Fyrir svefninn,

Gott fólk ég er bara alsæl eftir daginn, ég hef ekki
komið í búð hvað þá til Akureyrar síðan löngu fyrir jól.
Trúið þið þessu? varla, en þetta er satt.
fyrstu jólin á minni löngu ævi sem ég hef ekki komist
í búð fyrir jól, Gísli minn og dætur mínar sáu um þetta fyrir
mig og það gekk bara vel upp, en vitiðiLoLGrinSmileWizardInLoveW00t
Allt þetta og meira til gerðist í dag ég komst í búð við fórum
í Glerártorg og í Nettó þar heilsubúðina síða til elsku Ernu
minnar, ef það er einhver staður sem ég finn fyrir fullkominni
tengingu við heimili og fólk þá er það hjá Ernu minni og
þykir mér undurvænt um hana og hennar fólk.

Síðan vorum við samferða á Kaffi Karólínu til að hitta fólkið.
Mér finnst þetta alveg frábært það eru bloggarar, makar, börn
og öllum finnst jafn gaman, það er talað um allt mögulegt og
mikið gantast og hlegið.
Takk fyrir mig elskurnar mínar þið eruð yndisleg.
Nú fáið þið nokkrar myndir.

100_8013.jpg
Ekki veit ég hvað er í gangi þarna, en allavega er Ásgerður að
leggja áherslu á eitthvað og Dóra yptir bara öxlum

100_8015.jpg
Halli er þarna lengst til vinstri, sko ekki í tíkinni heldu á sófanum
Síðan kemur Finnur maður Ásgerðar, Anna Guðný og fyrirgefðu
þú elskan lengst til hægri, mam ekki hvað þú heitir.

100_8014.jpg
Eva dóttir Huld sem situr við hliðina á henni og svo Halli maður
Huld.

Ekki varð ég ánægð er ég fór yfir myndirnar sem voru teknar
því allar voru þær ónýtar, nema þessar sem eru inni.
bendi á síður hjá Huld og Önnu Guðnýu.

Góða nótt kæru vinir og takk hjartanlega fyrir skemmtilegan dag.
Milla
Heart Sleeping Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir daginn elsku Huld. Hún sem þú þekkir ekki heitir Gunnur Ringsted .

Sofðu vel og láttu þér líða vel á morgun

Anna Guðný , 28.2.2009 kl. 22:41

2 identicon

Frábært að heyra og sjá hvað þið hafið skemmt ykkur vel saman. Þetta sýnir að það eru til jákvæðar hliðar af bloggheiminum. Fólk kynnist og tengist svo sterkari böndum. Þetta er ómetanlegt. Kannski ástæðan fyrir því að maður eigi bara að halda áfram. Sýnist hafa legið vel á ykkur þarna. Haf þú það svo sem allra best og skilaðu kveðju til þinna frá okkur hér. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir daginn Milla mín, alltaf jafn gaman að hitta ykkur. Farðu vel með þig mín kæra Ég setti inn sætu myndina af þér og annari ömmustelpunni þinni, sætar saman

Huld S. Ringsted, 28.2.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta er örugglega einn skemmtilegasti blogvinahópurinn, það ljómar svo af ykkur öllum.  Góðan daginn vinkona vildi ég líka sagt hafa.

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 07:35

5 Smámynd: Ásgerður

Greinilega gaman hjá ykkur.

Knús á þig frænka

Ásgerður , 1.3.2009 kl. 08:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Anna Guðný mín, ég heiti nú Milla en ekki Huld en það skiptir ekki öllu á milli vina.

Veistu Einar minn að við þessi hópur erum orðin eins og einn maður þó við séum nú engir já menn við hvort annar, hefðir átt að vera mem í gær, mikið var rætt um tíkina.
Auðvitað hættir þú ekkert að blogga, það er nauðsynlegt að geta sett inn skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum, er maður vill.
Kærleik til ykkar.
Milla og C/O

Hæ elsku Huld mín og fyrirgefðu að við skildum ekki þiggja heimboðið í gær, en ég var bara orðin svo þreytt, en þetta er bara ákveðið  næst komum við. Sjáðu hvað myndin af snúllunni þinni er yndisleg?
Knús til ykkar allra
Milla og C/O

Vallý það hefði nú verið toppurinn að fá ykkur norður á vespunni.
Knús knús til ykkar Ólu
Milla.

Ía mín þér mundi örugglega finnast það, við erum bara venjulegt fólk sem kann að koma fram, en hlær mikið og kátt.
Knús til þín ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 08:54

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir síðast Milla mín.. Yndisleg stund... Þú dugleg að koma Ljúfust mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:25

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður frænka mín takk fyrir og það var yndislegt að hitta hópinn, ég komst nefnilega ekki síðast.
Knús til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 12:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ Sigga, mín var ánægjan að hitta þig og vona ég að þú komir fljótlega til mín ásamt Þórdísi.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

það gæti orðið í apríl þau koma ekki fyrr heim hjónakornin.

Knús tíl þín ljúfust mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 16:32

11 identicon

Sæl Milla hugsaði til ykkar á laugardaginn úr bústaðnum.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:57

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þeim að vera í hlýunni.
ljós og knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 09:19

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Saknaði þín einmitt Unnur mín en þú kemur næst.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband