Vanvirðing á öllum sviðum.
3.4.2009 | 06:41
Þó að þetta sé nú frétt síðan í gær þá ætla ég að úttala mig
um hana því mér eru svona mál umhugsunarefni.
Ég hef aðeins kynnst mönnum sem þarna dvöldu og eru þeir
bara yndislegir menn, en munu aldrei ná sér að fullu.
Af hverju í fjandanum er ekki sátt um bætur til manna sem
hafa orðið fyrir þeirri mestu lítilsvirðingu sem til er, það er
frelsissvipting á unga aldri, barsmíðar og kynferðislegt ofbeldi.
Fyrir utan það eins og einn sagði ég vill bara fá að læra,
drengirnir fengu ekki sömu aðstæður til lærdóms eins og önnur
börn og það var ekkert að þessum drengjum, þetta voru bara
heilbrygðir krakkar sem einhverjar barnaverndarnefndir út um
allt land ákváðu að best væri bara að losna við þetta lið.
Litli maðurinn í hvaða formi sem hann birtist okkur hefur ávalt
verið fyrir því lífi sem heitir að vera innan rammans og er það
hin mesta skömm sem til er.
Engin er æðri en annar, við erum öll jöfn og ef einhver á erfitt þá
ber okkur að hjálpa af kærleika, ekki samkvæmt rammanum
eins og svo margir gerðu og gera enn.
Svo eins og í þessu máli er bara allt sett í nefnd ofan á nefnd og
ekkert gengur, í staðin fyrir að setja nokkra menn í málið og
leysa það strax.
Það þýðir ekkert að segja að boltinn sé hjá Breiðavíkursamtökunum
það á bara ekki að hætta að tala saman fyrr en lausnin er komin.
Engin sátt í Breiðavíkurmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sagði þetta strax, bara sett í nefnd og helst lokað ofaní skúffu. Maður verður svo vanmáttugur og hrikalega reiður fyrir hönd þessa manna þó ég þekki ekki einn einasta sem þarna var.
Góðan föstudag norðankona.
Ía Jóhannsdóttir, 3.4.2009 kl. 08:17
Ía mín tek undir þetta með þér, ég verð svo reið er ég heyri aðdraganda þess að sumir voru settir þarna inn.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 08:56
Við höfum alla daga ástæðu til að þakka fyrir eitthvað. Í dag þakka ég fyrir að vera ekki nefndarmaður í þessarri nefnd. Með fullri virðingu fyrir þeim sem voru sendi í Breiðuvík, þá voru aðrir sendir annað og fengu svipaða meðferð. Held að þessi nefnd geti ekki tekið á þessu máli og ákveðið sanngjarna upphæð. Hvað er eiginlega sanngjörn upphæð í svona málum? Getur einhver svarað því?
Hafðu það annars gott í dag Milla mín
Anna Guðný , 3.4.2009 kl. 09:26
Ég hélt að það ríkti "þjóðarsátt" um að þessi fórnarlömb fengju meira en afsökunarbeiðni.
Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2009 kl. 10:36
Ég er smmála ykkur.
Góða helgi Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2009 kl. 11:05
Engin Anna Guðný mín, upphæðin er svo stór að það er eigi hægt að borga hana enda hafa þeir sagt það sjálfir. Ég er meðvituð um hina staðina einnig og það átti líka að rannsaka þá en hvernig gengur þeirri nefnd?
Við hér og margir aðrir hafa svo margt að þakka fyrir og geri ég það allavega og reyni að gefa af mér í hvívetna.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 12:02
Já ég hélt að það ætti að setjast niður og leysa þetta mál Sigrún mín en svo virðist ekki vera.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 12:03
Góða helgi Katla mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 12:04
Það var mikið talað um að þeir aurar sem fóru í verkefnið hafi farið í að greiða kostnað nefndarinnar en ekki skilað sér til drengjanna. Sammála að engin upphæð getur bætt ógeðið sem þessir strákar gengu í gegnum. En er þó táknrænt.
Rut Sumarliðadóttir, 3.4.2009 kl. 13:33
Svo mikið sammála þér Rut mín, táknrænt.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 14:36
Sæl Milla mín !
Það fór svo sem ég spáði þessi afsökunarbeiðni hljómaði bara ekki illa í mínum eyrum heldur reyndist mitt álit rétt.
Það er ekki nægilegt að biðjast afsökunar og halda að það dugi, ég fékk marga á bloggið mitt sem fannst ég vera harðorð.
Ég var ekki bara harðorð ég var reið alveg öskuill og spáði að svona færi.
Peningar geta aldrei bætt fyrir það sálarmorð sem framið var á þessum börnum hvar sem þau voru vistuð en peningar geta gefið þeim mannsæmandi líf og hjálp til að lifa þokkalegu lífi.
Ég er hér ekki að tala um eina- tvær miljónir ég er að tala um heimili, heimili sem er þeirra, heimili sem við skuldum þeim, heimili sem sumir hafa aldrei eignast ég á ekki við einhverja smákompu heldur heimili þar sem þeir geta fundið frið það sem þeir eiga sjálfir á þeirra nafni og ekki verður frá þeim tekið.
Við skuldum líka peninga framfærslueyrir fyrir þá sem ekki geta unnið og líka þessum sem tókst að feta sig í lífinu þeir eiga líka inni hjá okkur.
egvania, 3.4.2009 kl. 14:51
Ásgerður mín þú ert bara gull, allt sem þú segir er svo rétt, ríkið skuldar þeim allt þetta því þeir sem lentu í þessu eiga sumir ekki neitt vegna vansældar.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.