Fyrir svefninn.
2.3.2009 | 20:32
Það er segin saga, um hver mánaðarmót þarf að borga
það er að segja reikninga sem ekki eru í þjónustunni,
eins og N1 og ýmislegt annað svo við gamla settið fórum
á rúntinn og greiddum mánaðarúttektir á hinum ýmsu stöðum.
Stundum ná nú endar svo stutt að ekki er til afgangur út mán.
Síðan heim að fá okkur hádegissnarl, þær mæðgur voru vaknaðar
og byrjaðar í tölvunni og að prjóna og hekla, sko tvíburarnir,
ekki mamma þeirra.
Um kaffileitið fóru allir niður í búð að versla.
Kvöldmaturinn var snæddur hjá Millu og Ingimar og í boði þeirra,
fengum við steiktar kalkúnabringur steikta kartöflubáta, grjón
og kryddsósu, æði gott.
Þær englarnir mínir eru að fara heim á morgun, sælan hjá ömmu
og afa búin í bili.
En þær skilja við sig, allt angandi í hreingerningar lykt búnar að
þvo af öllum skáphurðum, hurðum og listum og skúra allt.
Hér fáið þið eitt undurfallegt kvæði í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar.
Gleðin hryggðin og hamingjan.
(Axel Juel)
Ljúfasta gleði allra gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.
Sárasta hryggð allra hryggðar
er hryggð yfir því sem er alls ekki neitt,
óbundin hugboði, orðum og gjörð,
hryggð yfir einhverri erindisleysu
á óskiljanlegri jörð.
Hamingjan dýpsta, sem hjartans
hamingjudrottningin þér gaf,
býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl,
nei, það er einveruhamingja hugans:
að hún skuli vera til.
Góða nótt kæru vinir.
Athugasemdir
Sá það um daginn að tvíburarnir ykkar er afskaplega vel innrættar. Þær eiga eftir að ná langt í lífinu. Og greinilega svona afskaplega vel upp aldar. Gaman að lesa kvöldsöguna þína Milla mín og hafði það sem allra best. Þú "heyrir" næst í mér austan úr landi, vinnuferð í fyrramálið. Góðar kveðjur og góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:44
Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 21:03
Góða nótt, Milla mín, og dreymi þig vel.
Helga Magnúsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:12
Góða nótt Milla mín og takk fyrir þetta fallega kvæði
Erna, 2.3.2009 kl. 23:12
Takk Einar minn, ég vona svo innilega að spá þín rætist um tvíburana,
enda tel ég að það muni gerast og eigi eru þær síðri hinar sem ég á.
Góða ferð Austur. Hér er frekar slæmt veður ofankoma og rok sem átti ekki að vera vonandi gengur það yfir sem fyrst.
Kveðuknús til þín og þinna.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 08:38
Knús til þín Rut mín
Helga mín sendi þér kærleik í daginn
Takk Vallý mín
knúsí knús
Milla.
Verði þér að góðu kvæðið fróða Erna mín
ljós og vinarkærleik til þín besta mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.