Fyrir svefninn.

Ef viðrar fyrir okkur þá förum við Til Akureyrar í bítið í
fyrramálið svo við verðum komin með Neró inn á hundaspítala
helst klukkan tíu, en við verðum náttúrlega að bíða eftir mokstri,
söltun, og söndum eða hvað þetta er sem þeir úða yfir vegina.

Englarnir mínir koma á eftir, þær og allir nemendur framhalds-
skólans á Laugum eru hér í boði framhaldssskólans hér, eitthvað
Íþróttamót, síðan út að borða og í leikhús.
Þær munu svo gista hér heima í nótt, við sækjum svo mömmu
þeirra í fyrramálið síðan brunað á Eyrina.

Mæðgur eru að fara í leikhús annað kvöld með Ernu, munu þær
gista þar og það verður nú aldeilis fjör.
Það er svo hittingur á laugardaginn, förum við öll á hann.
Munum fá okkur marengstertu og gott kaffi.

En áður en við förum upp í kaffi Karólínu ætla ég að heimsækja
Norðurport, kaupa mér kleinur, soðið brauð og aðrar kræsingar
sem þar eru á boðstólnum.

Og að því að það á að vera komið vor í loft mun ég birta eitt
yndislegt eftir Sigurð Jónsson frá Brún.


Í Fnjóskadal.

Hvar segir blærinn blíðumál
svo blítt sem hér, í laufasal?
Hvar heyrir þú í áraál
slíkt unaðsrómatal?

Hvar sérðu smáan bóndabæ
þér brosa við svo glatt sem hér?
Við aðra grund og út við sæ
þú ekkert þvílíkt sér.

Þú elur, dalur, indæl blóm,
þú elur þrótt og karlmannsdug.
Ég kveð þér þökk með klökkum róm.
--Ég kveð af öllum hug.

Góða nótt HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín, og megi helgin þín vera frábær.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Helga mín, vona bara að það batni veðrið það er svo leiðinlegt að vera á ferðinni í slæmu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 20:17

3 identicon

KLUKKAN HVAÐ ER PISSUSTOPP.

Milla jr (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:45

4 Smámynd: egvania

Milla mín við sjáumst !

egvania, 27.3.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: egvania

Ég á ferðaklósett sem þið getið fengið í bakaleiðinni.

egvania, 27.3.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pissustopp!!!? hvað haldið þið að maður sé eiginlega, það tekur klukkutíma að aka til Akureyrar, og ef svo illa vildi til þá mundi ég bara setjast niður í vegkantinum Er nú ekki spéhrædd.

Hér er komið fínasta veður svo lagt verður í hann þegar ég kem úr þjálfun 8.30

Ásgerður mín ferðaklósett nei takk held að fólk geti bara farið út í móa eins og við þurftum sem krakkar.
Elskurnar mínar við förum varlega sko Gísli minn ekur með mig sem hliðarbílstjóra og ég get sagt ykkur að hann er afar feginn þegar ég tek við, eina sem hann gerir er að benda mér þegjandi á hraðamælirinn

Knús til allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2009 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.