Fyrir svefninn.
31.3.2009 | 20:55
Vel á vondan
Menntahroki.
Bóndasonur kom heim um vorið en hafði um þriggja ára
skeið hafði hann lagt stund á æðri fræði við
Kaupmannahafnarháskóla. Hann fann óneitanlega nokkuð
til sín þegar hann horfði yfir heimafólkið á bænum, foreldra
sína, systkini og vinnufólk, sem aldrei hafði komist í tæri við
menninguna.
Fyrsta daginn heima spígsporaði ungi maðurinn um hlaðvarpann
og túnbleðilinn. Sá hann þá hvar hrífa lá í grasinu og spurði til
hvers þetta frumstæða áhald væri notað.
Eitt augnablik gáði menntamaðurinn ekki að sér og steig á tindana,
sem sneru upp, en við það reis hrífan upp á endann og barði
bóndasoninn í höfuðið sem sagði að bragði:
,, Æ helvítis hrífan."
Úr bókinni heimskupör og trúgirni.
Jón Hjaltason.
*********************************
Trúgirni var allavega ríkjandi hér um daginn er vor kom í loft
og maður fór bara út á peysunni.
Eigi varði það lengi og nú er maður innisnjóaður og ekki spáir
hann gæfulega, þó á að vera hiti, hávaða rok og einhver úrkoma.
Jæja það er nú samt plús við það að komast ekkert, við gamla
settið tókum ísskápinn í gegn og allt í kringum hann í dag.
innréttingin var þvegin og allt pússað, svona betur en venjulega
helgartiltekt, á morgun koma vinkonur mínar í heimsókn, það er
ef þær komast.
Svo klárum við gömlu að taka restina af húsinu á fimmtudag og
föstudag. það er nú meira hvað þessi róbót sparar tíma eins og ég
var nú á móti þessu apparati til að byrja með.
Á föstudaginn koma þær frá Laugum í Páskafrí og þá mun ríkja gleði
í bænum, ekki að það geri það ekki alltaf, en bara meira gaman þegar
við eru öll heima.
Eins og þið vitið er nú mikið talað um mat og fyrir hyggjuna í mér,
en það eru margir mánuðir síðan Dóra pantaði Páskalærin
ég er búin að leggja inn stóra pöntun af kjöti í Viðbót sem er
besta kjötvinnsla norðan heiða, svo ekki mun vanta mat í bæ
þetta árið.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Ójá, það er sem sagt Dóra sem er þess valdandi að þú keyptir lærið í sláturtíðinni ?
egvania, 31.3.2009 kl. 21:31
Matur er manns megin en svo er spurningin hvað sé hinum megin? Steig sem sagt ekki í vitið blessaður menntamaðurinn. Gaman að heyra frá ykkur og skilaðu kveðju. Góða nótt kæra.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:05
Éta,éta það er það sem allir hugsa um allavega nokkru sinnum á dag..
Knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 1.4.2009 kl. 01:16
Já elskan auðvitað er það Dóra, hún er verri en ég.
Knús til þín Ásgerður mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 07:23
Einar minn hinum megin er bara sæla, en menntamaðurinn steig bara á hrífuna ekki í vitið. Þeir voru nú margir sem áttu að hafa numið fræði í kóngsins kaupmannahöfn, en lærðu nú lítið annað en spjátrungshátt.
Knús til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 07:27
Já Dúna mín aldrei hefur það vantað í okkur að hugsa um mat.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.