Hva! Hva! hvað er að gerast?

Eftirlitsmenn fari til Íslands

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is

Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem var hér á landi fyrr í mánuðinum, mælir með því í skýrslu sinni að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með alþingiskosningunum hér á landi 25. apríl.

Maður hrekkur bara í kút, eftirlitsmenn til Íslands, erum
við í þeim hópi nú að alþjóðasamfélagið þarf að fylgjast
með okkur. það er eins gott ef svo er að vegalengdirnar
eru eigi eins langar og fyrir 100 árum eða svo er menn
fóru og komu eftir marga mánuði aftur með einhverja
skipan frá kóngi vorum, sem þá var.
Á meðan gátu þeir óheiðarlegu orðið ríkari, já og á hverju,
Jú skrælingunum sem þeir réðu yfir.

Í skýrslunni segir að þau mál, sem helst þurfi að gæta að séu kosningalöggjöfin og hugsanlegar breytingar á henni, þ.e. persónukjör, einnig er fjallað um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, misjafnt vægi atkvæða og fjölmiðla og eignarhald á þeim.

Já ekki vanþörf á " Trúlega ekki"

Loks er fjallað um aðgang eftirlitsmanna, innlendra sem erlendra, sagt að reglur um hann virðist ekki vera algerlega í samræmi við samþykktir ÖSE frá 1990.

Þá er að kippa því í liðinn, eigi erum við þekkt fyrir að
fara eftir lögum og reglu, fyrr en neyðumst til.

Sagt er í skýrslunni að rætt hafi verið hvort þingið mætti halda áfram störfum eftir að búið væri að leysa það upp. „Tekið er fram í stjórnarskránni að umboð þingmanna sé gilt fram að kjördegi. Sumir flokkarnir álíta að með þetta ákvæði í huga eigi þingið að halda áfram að starfa eins lengi og hægt er til þess að taka á efnahagsvandanum."

Auðvitað áttu bara að vera kosningar í haust svo tími
væri til að undirbúa þær svo öllum líkaði og að leysa
vandamál þjóðarbúsins sem best.

Sagt er að talsmenn nýrra framboða hafi bent á að stuttur fyrirvari geri þeim erfiðara um vik en stóru flokkunum að skipuleggja sig og heyja baráttu sína. En almenningur virðist almennt treysta því að framkvæmd kosninga á Íslandi sé trúverðug. Lagaumhverfið virðist vera með hætti að það ýti undir lýðræðislega framkvæmd kosninga

Sagt er að nýir sópar sópi best, svo líklegast er
þeim þá bara kastað fyrir björg, þannig að eigi
tækifæri fái
.


mbl.is Eftirlitsmenn fari til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem var hér á landi fyrr í mánuðinum, mælir með því í skýrslu sinni að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með alþingiskosningunum hér á landi 25. apríl

Hvað er verið að fela ?

Kveðja frá Færeyjum til þín

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.3.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég las það Anna Ragna mín, en þetta hefur aldrei verið áður kannski hefur það bara þurft, en engin gerði neitt í því.
Erum við kannski svona meðvirk?
Kveðja til þín í Færeyjum
Milla

Silla mín ekki er þetta gott hvorki fyrir okkur né þau börnin okkar sem taka við
Knús til ykkar

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband