Lætur ganga á eftir sér.

Er eiginlega ekkert hissa hún gerir sér grein fyrir því
að um erfiðan róður verður að etja, fari hún í ríkisstjórn,
sem er að sjálfsögðu alls ekki sjálfgefið.

Hitt er svo aftur annað mál að hvern eiga þeir hæfari en
Jóhönnu, eigi er hægt að neita fyrir það að mesta og
fróðasta reynslan kemur frá þeim bæ.

Hálfgerður glundroði mundi verða ef hún færi ekki í
formanninn.
Með fullri virðingu fyrir öðrum í flokknum og tel ég mæta
menn og konur vera þar eins og í öðrum flokkum, en
engin hefur sýnt neina formannshæfileika að mínu mati.

Eini maðurinn sem ég hef séð fyrir mér sem formannsefni
með bein í nefinu, er Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri
Búseta á Akureyri.
Maður sem skilur og stendur á sínu það þarf svoleiðis menn
í pólitík í dag.

Svo er það með þessa endurnýjun sem talað hefur verið um
að fólk vildi sjá, eigi er ég farin að sjá að fólk hafi meint
nokkuð með því, enda unga og ferska fólkinu ýtt út í kuldann
í öllum flokkum.

Vonum það besta fyrir land og þjóð.


mbl.is Biðin eftir Jóhönnu á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Mér finnst hjákátlegt að neyða manneskju sem langar að fara draga sig í hlé til að taka að sér starf sem hún vill ekki gegna. Getur aldrei farið vel, ef ekkert annað foringjaefni finnst þá finnst mér Samfylkingin frekar veikur flokkur, veikari en menn gera sér grein fyrir.

Davíð Þór Kristjánsson, 19.3.2009 kl. 08:26

2 identicon

Mér þykir þunnt skipaður bekkurinn ef það þarf að gráta í henni sem komin er á eftirlaunaaldur og ber þar að auki ábyrgð á efnahagshruninu eins og aðrir úr síðustu ríkisstjórn. Mér þykir þunnt skipaður bekkurinn ef þetta er eini valkosturinn!  Hvar er svo öll endurnýjunin... þetta er meira og minna allt sama liðið sem virðist verða kosið um í næstu kosningum. Sama spillingarliðið... sem barist var gegn með pottum og pönnum.  Þetta virðist ætla að verða nákvæmlega sami grauturinn í sömu skálinni... Út með þetta gamla lið... strax!

Bjarni (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:33

3 Smámynd: Halla Rut

Ég held að hún vilji þetta ekkert. Nú er ætlast til að hún dragi vagninn eftir hroka forvera hennar. Það á að nota hennar góða orð til að fela spillinguna og andvaraleysi hinna er ábyrgðina báru.

Halla Rut , 19.3.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Milla mín.  Jóhanna á ekki að láta undan þessum þrysting hér.  Hún er ágætis stjórnmálamaður en ég mundi vilja sjá yngri mann í formannsstöðu flokksins. Það hljóta að vera til menn eða konur þarna úti sem hafa bein í nefinu. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Daggardropinn

býð þér góðan dag Millan mín

Daggardropinn, 19.3.2009 kl. 11:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Davíð Þór, hefur þú fundið fyrir alvöru styrk í samfylkingunni? Ekki ég.
Kveðjur í daginn þinn

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 11:34

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Bjarni og eins og ég tala um þá er engin endurnýun,
allavega ekki það mikil að spottarnir geta stjórnað.
Kveðjur í þinn dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 11:36

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Halla Rut og ég held að hún geri sér alveg grein fyrir því.
Þetta er ekki að gera sig og hún má standa sig vel næsta ríkisstjórn í að uppfylla kröfur fólksins, annars verður henni bolað í burtu eins og þeirri sem var.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 11:40

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi Ía mín það er bara svo mikil togstreita þó engin vilji viðurkenna það, það er af sem áður var.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 11:41

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan og blessaðan elskan mundu staðfestuna.
Ljós yfir til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband