Ekki eina tilfellið.
14.3.2009 | 13:11
Sló barn utan undir
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.isIllmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni.
Einu sinni er einu sinni of oft, lærðir leikskólakennarar
eiga að kunna tökin og höndla börn þó erfið séu.
Hvernig getur þessi kona verið í starfi eftir svona nokkuð?
É mundi skammast mín svo mikið að burt mundi fara.
Mér finnst óforskammað að barnið sé ekki öruggt í opinberri stofnun eins og leikskóla. Ég tel líka að starfsmaðurinn hafi brotið bæði starfmanna- og barnaverndarlög," segir móðir drengsins, Ólöf Ásta Karlsdóttir.
Það er rétt hjá móður barnsins þessi leikskólakennari
hefur brotið lög og því miður er þetta búið að þekkjast í
skólum og leikskólum þessa lands í tuga ára.
Ofbeldi fer fram í felum og svo er hótað ef sagt er frá.
Hún segir son sinn skapstóran en ekki hafa átt við hegðunarvandamál að stríða fyrr en nú í haust, eftir að starfsmaðurinn var ráðinn. Er leið á haustið var hún alvarlega farin hugleiða að leita sálfræðiaðstoðar fyrir barnið en telur nú tengsl þarna á milli. 21. janúar hafði leikskólastjóri samband við mig og tilkynnti að sést hefði til starfsmannsins slá barnið utan undir."
Frábær leikskólakennari að segja frá en ekki hylma yfir.
Ólöf Ásta segist strax eftir að hafa fengið þetta staðfest hjá syni sínum hafa krafist uppsagnar starfsmannsins. Það virðist hins vegar vera allt annað en auðvelt.
Á ekki til orð yfir þvílíka vitleysu að það sé ekki hægt að víkja
konunni úr starfi, hún braut lög.
En það segir í fréttinni að það sé verið að vinna í þessu
máli. Vonandi tekur það ekki langan tíma.
Ef eitthvað gerir mig reiða er það ofbeldi á saklausum börnum
sem jafnvel þora ekkert að segja.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Sló barn utan undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er reyndar ófaglærður starfsmaður og ekki víst að um konu sé að ræða (bara svona til að hafa það á hreinu)
Silla (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 13:24
Já og blessaður Engillinn fékk kinnhest fyrir að gera bara ekkert þolmörk starfsmannsins svona lág að jaðrar við geðsýki lemur allt og alla sem yrða á sig.Nei er ekki nær að skella barninu til sálfræðings og meta hvað það er mikill engill og hvaða orðaforða það tekur til þegar það missir sig í frekjukasti eða skapofsa.
Ekki að mæla með að börn séu kinnhestuð en Agi er góður og virðing fyrir öðrum og annara lífi of mikið um agaleysi í öllum stigum skóla í dag
Kom inn í skóla um daginn og stjórnleysið algert á göngunum krakkar hlaupandi um allt og maður næstum felldur í látunum nei agi er það sem kennir krökkum að virða reglur án þeirra erum við skríll og erum það að mörgu leiti
Þætti gaman að sjá framan í foreldri sem flytur héðan út til evrópu eða ameríku sem myndi fara að æsa sig yfir að barn þess yrði að fara að reglum þeirra skóla
enda hefur það æði oft komið upp þegar Íslenskar fjölskyldur flytja út og koma svo aftur skömmu seinna heim að börnin aðlöguðust ekki í skóla og því varð að flytja heim þekki það persónulega frá ættingjum og þá var ekki talað um þann félagslega vanda sem skapaðist við að Íslenska barnið hélt að það gæti hleypt öllu upp í fíflagang án refsingar usss við eigum bágt erum að rækta börn sem nenna engu og eru löt þegar kemur að vinnu sem heitir eitthvað annað en skapandi eða listræn
Guðmundur (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 13:56
Silla takk fyrir tiltalið, auðvitað getur þetta hafa verið karlmaður.
( Bara svo allt sé á hreinu)
Takk fyrir þitt innlit.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2009 kl. 16:37
Ég minnist hvergi á geðsýki í þessu tali mínu, en gott að þú kemur inn á það, hefur þú reynslu af því að geðsjúkir hugsi um börn.
Að vera geðsjúkur er oft fólk sem bara vinnur störf eins og þú og þekki ég meira að segja skólaliða sem eru haldnir geðsjúkdóm, en aldrei mundi honum detta í hug að lemja börn.
Við eru hér að tala um leikskólaaldur. það byrjar agin, en alls ekki ofbeldi.
Það er nefnilega ofbeldi að slá börn.
Þetta einstaka tilfelli sem þú ræðir um hjá ættingjum þínum hlýtur að vera eitt af þessum meinlokuðu foreldrum sem aldrei sjá neitt athugavert við sitt eigið.
Takk fyrir þitt innlit.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2009 kl. 16:45
Vallý mín eitt veit ég með vissu að þú kannt að umgangast börn
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.