Fyrir svefninn, hann gleymdi að hann átti konu.

        Sagan er sönn og gerðist á Ísafirði 1997.

Kvöld eitt var gamla settið að horfa á sjónvarpið að vanda.
Mann greyið sofnaði þreyttur eftir daginn, þó að konan sé
nú alveg viss um að þessir dottar séu ávani.
Seint um síðir vekur konan manninn og spyr hvort hann ætli
ekki upp að sofa, maðurinn lítur á klukkuna, stendur upp
slekkur á sjónvarpinu, síðan á öllum ljósum einnig kertaljósi
sem logaði hjá konunni gekk fram upp stigann, skildi konuna
eftir í myrkrinu.

Konan stóð upp lallaði sér upp á loft og þá stóð maðurinn á
ganginum og hló.
Tók síðan utan um konuna og sagði fyrirgefðu.

Það var nú ekkert að fyrir gefa maðurinn hafði verið einn í 13 ár
og var ekki vanur konu á heimilinu, sko svona nývaknaður.

Man ekki hvort ég hef látið þetta fara, en það skiptir ekki máli
gott ljóð er aldrei of oft lesið
.

Gleðin, hryggðin og hamingjan
            ( Axel Juel)


Ljúfasta gleði allra gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem manni er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.

Sárasta hryggð allra hryggðar
er hryggð yfir því, sem er alls ekki neitt,
óbundin hugboði, orðum og gjörð,
á óskiljanlegri jörð.

Hamingjan dýpsta, sem hjartans
hamingjudrottningin þér gaf,
býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl.
nei, það er einveruhamingja hugans:
að hún skuli vera til.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan það var hann þessi elska.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 21:33

2 identicon

Frábær saga Milla mín. Þetta myndi samt aldrei koma fyrir mig. Kannski aldrei að segja aldrei. Góðar kveðjur norður til ykkar og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: egvania

egvania, 19.3.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

He he skemmtileg saga . Knús til þín Milla mín  

Erna Friðriksdóttir, 20.3.2009 kl. 00:47

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Einar minn Sko Gísli minn er 62 ára þarna og var ekki í þjálfun,
sko að muna.

Kærleik til þín Ásgerður mín

Góður Vallý

Knús til þín Erna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.3.2009 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband