Fyrir svefninn. ,,Lúserinn''
29.3.2009 | 20:00
,,Lúserinn."
Við öpum margt eftir kananum. Til dæmis er hugmyndin
um hinn fædda tapara (eða ,, lúser") ættuð að vestan.
Reynt er að klína á börn þegar í uppvextinum að þau séu
ekki fædd til annars en að vera fótþurkur snillinganna sem
bera gæða-genin utan á sér strax í vöggu.
Við skulum líta á nokkra einstaklinga sem dæmdir voru
(að minnsta kosti um nokkurn tíma) misheppnaðir af
samferðamönnum sínum--voru með öðrum orðum ,,Lúserar".
Albert Einstein (1879-1955
,,Það mun aldrei verða mikið úr þér, væni minn."
Skólastjóri barnaskólans, þar sem Albert Einstein
sótti barnafræðslu, við þennan ,,treggáfaða" nemanda
sem þá var tíu ára gamall.
Frans Liszt (1811- 1886)
,,Hann skrifar ljótustu músik okkar tíma."
Gagnrýnandi um Frans Liszt 1843.
Johannes Brahms (1833-1897)
,,Ég fór yfir tónlist þessa hrapps sem kallar sig Brahms.
Þvílík hæfileikalaus mannherfa. Það angrar mig að
þessum sjálfbyrgislega meðal- ljóni skuli vera hampað
sem snillingi.
Hvers vegna?"
Tchaikovsky í dagbók sinni 9 október 1886.
Þetta er tekið úr bókinni Heimskupör og trúgirni.
Jón Hjaltason.
Við höfum nú lesið og heyrt oft um ,,Lúsera" að
við ættum að fara að hafa trú á þeim.
Það eru komnar myndir frá hitting 28/3
Góða nótt kæru vinir.
Athugasemdir
Knús á þig Millan mín.
Auður Proppé, 30.3.2009 kl. 08:22
Góðan daginn mín kæra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2009 kl. 08:43
Góðan daginn flotta kona.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.