Til hamingju fatlaðir iþróttamenn.
30.3.2009 | 09:21
Thelma Björk 13 ára gat ekki leynt gleði sinni mbl.is/Ómar
Ég fyllist sælu-gleði við að horfa á þessa mynd.
sjáið hvað hún er glöð?
Algjör breyting fyrir okkur"
Ný 450 m2 viðbygging við íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík í Hátúni 14 var tekin í notkun á laugardaginn var. Meðal viðstaddra við opnunina voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og fluttu þau öll ávörp.
Það hefur ekki verið dónalegt að hlusta á ræðurnar, sér í
lagi ekki frá þessum frábæru konum, krafturinn í þeim
er bara frábær, jæja ætlaði nú ekki út fyrir rammann
þið fyrirgefið það.
Þetta er algjör breyting fyrir okkur. Nú fáum við fullkomna aðstöðu til lyftinga- og þrekþjálfunar. Öll tæki eru sérhönnuð fyrir fatlaða og aðgangurinn þannig að fólk í hjólastól kemst í þau öll," sagði Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri ÍFR. Þá var búningsklefum fjölgað og önnur aðstaða bætt. ÍFR hefur látið hanna nýja félagsaðstöðu við íþróttahúsið og sagði Þórður stefnt að því að láta þann draum rætast á næstu árum.
Aftur til hamingju þetta er alveg frábært og eins og Þórður
segir, þá breytir þetta öllu fyrir æfingar hjá íþróttafólkinu, en
það er nú sama við hvaða aðstæður fólkið æfir, alltaf er jafn
mikil gleði ríkjandi hjá þeim.
Og einnig óska ég Þórði Ólafssyni til hamingju með þessa
æðislegu viðbót.
„Algjör breyting fyrir okkur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Mila frænka,
Þetta er jú frænka þín sem er svona glöð á svip hún Thelma Björg Björnsdóttir sundkona hjá ÍFR.
Kveðja
Björn Vald.
Björn Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:41
Elsku frændi er hún dóttir þín þessi glaða stelpa, hún á nú ekki langt að sækja glaðværðina.
Hvað er að frétta af þér og þínum Bjössi minn, ert þú á facebokk?
Takk fyrir að láta mig vita af þessu og kærleikskveðjur frá mér og mínum
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 11:53
Milla mín þú átt fallega frænku þarna ,hún er yndisleg bara það skín út úr henni gleðin .Knúsý knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 30.3.2009 kl. 12:00
Já ég bara vissi ekki af henni og mun verða bætt úr því.
Knús til þín duglega Óla mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 12:22
Sæl Milla,
Nei við erum ekki á Facebook þótt allir hinir séu þar. Það er bara engin tími til þess. Thelma Björg æfir 5.sinnum í viku eins og bróðir hennar og maður er á kafi í þessu með þeim.
Kveðja
Björn V
Björn Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 12:44
Eru þau tvíburar, maður spyr eins og asni, veit ekki neitt orðið um fjölskylduna nema það nánasta.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 13:08
Já, Milla þau eru það og vorum einu sinni nágranar hennar Dóru í Rimahverfinu. En þau eru eins ólík og getur orðið hann orðin á hæð við pabba sinn. Hún seilast þetta uppá við hægt og rólega.
Kveðja
Björn V
Björn Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:46
Gleðin fölskvalaus, frábær árangur.
Rut Sumarliðadóttir, 30.3.2009 kl. 14:05
Bjössi minn þú verður að fyrirgefa frænku, var flutt á Ísafjörð, en man er ég rifja upp eftir ykkur þarna rétt hjá Dóru, en svo flutti hún til Ísó og núna erum við á Húsavík.
Þær mæðgur eru reyndar á Laugum Dóra vinnur þar og hennar dömur eru í framhaldsskólanum og þær eru með íbúð þar.
Milla mín og hennar fólk býr hér á Húsavík.
Þú getur séð myndirnar af okkur í albúmum.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 14:06
Milla mín, ekki málið. Við fluttum í Grafarvogin aftur 2002 og þar hefur okkur liðið vel. Það var fyrir tilstuðlan Leikfimiskennarans hennar í skólanum hennar að Thelmu er í Íþróttum í dag en hún hefur sérhæft sig í þjálfun fatlaðra sundmanna og þar hefur henni liðið vel og varð svo heppin um daginn að verða Íslandsmeistari í boðsundi fatlaðra kvenna. Ég hef fylgt þessu vel eftir og náð mér í öll þau réttindi sem þarf til að sinna þessu málefni. Þau ætla bæði að keppa næsta sumar á Akureyri á Landsmóti UMFÍ.
Kveðja
Bjössi frændi
Björn Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:20
Við munum mæta Bjössi minn, það er engin spurning.
Ljós og kærleik til þín og þinna.
Milla frænka.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.