd sem ég deili með vinnufélögunum
Góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:23
Gott hjá þér, ég var mikið að spá í að heimsækja þig á heimleið frá Akureyri um sexleitið í kvöld hætti við því maðurinn minn beið með kvöldmat og blóm. Ég kem samt örugglega seinna.
Brandarinn flottur, knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.2.2009 kl. 23:29
Klikkar ekki kæra Milla, styttist í að við sjáum hvort annað face to face, verður gaman. Góða nótt og kærar kveðjur héðan.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:42
Halló er hér á næturvaktinni og fannst alveg upplagt að fara svona einn bloggvinarúnt.
Sjáumst hressar
egvania, 23.2.2009 kl. 02:00
Góðan dag Milla mín. Allt meinlítið héðan af sunnan er á leið í ömmukaffi í leiksskóla tveggja barnabarna í Hafnarfirði
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 07:31
Knús á þig Milla mín og frábært hvað þú áttir góðan dag
Helga skjol, 23.2.2009 kl. 08:07
Góðan daginn Tara mín, hugljúft að hafa þig sem bloggvin.
Eigðu góðan dag
Milla.
Sigrún mín það er líka kjúft að deila með öðrum og ekki nauðsynlegt að vera heima og njóta dagsins þar í faðmi karlsins.
Það er svo margt annað sem gleður.
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 08:20
Dúna mín þú ert ævilega velkomin og vona ég að þú látir verða af því fljótt að koma.
Ljós til þín
Milla
Einar minn það styttist í face fundinn, hlakka nú bara til að spjalla við þig
Knús í Mosó
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 08:23
Vallý auðvitað hefur þú átt góðan dag, Pétur hefur náttúrlega stjanað við þig
Knús í daginn
Milla
Ásgerður mín ekki farin að sofa kl 02.00 í nótt, jæja hún vaknar bara svolítið seinna
Ljós í daginn þinn ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 08:26
Hallgerður það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri það er að fara í afa og ömmu kaffi á leikskólann, þau eru svo stolt af sínu
Góða skemmtun
Milla
Eigðu góðan dag Helga mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 08:29
Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 09:41
Ljós yfir til þín Milla mín..Eigðu góðan dag mín Elskuleg..
Sigríður B Svavarsdóttir, 23.2.2009 kl. 10:04
Góðan dag milla mín hef nú grun um að ég þekki þessar kvinnur vel sem heimsóttu þig;)
Brynja skordal, 23.2.2009 kl. 10:19
Hólmdís ljós suður til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 10:27
Sigga mín sömuleiðis. annars er bara skítakuldi og veður fyrir lummur og heitt súkkulaði, en ekki má maður fá sér það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 10:28
Ó já Brynja mín þú þekkir þær og gaman hefði verið að hafa þig með.
Ýmislegt var spjallað og að sjálfsögðu hlegið.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.