Fyrir svefninn.

Hér sitjum við mæðgur eftir ofurát eina ferðina enn, Dóra
bauð til Tackó veislu með öllu því sem hægt er að hugsa sér
með í svona áti, við elskum Mexicanskt.

En dagurinn byrjaði hjá mér klukkan fimm með uppvöknun í
verkjum eins og ævilega, Uss maður er ekki lengi að hrista
það af sér, staulast fram, borðar morgunmat, tekur meðulin
og staulast inn í tölvu á meðan allt heila draslið er að regulerast í
allar áttir í líkamanum svo er hjartað er farið að slá rétt og bakið er
farið að aðlagast eftir smá æfingar, getur maður drifið sig í sturtu.
Átti nefnilega að fara í þjálfun í morgun og gerði það 8.30 var ég
mætt, en er ég kom úr sturtunni fékk ég andstyggilegt hjartakast,
Sko þurfti hjálp, Óþolandi fjandi!
Út af þessu fer ég alltaf snemma á fætur þá morgna sem ég á að fara
í þjálfun.

Englarnir mínir fóru í klippingu og litun í dag og eru að sjálfsögðu rosa
flottar að vanda, ljósin voru hér í dag þar til þær fóru í fimleika

Síðan endaði dagurinn á matarveislu Dóru sem var auðvitað hjá mér
því þær eru hér núna.

En vitið ég var að horfa á lítið myndbrot í dag um dreng sem ekki náði
háum aldri og komst að því eina ferðina enn að við höfum ekki leifi til
að kvarta, horfði einnig á viðtal í varpinu við unga konu sem fékk afar
alvarlegt krabbamein komst upp úr því, síðan missti hún dreng í flugvél
á leið til Íslands, hann var langveikur.
Svona er hægt að telja endalaust.


Og hverjum dettur svo í hug að leyfilegt sé að kvarta og kveina undan
öllu sem gerist.
Við eigum að skammast okkar, taka til í eigin ranni og hjálpast að við að
gera lífið bærilegra fyrir fólk sem á í svona erfiðleikum.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Mikið rétt hjá þér Milla mín, ég sá einmitt þetta viðtalið á RÚV.  Ótrúlega hrífandi að sjá hana svona þakkláta og sátta við sitt, samt búin að missa litla drenginn sinn og sjálf fengið krabbamein. 

Á meðan eru margar vanþakklátar sálir sem hafa yfir engu að kvarta, veltandi sér upp úr sínu eigin volæði og eigingirni.  Sorglegt.

Góða nótt og sofðu rótt elskuleg.  Takk fyrir símtalið í dag. 

Auður Proppé, 6.4.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gott kvöld Milla mín ,ég horfði á þáttinn með þessari ungu konu ,mikið rosalega er hún dugleg

Svo er ég sammála Vallý ,á ekki orð   

Knúsý knús Óla hamingjusama  

Ólöf Karlsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.