Fyrir svefninn.

Þið vitið nú alveg hvernig 1 dagur mánaðarins er hjá okkur
nú það eru borgaðir reikningar og það gerðum við í morgun.
Fórum síðan í Bakaríið og ég byrgði mig upp af brauðum til
að hafa nóg yfir páskana, það vilja nefnilega ekki allir
brauðin hennar ömmu, að sjálfsögðu keypti ég handa okkur
heilhveitihorn og kjallarabollur fengum síðan kaffi er heim komum.

Síðan komu vinkonur mínar í dag og það var nú aldeilis gleði því
Sibba varð amma af sínu fyrsta barnabarni í morgun klukkan 8.
Hún kom með tertu og rjóma og fengum við okkur kaffi og tertu.
Ekki var nú mikið unnið í handavinnu.

100_8145.jpg

þarna er Sibba til hægri og Gunna mín hún ætlaði að punta sig
fyrir myndatökuna, en ég fattaði það ekki alltaf jafn tregTounge

100_8146.jpg
Hér fær hún smá sárabót.Wizard

100_8143.jpg


Aðalheiður og Gísli minn, hún á nefnilega líka Gísla bara ekki minn.

Stóra ljósið kom svo til okkar, fékk tertu og plataði út úr mér gosdrykk.
Bara æðislegur dagur.

                     *************************           

               Bágt er að kunna ekki móðurmálið til hlítar.

               Grasekkja?

Ung kona hallaði sér hlýlega upp að dansherra sínum og hvíslaði
lokkandi: ,,Veistu að ég er grasekkja?"
,,Hvað segirðu," ansaði dansherra. ,,En skemmtileg tilviljun.
Ég er nefnilega garðyrkjumaður."
En samkvæmt orðabókinni þýðir grasekkja; ,,gift kona,
sem maðurinn er í burtu frá stundarsakir.
"

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Erna

Fer líka snemma að sofa, ferðalag á morgun og við heyrumst þegar ég kem til baka í næstu viku. 

Góða nótt elsku Milla mín og hafðu það gott

Erna, 1.4.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Þú ert dásamleg milla mín....

Knús í kotið þitt

Vilborg Auðuns, 1.4.2009 kl. 20:40

4 Smámynd: Auður Proppé

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 20:41

5 identicon

Bjútifúl day. Gaman að þessu Milla mín. Langar að svara 1. apríl gabb færslunni þinni með því að benda þér á síðustu færsluna mína.  Var tekinn duglega í bólið í dag. Mér líkt. Lúðar eins og ég lendum í svona. Hafðu það annars sem allra best. Flottar kveðjur héðan og góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:49

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bíð þér góðan dag kæra Milla. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2009 kl. 06:10

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskurnar öll ljós í daginn ykkar og takk fyrir innlitin.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband