Fyrir svefninn.
18.3.2009 | 21:15
Í dag var góður hópur vinkvenna hjá mér, við hittumst
einu sinni í viku á miðvikudögum.
Sumum finnst einkennilegt að hafa svona saumaklúbb
á miðjum degi, en hvað er svo sem að því, þá er birtan best.
Það er rætt um lífið og tilveruna, börnin og bara allt sem okkur
dettur í hug, og það verður að kæta okkur.
Ljósin mín komu í pössun klukkan 14.00 Milla mín var að fara
að vinna.
Ég kem með Bergbúann þó eigi sé komið sumar.
Bergbúi.
Ég sat við ána um sumarkvöld,
þar svartur hamar stár,
en fram af berginu lindin lét
liðast silfurhár.
þá út úr bjarginu andi gekk,
yfir hann lindin féll,
eins og slæða af geislum gerð,
--glitrandi silfurpell.
Á bak við sýnina hrjúfur, hár
hamarinn dökki gein.
Þetta var eins og marmaramynd
mótuð í svartan stein.Og út úr hamrinum hvíslaði rödd,
Ólafur Jónsson
hrynjandi mjúkt og dátt:
Allt er þrungið af anda guðs,
alheimsins trú og mátt.
Ef skynjarðu anda hins háa bergs,
bæði hans auð og nekt,
þú finnur, að öll er orka lífs
af einni og sömu slekt.
Í leiðslu sá ég um ljósa sýn
luktist klettur blár,
en niður hamarinn lindin lét
liðandi silfurhár.
Fjöllin Blá 1947.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 21:49
Þetta er fallegt ljóð þúsund þakkir elsku Milla mín. Góða nótt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:50
Sömuleiðis elsku Auður mín og sofðu vel.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 21:52
Ásthildur mín þau eru svo falleg ljóðin hans Ólafs Jónssonar þau eru bara svo löng flest að ekki er mögulegt að koma þeim fyrir, þannig.
Kveðjur vestur til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 21:55
Mér finnst nú ekkert að því að hitta vinkonur um miðjan dag. Ég hitti mínar vinknonur hér reglulega í hádegismat og stundum getum við blaðrað næstum fram að kvöldmat. Sakna þessara daga sárlega núna. En þetta er eitthvað sem Íslendingar geta ekki skilið hvað þá að fá sér hvítvín í hádeginu svona í miðri viku hehehe.....
Góða nótt vinkona og takk fyrir allar þínar góðu kveðjur yfir hafið.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 21:57
Elsku Vallý mín þú ert svo lítil að ég sá þig ekki þarna efst.
En sömuleiðis til þín og farðu nú að sofa stelpa.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 21:57
Elsku Ía mín það er sama hér þær koma klukkan 12 og við spjöllum og höfum gaman, erum eitthvað að handavinnast eða bara ekkert.
Fáum okkur kaffi og brauð.
Það kemur að því að þú hafir orku í að hitta þær elsku vinan mín og þá verður sko fjör. Ía mín þú ert alltaf í mínum huga og ljósin loga fyrir þig.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 22:01
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:35
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.