Þessir leikir eru nú skemmtilegir.
3.3.2009 | 08:33
Þið vitið nú alveg hvað ég hef gaman af að birta mynd að
Steingrími J. svo ég læt hana fylgja með.
Enda glettinn mjög.
Þessa leiki þarna suðurfrá
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í gær að minna yrði af loftrýmiseftirliti eða æfingaflugi eða hvað við viljum kalla það, þessa leiki þarna suðurfrá" en efni hefðu staðið til.
Það er nú afar gott ef að leikirnir kosta minna en til stóð,
er útsala?
Allavega fá krakkarnir ekki leiki, "ódýra" nema á útsölu
eða tilboði, og þá er hlaupið til því á þeirra er ekki hægt
að vera
Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði úr utanríkisráðuneytinu yrði kostnaður af loftrýmiseftirliti Dana síðar í þessum mánuði mun minni en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru afgreidd. Aðeins yrði um fáeinar milljónir að ræða og jafnvel myndi eitthvað af því loftrýmiseftirliti sem áætlað var falla niður.
Já falla niður auðvitað Danirnir eru alveg jafn blankir og við
greyin, en láta verkin tala strax.
Það vantar aðeins upp á það hjá þeim sem við stjórnina
standa, nema hjá sumum.
Ljótt er að geta ekki bara kosið fólk ekki flokka.
Þá sagði Steingrímur jafnframt að hann teldi að hægt væri að spara verulega í þeim störfum sem Varnarmálastofnun innir af hendi.
Já er það?
„Þessa leiki þarna suðurfrá“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn Milla mín, erfitt að sjá mynd af Steingrími svona í morgunsárið Eigðu góðan dag elskuleg
Auður Proppé, 3.3.2009 kl. 08:44
Góðan daginn Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 10:48
Auður mín maður glaðvaknar alveg við það.
knús í dagrest.
Milla.
Sigrún mín einmitt góðan daginn, eigi var hann fagur í morgun, en nú er komið hið besta veður.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 15:00
Góðan daginn, frú mín góð. Mikið væri það gott ef hægt væri að draga úr kostnaði einhvers staðar annars staðar en í heilbrigðiskerfinu.
Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.