Fyrir svefninn.
6.3.2009 | 21:25
Klukkan tvö sótti afi litla ljósið á leikskólann, nú verður
maður að fara að passa sig, hún verður 5 ára 11/3 og
þá segist hún verða stór og amma þá máttu kalla mig
stóra ljósið þitt.
Ljósálfurinn minn á afmæli 10/3 og verður hún 10 ára
tíminn er svo fljótur að lýða að það verður búið að gifta
þær allar áður en maður snýr sér við.
Viktoría Ósk sem er ljósálfurinn ætlar að halda vinapartíið
á morgunn, en um næstu helgi verður svo fullorðinsafmælið.
Og það er sko ekkert smá veislurnar hjá henni dóttir minni.
Við bökuðum vöfflur í dag og hún vildi fá súkkulaði á þær. nú
auðvitað fékk hún brætt suðusúkkulaði og rjóma, en látið
ekki líða yfir ykkur, fyrst vildi hún samloku með mysing og
kavíar sko saman þetta er hennar uppáhald.
Hún fór heim um sexleitið, ætlaði að koma aftur og sofa hjá
okkur, en trúlega hafa þau stoppað það af vegna anna hjá
ömmu á morgun, en ég verð með fullt hús af konum hér á
kynningu á gröfnum ufsa og einnig á fötum, góð samsetning
og afar skemmtileg.
Hlakka svo til, bara að gera eitthvað annað en að hanga yfir
hækjunni.
Jæja verð víst að fara að athuga með rúgbrauðið, en trúlega
er Gísli minn búin að þessu eins og öllu öðru sem þarf að gera.
það er ekki hægt að skera það fyrr en á morgun.
Bergnuminn.
Ég var einn í illskuhríðum
úti á fjallagjögrum.
Bar mig þá að völlum víðum,
völlum grænum, fögrum.
Þar var sumar, sólskin, hiti,
sveigði blærinn stráin,
gleymdi ég bæði gætni og viti,
greip mig hlýjuþráin.
Hljóp ég gálaus eins og óður,
engu náði skeyta.
Seg þú, vinur, minni móður:
mín skal enginn leita.Sigurður Jónsson
Frá Brún.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Milla mín þú ert dugleg að baka brauðEn ég fékk te með kanill og hunangi í dag fæ sennilega á morgun líka Knúsý knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:31
Maður finnur ilminn suður yfir heiðarnar...góða nótt kæra Milla, kærar kveðjur héðan.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 23:34
Góða nótt Milla mín og njóttu morgundagsins
Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:43
Um, ég verð bara svöng við það að lesa þessi orð.
egvania, 7.3.2009 kl. 00:00
Myndarskapurinn alltaf í þér Milla mín
Auður Proppé, 7.3.2009 kl. 09:19
og Gísla, ekki má gleyma honum
Auður Proppé, 7.3.2009 kl. 09:25
Það er nú ekki langt fyrir Ásgerði mína að koma í heimsókn og eins með alla hina alltaf velkomnir.
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2009 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.