Þú getur fengið bíl, en þá fæ ég mann.

Hvaða smábarnaskapur er þetta eiginlega í mönnum
og er ekki alvarlegt mál að kenna mönnum mútur?
Það er alveg á tæru að hafi ég ætlað að kjósa í ár
mundi ég aldrei kjósa Frjálslynda flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið rosalega iðinn við það að leita að einhverjum í Frjálslynda flokknum sem hugsanlega væri hægt að teyma yfir, hvort sem að það er með mútum eða einhverju öðru," sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins í Zetunni á mbl.is.

Leita að einhverjum í frjálslyndaflokknum til að teyma yfir
hvort sem það er með mútum eða einhverju öðru.
Hæga! eru þetta frambærileg ummæli, formanns flokksins.
Tel svo eigi vera og formanninum til vansa.

Guðjón Arnar nefndi brotthvarf Gunnars Örlygssonar og Jóns Magnússonar yfir í þingflokk Sjálfstæðisflokksins og vistaskipti Karenar Jónsdóttur í bæjarstjórn Akraness.

Vistaskipti Karenar voru af flestum landsmönnum viðurkend
nauðsynleg og ætla ég ekki að fara nánar út í það hér
.

„Það er einfaldlega þannig að það hefur verið mikið keppikefli hjá Sjálfstæðisflokknum, og ég skil það, að reyna að kippa fólki frá Frjálslynda flokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Ég er ekki að segja að Karen Jónsdóttur hafi verið mútað þegar hún ákvað að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akraness eða neinum öðrum. En það hefur iðulega gerst. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sig í líma við að ná fólki frá okkur yfir til sín," sagði Guðjón Arnar og bætti við að hann vissi að Jón Magnússon hefði tekið ákvörðun um vistaskiptin einn og sjálfur

Guðjón skilur vel veiðar Sjálfstæðisflokksins, yðkar hann
þetta þá sjálfur, að veiða menn yfir til þeirra.

Hann er ekki að segja að Karen hafi verið mútað er hún
gekk til liðs við sjálfstæðisflokkinn, jæja aðeins að bakka
.

Gunnar er nú ekki lengur á þingi, svo óþarft er að rifja það upp.

Svo vissi hann að Jón Magnússon hafi tekið ákvörðun um
vistaskiptin einn og sjálfur.

Ja hérna var hann að efast um að þetta fólk gæti hugsað
sjálfstædd?

En svona bara í alvöru þá er ég hætt að skilja er sumir menn tala,
það sem kemur út úr er með eindæmum hemskulega barnalegt.
Þannig eins og ég hef oft sagt áður, er hætt að skilja þetta,
en mátti til aðeins að koma þessu frá mér, missti nefnilega
andlitið er ég hlustaði á Z í gær.

 


mbl.is Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Úff, þessi stjórnmál, endalaus þvæla og ég veit ekki hverjum er hægt að trúa lengur.  Svo ég býð þér bara Góðan daginn Millan mín.

Auður Proppé, 31.3.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður er Guðjón ekki að tala út í bláinn.  Þetta er að mörgu leyti rétt hjá honum.  Að vísu er ef til vill fullmikið að tala um mútur, en þetta viðgengst.  Meira þó hótanir um atvinnumissi og slíkt ef menn hafa ætlað að ljá flokknum lið opinberlega.  Það er erfitt að kyngja þessu en þetta eru bara hlutir sem hafa gert og munu sennilega alltfa gerast Milla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: ThoR-E

Ég hef heyrt mjög lítið um þetta. En liðsmenn FF sem hafa skipt um flokk.. hafa án efa verið hvattir til þess af t.d Sjálfstæðisflokknum ... varla hafa flokksmenn FF sem hafa skipt um flokk.. bara einn daginn hætt í FF og farið og bankað á hurðina hjá Sjálfstæðisflokknum ... það hafa verið einhver samskipti manna ...

En .. það má vera að þetta hafi verið óheppilega orðað hjá Guðjóni. En margt gott kom fram í þessu viðtali ... ósanngjarnt að líta framhjá öllu góðu sem Guðjón sagði og einblína á þetta eina orð.  :)

Kveðja

ThoR-E, 31.3.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér skilst að Sjálfstæðismönnum hafi ekki verið skemmt þegar Jón Magnússon sparkaði upp hurðinni að Valhöll og ruddist inn. En þeir máttu alveg fá han mín vegna.

Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 12:14

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín vertu ekkert að hugsa um þessa pólitík elskan.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín ég veit allt um mútur og mútuþægni  ég er nú fædd 1942
og elst upp í bisnes, en mér finnst það miður óheppilegt af Guðjóni þessum annars svo mæta manni að úttala sig á þennan hátt.

Manstu nú er flokkurinn var stofnaður hvað sumir fyrir vestan urðu brjálaðir? ætla ekki að tala um það, en man hvað ég hló inn í mér.

Þú ert Kona heiðarleg Ásthildur mín stendur við þitt og virði ég það í hvívetna.
Ljós og gleði í kúluna
Frá Millu í snjóhúsinu á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 13:35

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Besti AceR ég er bara að tala um þetta núna Guðjón hefur gert marga virkilega góða hluti og veit ég vel um það, en það er óheppilegt að láta svona er keppt er um atkvæðin.

Og þar sem ég ætla ekki að kjósa í ár þá er bara gott að vingsast flokk úr flokk og setja út á.
Takk fyrir þitt innlit

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 13:40

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

<br>

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 13:41

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnur ertu þarna uppi?
nei auðvitað voru þeir ekki ánægðir og mega eiga hann einnig fyrir mér og í prófkjöri kom hann ekki vel út.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 13:43

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín ég nenni ekki að hugsa um þessa tík ,hún er bara leiðinleg ,ég veit ekki hvað á að kjósa???? En ég ætla bara að viðhalda barninu í mér svo mér líði vel,vera áfram bara rugla það fer mér best held ég 

Knús á þig Milla mín  Óla og vala ,við erum í skóla og erum sáttar við okkur

Ólöf Karlsdóttir, 31.3.2009 kl. 15:28

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit það elskuleg vertu bara þú sjálf, yndisleg.
Ljós og kærleik til þín og Völu.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 16:15

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Já ég er mikið búin að reyna að múta mínum manni að koma yfir nei bara að grínast. Verð nú barasta að segja að þetta er pínu hlægilegt hjá FF, þeir verða bara að fara að viðurkenna að flokkurinn er strandaður og geta sjálfum sér um kennt en engum öðrum.

Knús til þín Milla mín

Huld S. Ringsted, 31.3.2009 kl. 17:21

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín, mér finnst bara ekki við hæfi að tala svona, elsku karlinn er eins og strákur í sandkassaleik. Menn þurfa að vera sterkir, FF hefur marga góða punkta á sinni stefnuskrá, en ég held að þeir séu búnir að vera.
Annars er þetta svolítið lálegt, þið bæði svona andskoti vel máli farin
og gefið ekkert eftir.
Talið þið nokkurn tíman um pólitík heima fyrir.
Knús til þín Huld mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 17:55

14 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Jamm skemmtilegar umræður :)   Ég vildi óska þess að við mættum kjós fólk til Alþingis ekki flokka..... en svo er nú ekki og ég VONA svo sannarlega að sjálfstæðisflokkurinn fái að vera í minnishlutastjórn eftir næstu kosningar, þeir hafa valsað um hér í meirihluta stjórn lengst af með Framsókn,  OG hvar stöndum við ??????   Á ég að trúa því núna þó það sé komin nýr formaður sjallana að eitthvað breytist ???   Og mikið var Davíð Oddson dónalegur , það sem að ég heyrði af flokksþinginu, en bara orðin gamall og lúin maður, það sem að fór mest í taugarnar á mér að þeir nýliðar og með nýja hugsuna eða þannig hjá sjöllunum, hlóu og klöppuðu fyrir þessari óásætanlegri gagnrýni Davíðs, þá hugsaði ég , þessi flokkur breytist ALDREI.  

Erna Friðriksdóttir, 31.3.2009 kl. 17:57

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín sammála því að sjálfstæðisflokkurinn þurfi langt frí og ansi er ég hrædd um að allt eigi eftir að versna, en við tökum því eins og hverju öðru hundsbiti, en það er rétt hjá þér að flokkurinn breytist ekki fyrr en formaðurinn kemur úr röðum fólksins og endurvekur gömlu gildin.

Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband